Syngjum saman með Ragga Bjarna 28. október 2008 04:30 Leigir Laugardalshöll á næsta ári. Raggi Bjarna gerir plötu fyrir alla. „Jú, ég er að vinna í plötu sem ég hef lengi ætlað að gera en hef aldrei komist í því ég var að vinna í einhverjum öðrum plötum!" segir Raggi Bjarna um væntanlega plötu sína. „Þetta er svona „sing-a-long" plata, gömul lög með íslenskum textum, lög sem allir þekkja og geta sungið með uppi í bústað eða á jólunum eða hvar sem er. Ætli ég láti hana ekki bara heita „Syngjum saman með Ragga Bjarna"." Sum lögin voru menn eins og Alfreð Clausen, Haukur Morthens og Óðinn Valdimarsson með á sínum tíma en aðeins eitt hefur Raggi sjálfur tekið áður: „Það heitir „Hvar er bruninn" og er tileinkað slökkviliðinu," segir söngvarinn. „Ég söng það með Sextett Svavars Gests á sínum tíma. Það er með sírenum og öllu." Raggi segir valinkunna söngvara syngja með honum á nýju plötunni, meðal annars Bjarna Ara. Það styttist til jóla. „Ætli ég þurfi ekki að að syngja þetta allt inn á einum degi eins og í gamla daga," gantast Raggi. Raggi verður 75 ára á næsta ári og má búast við ýmsum uppákomum á afmælisárinu. Styttu kannski? „Nei, vonandi ekki styttu," segir Raggi og hlær. „En það er meiningin að leigja Laugardalshöll og læti. Þorgeir Ástvalds og dóttir hans eru að búa til yfirlitsmynd. Þau hafa úr nógu efni að moða. það eru til alveg fleiri plastpokarnir af efni." - drg Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Jú, ég er að vinna í plötu sem ég hef lengi ætlað að gera en hef aldrei komist í því ég var að vinna í einhverjum öðrum plötum!" segir Raggi Bjarna um væntanlega plötu sína. „Þetta er svona „sing-a-long" plata, gömul lög með íslenskum textum, lög sem allir þekkja og geta sungið með uppi í bústað eða á jólunum eða hvar sem er. Ætli ég láti hana ekki bara heita „Syngjum saman með Ragga Bjarna"." Sum lögin voru menn eins og Alfreð Clausen, Haukur Morthens og Óðinn Valdimarsson með á sínum tíma en aðeins eitt hefur Raggi sjálfur tekið áður: „Það heitir „Hvar er bruninn" og er tileinkað slökkviliðinu," segir söngvarinn. „Ég söng það með Sextett Svavars Gests á sínum tíma. Það er með sírenum og öllu." Raggi segir valinkunna söngvara syngja með honum á nýju plötunni, meðal annars Bjarna Ara. Það styttist til jóla. „Ætli ég þurfi ekki að að syngja þetta allt inn á einum degi eins og í gamla daga," gantast Raggi. Raggi verður 75 ára á næsta ári og má búast við ýmsum uppákomum á afmælisárinu. Styttu kannski? „Nei, vonandi ekki styttu," segir Raggi og hlær. „En það er meiningin að leigja Laugardalshöll og læti. Þorgeir Ástvalds og dóttir hans eru að búa til yfirlitsmynd. Þau hafa úr nógu efni að moða. það eru til alveg fleiri plastpokarnir af efni." - drg
Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira