Græna bílabyltingin í Formúlu 1 9. október 2008 02:24 Dekk Formúlu 1 bíl í Japan um helgina verða með grænum strípum til að minna fólk á umhverfisvænni akstur. mynd: kappakstur.is Formúlu 1 ökumenn og forráðamenn FIA kynntu nýstárlega 10 þrepa ráðleggingar til handa ökumönnum í Tokyo í dag. Til að minna á átakið, þá eru allir Formúlu 1 bílar á dekkjum með grænum strípum þessa mótshelgina á Fuji brautinni í Japan. Formula 1 íþróttinn verður notuð sem stökkpallur í nýrri herferð alþjóðabílasambandsins (FIA) til að kynna umhverfisvænni akstur og umhirðu bíla. "Ég reyni persónulega að keyra sem minnst, þegar ég er ekki að keppa í Formúlu 1. Ég nota alltaf GPS tæki til að rata á milli staða til að spara bensín og hirði vel um bílinn í alla staði", segir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann er einn af ökumönnum sem kynnti átakið í Tokyo í dag. ,,Þegar ég er heima í Sviss þá nota ég almenningssamgöngur, til að festast ekki i umferðarhnútum, eða hjóla. Ég reyni að gera mitt til hjálpar umhvefismálum." Ummæli Hamilton kunna koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, þar sem Formúlu 1 bíll eyðir allt að 70 lítrum af eldsneyti á hundraðið. Reyndar er FIA að vinna hörðum höndum af því að búa til reglur sem gera á íþróttina umhverfisvænni á næstu árum. Merking Bridgestone dekkjanna fyrir mótið í Japan um helgina er fyrsti liðurinn í alþjóðlegu kynningarátaki FIA til handa almenningi. Fyrstu æfingar keppnisliða verða í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld verður fjallað um átak FIA og væntanlegt mót í Japan. Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn og forráðamenn FIA kynntu nýstárlega 10 þrepa ráðleggingar til handa ökumönnum í Tokyo í dag. Til að minna á átakið, þá eru allir Formúlu 1 bílar á dekkjum með grænum strípum þessa mótshelgina á Fuji brautinni í Japan. Formula 1 íþróttinn verður notuð sem stökkpallur í nýrri herferð alþjóðabílasambandsins (FIA) til að kynna umhverfisvænni akstur og umhirðu bíla. "Ég reyni persónulega að keyra sem minnst, þegar ég er ekki að keppa í Formúlu 1. Ég nota alltaf GPS tæki til að rata á milli staða til að spara bensín og hirði vel um bílinn í alla staði", segir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann er einn af ökumönnum sem kynnti átakið í Tokyo í dag. ,,Þegar ég er heima í Sviss þá nota ég almenningssamgöngur, til að festast ekki i umferðarhnútum, eða hjóla. Ég reyni að gera mitt til hjálpar umhvefismálum." Ummæli Hamilton kunna koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, þar sem Formúlu 1 bíll eyðir allt að 70 lítrum af eldsneyti á hundraðið. Reyndar er FIA að vinna hörðum höndum af því að búa til reglur sem gera á íþróttina umhverfisvænni á næstu árum. Merking Bridgestone dekkjanna fyrir mótið í Japan um helgina er fyrsti liðurinn í alþjóðlegu kynningarátaki FIA til handa almenningi. Fyrstu æfingar keppnisliða verða í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld verður fjallað um átak FIA og væntanlegt mót í Japan.
Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira