Helgi Valur Daníelsson og félagar í sænska liðinu Elfsborg unnu 2-1 útisigur á Halmstad í sænska boltanum í dag. Helgi Valur lék allan leikinn á miðju Elfsborg.
Elfsborg er í öðru sæti sænsku deildarinnar, fjórum stigum á eftir Kalmar sem situr í toppsætinu. Halmstad er í tíunda sætinu.