Felipe Massa vann í dag sigur í franska kappakstrinum í Formúlu 1 þökk sé vandræðum sem félagi hans hjá Ferrari, Kimi Raikkönen, lenti í.
Raikkönen var í forystu lengst af í keppninni þegar að púströr brotnaði. Forysta hans var þó nægilega góð til að hann gæti haldið öðru sætinu.
Jarno Trulli varð í þriðja sæti sem er besti árangur Toyota á keppnistímabilinu. Lewis Hamilton náði sér ekki í stig í dag þar sem hann byrjaði þrettándi á ráspól vegna refsingar sem hann tók út í dag. Hann varð í tíunda sæti.
Massa tók þar með forystuna í stigakeppni ökumanna en hann er með tveggja stiga forystu á Robert Kubica. Hann varð í fimmta sæti í dag, á eftir Heikki Kovalainen. Massa er með 48 stig í stigakeppninni.
Kimi Raikkönen er þriðji í stigakeppninni, fimm stigum á eftir Massa, og Hamilton kemur næstur, tíu stigum á eftir forystumanninnum.
Ferrari er með sautján stiga forystu á BMW í stigakeppni bílasmiða. McLaren er 33 stigum á eftir Ferrari.
Sigur hjá Massa
