Selur ljósmyndir í Gleðibankanum 24. október 2008 05:00 Opnar gleðibankann í Kolaportinu. Jóhannes heldur ljósmyndasýninguna Gleðibankann í Kolaportinu um helgina og sýnir 100 ljósmyndir sem voru allar teknar í fyrrasumar. Fréttablaðið/Anton „Ég hef alltaf þrjóskast við að taka á filmu þar sem mér finnst digital-myndavélarnar ekki skila sömu sál og filman," segir Jóhannes Kjartansson, ljósmyndari og grafískur hönnuður. Um helgina heldur hann sína þriðju ljósmyndasýningu sem haldin verður í Kolaportinu og ber heitið Gleðibankinn. „Ég hef verið að taka myndir fyrir alvöru síðan 2005 og hef tekið hátt í 900 filmur á þessum þremur árum. Ég hef eytt í það minnsta 1.500.000 krónum í framköllun, sem er kannski ekki mjög skynsamleg fjárfesting, en ég hef samt alltaf verið sjúkur í að skipta krónunum mínum út fyrir ljósmyndir," útskýrir Jóhannes sem mun þó aðallega sýna nýlegar myndir á sýningunni um helgina. „Þetta eru allt myndir sem höfðu safnast saman frá því síðasta sumar, en ég átti ekki pening til að framkalla fyrr en fyrir nokkrum dögum. Þetta eru aðallega andlitsmyndir og fólk að skemmta sér í bland við borgarlandslag. Myndirnar sýna gleðina sem einkenndi mannlífið í Reykjavík áður en gengið, brosin og bankarnir féllu og endurspegla svolítið bjartsýnina sem ríkti í sumar en er orðin svolítið kaldhæðnisleg núna," útskýrir Jóhannes. „Á sýningunni verða 100 myndir svo það verður hægt að kaupa hlutabréf í Gleðibankanum á genginu 0,01 með því að kaupa mynd," segir Jóhannes að lokum. - ag Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég hef alltaf þrjóskast við að taka á filmu þar sem mér finnst digital-myndavélarnar ekki skila sömu sál og filman," segir Jóhannes Kjartansson, ljósmyndari og grafískur hönnuður. Um helgina heldur hann sína þriðju ljósmyndasýningu sem haldin verður í Kolaportinu og ber heitið Gleðibankinn. „Ég hef verið að taka myndir fyrir alvöru síðan 2005 og hef tekið hátt í 900 filmur á þessum þremur árum. Ég hef eytt í það minnsta 1.500.000 krónum í framköllun, sem er kannski ekki mjög skynsamleg fjárfesting, en ég hef samt alltaf verið sjúkur í að skipta krónunum mínum út fyrir ljósmyndir," útskýrir Jóhannes sem mun þó aðallega sýna nýlegar myndir á sýningunni um helgina. „Þetta eru allt myndir sem höfðu safnast saman frá því síðasta sumar, en ég átti ekki pening til að framkalla fyrr en fyrir nokkrum dögum. Þetta eru aðallega andlitsmyndir og fólk að skemmta sér í bland við borgarlandslag. Myndirnar sýna gleðina sem einkenndi mannlífið í Reykjavík áður en gengið, brosin og bankarnir féllu og endurspegla svolítið bjartsýnina sem ríkti í sumar en er orðin svolítið kaldhæðnisleg núna," útskýrir Jóhannes. „Á sýningunni verða 100 myndir svo það verður hægt að kaupa hlutabréf í Gleðibankanum á genginu 0,01 með því að kaupa mynd," segir Jóhannes að lokum. - ag
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira