Fyrstu tónleikarnir á Íslandi 4. desember 2008 05:30 Popparinn Ingi Örn Gíslason heldur útgáfutónleika á föstudagskvöld til að kynna sína fyrstu sólóplötu. fréttablaðið/vilhelm Popparinn Ingi heldur útgáfutónleika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun," segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu tók Ingi plötuna upp í San Francisco með upptökustjóranum Scott Mathews, sem hefur unnið með hetjum á borð við David Bowie, Johnny Cash og Brian Wilson. „Við vorum í sex vikur að taka upp og það gekk rosavel," segir Ingi sem væri alveg til í að vinna aftur með Scott: „Hann er rosalega góður og það var magnað að vinna með honum." Nafnið Human Oddities er tilvísun í skrítið fólk sem Ingi virðist hafa heillast af í gegnum tíðina. „Í sumum lögunum koma hinir og þessir skrítnir einstaklingar fram þannig að nafnið var mjög viðeigandi." Þrátt fyrir að tónleikarnir á Nasa verði hans fyrstu hér á landi hefur Ingi spilað lítillega í London þar sem hann hefur búið. Í umslagi nýju plötunnar talar breski tónlistarblaðamaðurinn Ben H. Murray um frammistöðu hans og minnist sérstaklega á tónleika í Brixton Windmill þar sem áheyrendur stóðu upp í lokin og klöppuðu hann tvívegis upp. Slíkt gerist ekki á hverjum degi þar í borg. Ingi vonast til að vinna aftur með Scott Mathews en fyrst ætlar hann að koma plötunni að úti í heimi og er Scott að leggja fyrir hann línurnar í Bandaríkjunum. „Framhaldið er frekar óljóst en vonandi kemur þetta í ljós sem fyrst á nýju ári," segir hann. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Popparinn Ingi heldur útgáfutónleika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun," segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu tók Ingi plötuna upp í San Francisco með upptökustjóranum Scott Mathews, sem hefur unnið með hetjum á borð við David Bowie, Johnny Cash og Brian Wilson. „Við vorum í sex vikur að taka upp og það gekk rosavel," segir Ingi sem væri alveg til í að vinna aftur með Scott: „Hann er rosalega góður og það var magnað að vinna með honum." Nafnið Human Oddities er tilvísun í skrítið fólk sem Ingi virðist hafa heillast af í gegnum tíðina. „Í sumum lögunum koma hinir og þessir skrítnir einstaklingar fram þannig að nafnið var mjög viðeigandi." Þrátt fyrir að tónleikarnir á Nasa verði hans fyrstu hér á landi hefur Ingi spilað lítillega í London þar sem hann hefur búið. Í umslagi nýju plötunnar talar breski tónlistarblaðamaðurinn Ben H. Murray um frammistöðu hans og minnist sérstaklega á tónleika í Brixton Windmill þar sem áheyrendur stóðu upp í lokin og klöppuðu hann tvívegis upp. Slíkt gerist ekki á hverjum degi þar í borg. Ingi vonast til að vinna aftur með Scott Mathews en fyrst ætlar hann að koma plötunni að úti í heimi og er Scott að leggja fyrir hann línurnar í Bandaríkjunum. „Framhaldið er frekar óljóst en vonandi kemur þetta í ljós sem fyrst á nýju ári," segir hann.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira