Sýning á verkum Ilmar Stefánsdóttur myndlistarmanns verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar á föstudag.
Sýningin ber heitið Fjölleikar og er markmiðið með henni að breyta svipmóti myndlistarinnar í eins konar skemmtanalist þar sem fagurlistir og skemmtanaiðnaður mætast. Sýningin er á dagskrá ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar.
Sýningin er í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum og stendur til 19. október. - vþ
Skemmtileg myndlist
