Íslenskar hljómsveitir í bandarískum auglýsingum 23. október 2008 05:00 Lanette Phillips hitti Jónsa, söngvara Sigur Rósar, á tónleikum Parachutes á Organ. Einn meðlima hennar er Alex Somers, kærasti Jónsa, og heillaðist Lanette mjög af hljómsveit hans. Miklar líkur eru á því að lög með íslenskum hljómsveitum verði notuð í bandarískum auglýsingum í náinni framtíð. Þetta segir hin bandaríska Lanette Phillips, einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, sem nýverið sat ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík. Einnig sótti hún Iceland Airwaves-hátíðina og heillaðist þar af fjölda hljómsveita. Lanette Phillips hefur getið sér gott orð við framleiðslu tónlistarmyndbanda. Hún sótti ráðstefnuna You Are In Control og Airwaves-hátíðina í Reykjavík í síðustu viku. Phillips hreifst svo mjög af Íslandi að hún sendi fjöldapóst á hóp háttsettra vina sinna í tónlistar- og kvikmyndabransanum þar sem hún mærði land og þjóð en þó sérstaklega íslenska flytjendur á borð við Hjaltalín, Lay Low, Borko, Seabear og Dikta. Fylgdu myspace-síður þeirra og fleiri hljómsveita með til frekari glöggvunar. „Maðurinn minn er með fyrirtæki sem aðstoðar tónlistarmenn og hljómsveitir við að komast inn í bandarískar auglýsingar. Ég sendi póstinn á allar stofurnar sem hann rekur og hef þegar fengið viðbrögð frá fólki sem líkaði böndin vel," segir Lanette. „Það gæti komið sér vel fyrir suma listamennina að koma tónlistinni sinni í auglýsingar um öll Bandaríkin." Lanette hóf feril sinn í afþreyingariðnaðinum sem móttökudama hjá Propaganda, fyrrum fyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar í Los Angeles. Eftir það skildu leiðir en í byrjun áratugarins var hún aftur ráðin til Sigurjóns, þá sem yfirmaður myndbandaframleiðslu Palomar Pictures. Á afrekaskrá hennar þar voru myndbönd fyrir ekki ómerkari listamenn en Red Hot Chili Peppers, Michael Jackson, Moby og Foo Fighters. Einnig hefur hún á ferli sínum framleitt myndbönd fyrir U2, Britney Spears, Eminem, Beyonce og Elton John. Nýlega stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki og fyrsta verkefni þess verður framleiðsla á nýju myndbandi fyrir rapparann 50 Cent. Gengu samningarnir í gegn á meðan Lanette var stödd hér á landi. Hún segir að margt hafi heillað sig hérlendis, bæði umhverfið, Bláa lónið, og svo auðvitað Airwaves-hátíðin. „Landið er ótrúlegt, hátíðin var æðisleg og tónlistarmennirnir algjörlega frábærir. Það sem ég heillaðist af var hversu samrýndir menn voru og studdu hver annan og hve allir voru vingjarnlegir. Þið ættuð að vera mjög stolt því tónlistarsenan þarna er ótrúleg. Það er líka merkilegt hvernig allir þekkja alla og spila í hljómsveitum hverjir hjá öðrum," segir hún. Bætir hún því við að sérlega eftirminnilegt hafi verið þegar Páll Óskar steig á svið með Hjaltalín og söng Þú komst við hjartað í mér. Spurð hvort Palli gæti orðið stjarna í Bandaríkjunum segir hún það vel mögulegt, enda hafi hann mikla útgeislun rétt eins og George Michael og Robbie Williams sem báðir hafi náð langt vestan hafs. freyr@frettabladid.is Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Miklar líkur eru á því að lög með íslenskum hljómsveitum verði notuð í bandarískum auglýsingum í náinni framtíð. Þetta segir hin bandaríska Lanette Phillips, einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, sem nýverið sat ráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík. Einnig sótti hún Iceland Airwaves-hátíðina og heillaðist þar af fjölda hljómsveita. Lanette Phillips hefur getið sér gott orð við framleiðslu tónlistarmyndbanda. Hún sótti ráðstefnuna You Are In Control og Airwaves-hátíðina í Reykjavík í síðustu viku. Phillips hreifst svo mjög af Íslandi að hún sendi fjöldapóst á hóp háttsettra vina sinna í tónlistar- og kvikmyndabransanum þar sem hún mærði land og þjóð en þó sérstaklega íslenska flytjendur á borð við Hjaltalín, Lay Low, Borko, Seabear og Dikta. Fylgdu myspace-síður þeirra og fleiri hljómsveita með til frekari glöggvunar. „Maðurinn minn er með fyrirtæki sem aðstoðar tónlistarmenn og hljómsveitir við að komast inn í bandarískar auglýsingar. Ég sendi póstinn á allar stofurnar sem hann rekur og hef þegar fengið viðbrögð frá fólki sem líkaði böndin vel," segir Lanette. „Það gæti komið sér vel fyrir suma listamennina að koma tónlistinni sinni í auglýsingar um öll Bandaríkin." Lanette hóf feril sinn í afþreyingariðnaðinum sem móttökudama hjá Propaganda, fyrrum fyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar í Los Angeles. Eftir það skildu leiðir en í byrjun áratugarins var hún aftur ráðin til Sigurjóns, þá sem yfirmaður myndbandaframleiðslu Palomar Pictures. Á afrekaskrá hennar þar voru myndbönd fyrir ekki ómerkari listamenn en Red Hot Chili Peppers, Michael Jackson, Moby og Foo Fighters. Einnig hefur hún á ferli sínum framleitt myndbönd fyrir U2, Britney Spears, Eminem, Beyonce og Elton John. Nýlega stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki og fyrsta verkefni þess verður framleiðsla á nýju myndbandi fyrir rapparann 50 Cent. Gengu samningarnir í gegn á meðan Lanette var stödd hér á landi. Hún segir að margt hafi heillað sig hérlendis, bæði umhverfið, Bláa lónið, og svo auðvitað Airwaves-hátíðin. „Landið er ótrúlegt, hátíðin var æðisleg og tónlistarmennirnir algjörlega frábærir. Það sem ég heillaðist af var hversu samrýndir menn voru og studdu hver annan og hve allir voru vingjarnlegir. Þið ættuð að vera mjög stolt því tónlistarsenan þarna er ótrúleg. Það er líka merkilegt hvernig allir þekkja alla og spila í hljómsveitum hverjir hjá öðrum," segir hún. Bætir hún því við að sérlega eftirminnilegt hafi verið þegar Páll Óskar steig á svið með Hjaltalín og söng Þú komst við hjartað í mér. Spurð hvort Palli gæti orðið stjarna í Bandaríkjunum segir hún það vel mögulegt, enda hafi hann mikla útgeislun rétt eins og George Michael og Robbie Williams sem báðir hafi náð langt vestan hafs. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“