100 myndir frá 27 löndum 24. september 2008 07:00 Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, ásamt fjölmiðlafulltrúanum Ásgeiri H. Ingólfssyni í upplýsingamiðstöðinni í Iðu. MYND/ANTON Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst annað kvöld með sýningu norsku opnunarmyndarinnar O"Horten í Regnboganum. Þetta verður í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og geta gestir nú valið úr um hundrað myndum, þar af 74 í fullri lengd, frá 27 löndum. Hátíðin fer fram í Regnboganum, Iðnó og Norræna húsinu. Myndunum er skipt niður í átta flokka, þar á meðal Vitranir þar sem fjórtán ungir og efnilegir leikstjórar keppa um aðalverðlaunin, Gyllta lundann. Hátt í þrjú hundruð manns koma hingað til lands í tengslum við hátíðina, þar af fagfólk úr kvikmyndabransanum og blaðamenn frá tímaritunum Variety, Hollywood Reporter og Screen. Tveir nýir flokkarTveir nýir flokkar verða á hátíðinni, Nýr heimur og Hljóð í mynd. Í þeim fyrrnefnda verða sýndar sjö myndir þar sem lögð er áhersla á umhverfismál af ýmsu tagi. „Við reynum að fjalla um það sem máli skiptir í samfélaginu og með þessum flokki viljum við koma upplýsingum á framfæri til fólks," segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar. Í tengslum við flokkinn verður haldið málþing um veggjakrot þar sem Jakob Frímann Magnússon heldur erindi. Í flokknum Hljóð í mynd verður samspili kvikmynda og tónlistar gerð sérstök skil. „Ísland er þekkt sem tónlistarland og það hefur verið mikil gerjun í heimildarmyndagerð um tónlist þannig að við ákváðum að bæta þessum flokki við," segir Hrönn. Haldin verður ráðstefna um kvikmyndatónlist í tengslum við hátíðina og hafa fjölmargir boðað komu sína á hana. Grískur heiðursgesturHeiðursgestur hátíðarinnar í ár er hinn grískættaði Costa-Gavras, einn pólitískasti leikstjóri samtímans, sem fékk Óskarinn árið 1983 fyrir handrit sitt að myndinni Missing. Íranska leikkonan Shirin Neshat verður verðlaunuð fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn og verða verk hennar bæði sýnd á hátíðinni og í Listasafni Íslands. Einnig verða haldnir ýmsir sérviðburðir, þar á meðal sýndar heimildarmyndir fyrir börn og unglinga ásamt miðnæturbíói og bílabíói, auk þess sem Páll Óskar býður fólki á Kung-Fu kvöld. Friðrik Þór Friðriksson mun jafnframt sýna brot úr væntanlegri heimildarmynd sinni, Sólskinsdrengur, sem fjallar um leit móður einhverfs drengs að úrræðum fyrir son sinn. Miðasala í fullum gangiMiðasala á hátíðina, sem stendur yfir til 5. október, fer fram á midi.is og riff.is. Einnig verður hægt að nálgast miða í upplýsingamiðstöðvum í Iðu við Lækjargötu og á sjálfboðaliðamiðstöð á Laugavegi 35. Yfir tuttugu þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra og er búist við álíka miklum fjölda í ár. freyr@frettabladid.is Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst annað kvöld með sýningu norsku opnunarmyndarinnar O"Horten í Regnboganum. Þetta verður í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og geta gestir nú valið úr um hundrað myndum, þar af 74 í fullri lengd, frá 27 löndum. Hátíðin fer fram í Regnboganum, Iðnó og Norræna húsinu. Myndunum er skipt niður í átta flokka, þar á meðal Vitranir þar sem fjórtán ungir og efnilegir leikstjórar keppa um aðalverðlaunin, Gyllta lundann. Hátt í þrjú hundruð manns koma hingað til lands í tengslum við hátíðina, þar af fagfólk úr kvikmyndabransanum og blaðamenn frá tímaritunum Variety, Hollywood Reporter og Screen. Tveir nýir flokkarTveir nýir flokkar verða á hátíðinni, Nýr heimur og Hljóð í mynd. Í þeim fyrrnefnda verða sýndar sjö myndir þar sem lögð er áhersla á umhverfismál af ýmsu tagi. „Við reynum að fjalla um það sem máli skiptir í samfélaginu og með þessum flokki viljum við koma upplýsingum á framfæri til fólks," segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar. Í tengslum við flokkinn verður haldið málþing um veggjakrot þar sem Jakob Frímann Magnússon heldur erindi. Í flokknum Hljóð í mynd verður samspili kvikmynda og tónlistar gerð sérstök skil. „Ísland er þekkt sem tónlistarland og það hefur verið mikil gerjun í heimildarmyndagerð um tónlist þannig að við ákváðum að bæta þessum flokki við," segir Hrönn. Haldin verður ráðstefna um kvikmyndatónlist í tengslum við hátíðina og hafa fjölmargir boðað komu sína á hana. Grískur heiðursgesturHeiðursgestur hátíðarinnar í ár er hinn grískættaði Costa-Gavras, einn pólitískasti leikstjóri samtímans, sem fékk Óskarinn árið 1983 fyrir handrit sitt að myndinni Missing. Íranska leikkonan Shirin Neshat verður verðlaunuð fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn og verða verk hennar bæði sýnd á hátíðinni og í Listasafni Íslands. Einnig verða haldnir ýmsir sérviðburðir, þar á meðal sýndar heimildarmyndir fyrir börn og unglinga ásamt miðnæturbíói og bílabíói, auk þess sem Páll Óskar býður fólki á Kung-Fu kvöld. Friðrik Þór Friðriksson mun jafnframt sýna brot úr væntanlegri heimildarmynd sinni, Sólskinsdrengur, sem fjallar um leit móður einhverfs drengs að úrræðum fyrir son sinn. Miðasala í fullum gangiMiðasala á hátíðina, sem stendur yfir til 5. október, fer fram á midi.is og riff.is. Einnig verður hægt að nálgast miða í upplýsingamiðstöðvum í Iðu við Lækjargötu og á sjálfboðaliðamiðstöð á Laugavegi 35. Yfir tuttugu þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra og er búist við álíka miklum fjölda í ár. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira