Hart í bak aftur á svið 16. október 2008 05:00 Þórir Sæmundsson sem Láki, strákurinn sem vill komast burt úr þorpinu. Mynd Þjóðleikhúsið/Eddi Annað kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á Stóra sviðinu í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Er þetta í þriðja sinn sem verkið er sett á svið í Reykjavík en það var frumsýnt 1962 í Iðnó. Hart í bak hefur löngum verið sagt tímamótaverk, naut gríðarlegra vinsælda þegar Leikfélag Reykjavíkur var að breytast í atvinnuleikhús. Það átti sér þó fyrirrennara í vinsældasýningum íslenskum, meira að segja á sviði Iðnó, eins og Kjarnorku og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson og Deleríum Búbónis eftir þá Múlabræður, Jónas og Jón. Sá nýi tónn sem sleginn var í verkinu, en áður hafði Jökull komið á svið verkinu Pókók, var sumpart sóttur til Tennessee Williams, en Gísli Halldórsson, leikari og leikstjóri, réði miklu um hvernig Hart í bak varð til og hafði fáum árum fyrr leikið í Glerdýrum Tennessee. Hart í bak hóf hinn skamma en afkastamikla feril Jökuls sem leikskálds. Jökull hefði orðið 75 ára nú í haust. Þjóðleikhúsið minnist höfundarins með uppsetningu sinni, en Jökull átti mest af sínum ferli framan af í Iðnó í skjóli Sveins Einarssonar en síðari hlutann í Þjóðleikhúsinu. Í Hart í bak kynnumst við sögu reykvískrar fjölskyldu sem má muna sinn fífil fegurri. Jónatan skipstjóra var eitt sinn trúað fyrir óskafleyi þjóðarinnar, en hann sigldi skipinu í strand. Nú situr hann fyrir utan húskofa fjölskyldunnar, gamall og blindur, og ríður net. Dóttir hans, Áróra, sem eitt sinn þótti besti kvenkostur bæjarins, sér fyrir fjölskyldunni með spákonuvinnu og þiggur fé fyrir næturgreiða. Í Láka syni hennar logar eldur, en hann sér hvergi leið til að láta draumana rætast. Í sviðsetningu Þórhalls Sigurðssonar leikur Gunnar Eyjólfsson Jónatan og Áróru leikur Elva Ósk Ólafsdóttir. Þórir Sæmundsson leikur Láka og ungu stúlkuna leikur Þóra Karítas Árnadóttir. Pálmi Gestsson leikur Finnbjörn skransala en aðrir leikendur eru Esther Talía Casey, Hjalti Rögnvaldsson, Kjartan Guðjónsson, Friðrik Friðriksson og Þórunn Lárusdóttir. Baldur Trausti Hreinsson tekur við hlutverki Friðriks á fyrstu sýningunum. Sigurjón Jóhannsson hannar leikmynd sýningarinnar og gerir búninga ásamt Margréti Sigurðardóttur. Um tónlist og hljóðmynd sér Jóhann G. Jóhannsson en Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu. pbb@frettabladid.is Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Annað kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á Stóra sviðinu í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Er þetta í þriðja sinn sem verkið er sett á svið í Reykjavík en það var frumsýnt 1962 í Iðnó. Hart í bak hefur löngum verið sagt tímamótaverk, naut gríðarlegra vinsælda þegar Leikfélag Reykjavíkur var að breytast í atvinnuleikhús. Það átti sér þó fyrirrennara í vinsældasýningum íslenskum, meira að segja á sviði Iðnó, eins og Kjarnorku og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson og Deleríum Búbónis eftir þá Múlabræður, Jónas og Jón. Sá nýi tónn sem sleginn var í verkinu, en áður hafði Jökull komið á svið verkinu Pókók, var sumpart sóttur til Tennessee Williams, en Gísli Halldórsson, leikari og leikstjóri, réði miklu um hvernig Hart í bak varð til og hafði fáum árum fyrr leikið í Glerdýrum Tennessee. Hart í bak hóf hinn skamma en afkastamikla feril Jökuls sem leikskálds. Jökull hefði orðið 75 ára nú í haust. Þjóðleikhúsið minnist höfundarins með uppsetningu sinni, en Jökull átti mest af sínum ferli framan af í Iðnó í skjóli Sveins Einarssonar en síðari hlutann í Þjóðleikhúsinu. Í Hart í bak kynnumst við sögu reykvískrar fjölskyldu sem má muna sinn fífil fegurri. Jónatan skipstjóra var eitt sinn trúað fyrir óskafleyi þjóðarinnar, en hann sigldi skipinu í strand. Nú situr hann fyrir utan húskofa fjölskyldunnar, gamall og blindur, og ríður net. Dóttir hans, Áróra, sem eitt sinn þótti besti kvenkostur bæjarins, sér fyrir fjölskyldunni með spákonuvinnu og þiggur fé fyrir næturgreiða. Í Láka syni hennar logar eldur, en hann sér hvergi leið til að láta draumana rætast. Í sviðsetningu Þórhalls Sigurðssonar leikur Gunnar Eyjólfsson Jónatan og Áróru leikur Elva Ósk Ólafsdóttir. Þórir Sæmundsson leikur Láka og ungu stúlkuna leikur Þóra Karítas Árnadóttir. Pálmi Gestsson leikur Finnbjörn skransala en aðrir leikendur eru Esther Talía Casey, Hjalti Rögnvaldsson, Kjartan Guðjónsson, Friðrik Friðriksson og Þórunn Lárusdóttir. Baldur Trausti Hreinsson tekur við hlutverki Friðriks á fyrstu sýningunum. Sigurjón Jóhannsson hannar leikmynd sýningarinnar og gerir búninga ásamt Margréti Sigurðardóttur. Um tónlist og hljóðmynd sér Jóhann G. Jóhannsson en Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira