Aðeins ein íslensk mynd slegin hjá Bruun 8. október 2008 03:00 Pétur þór Fyrir ári hefði uppboðssalurinn verið fullur af íslendingum og bitist um verkin. „Fyrir um ári hefði verið slegist um þessi verk. Þá hefðu verið hér tíu til fimmtán Íslendingar, og annað eins í símanum, að bítast um þau. Ég sá hér engan Íslending,“ segir Pétur Þór Gunnarsson listaverkasali. Pétur Þór var staddur á uppboði í Kaupmannahöfn og sleginn yfir dræmum viðtökum en í gær voru boðin upp, hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen, fjögur mjög frambærileg verk eftir fjóra af fremstu listamönnum íslenskrar listasögu: Júlíönnu Sveinsdóttur, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Þorvald Skúlason. Aðeins verkið eftir Þorvald seldist og töluvert undir mati. Það fór á 42 þúsund danskar en var metið á 50. (Samkvæmt gengi gærdagsins eru það 770 þúsund ÍSK.) verk eftir þorvald Þetta verk, eitt íslensku verkanna, seldist á uppboði í gær og vel undir mati. „Einhver bauð 24 þúsund í Ásgrím og 18 þúsund voru boðnar í verk Júlíönnu sem metið var á 40. Þetta náttúrlega endurspeglar þetta hrun. Eitthvað gengisfall er á íslensku listinni líka.“ Pétur segir enga leið að sjá sambærileg kreppumerki á listaverkum annarra en þeirra íslensku. „Cobra myndir voru slegnar hér í gær [á mánudag] og þar voru myndir að fara á milljónir.“ Athyglisvert er að fyrir rúmu ári var verk eftir Kjarval, Hvítasunnudagur, sleginn á 25 milljónir með öllu. Það verk er í eigu Landsbankans í dag.- jbg Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Fyrir um ári hefði verið slegist um þessi verk. Þá hefðu verið hér tíu til fimmtán Íslendingar, og annað eins í símanum, að bítast um þau. Ég sá hér engan Íslending,“ segir Pétur Þór Gunnarsson listaverkasali. Pétur Þór var staddur á uppboði í Kaupmannahöfn og sleginn yfir dræmum viðtökum en í gær voru boðin upp, hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen, fjögur mjög frambærileg verk eftir fjóra af fremstu listamönnum íslenskrar listasögu: Júlíönnu Sveinsdóttur, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Þorvald Skúlason. Aðeins verkið eftir Þorvald seldist og töluvert undir mati. Það fór á 42 þúsund danskar en var metið á 50. (Samkvæmt gengi gærdagsins eru það 770 þúsund ÍSK.) verk eftir þorvald Þetta verk, eitt íslensku verkanna, seldist á uppboði í gær og vel undir mati. „Einhver bauð 24 þúsund í Ásgrím og 18 þúsund voru boðnar í verk Júlíönnu sem metið var á 40. Þetta náttúrlega endurspeglar þetta hrun. Eitthvað gengisfall er á íslensku listinni líka.“ Pétur segir enga leið að sjá sambærileg kreppumerki á listaverkum annarra en þeirra íslensku. „Cobra myndir voru slegnar hér í gær [á mánudag] og þar voru myndir að fara á milljónir.“ Athyglisvert er að fyrir rúmu ári var verk eftir Kjarval, Hvítasunnudagur, sleginn á 25 milljónir með öllu. Það verk er í eigu Landsbankans í dag.- jbg
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira