Veisla hefst í Hallgrímskirkju 29. nóvember 2008 03:00 Kröftugt starf listvinafélags Hallgrímskirkju hefst á morgun með tónleikum Mótettukórsins sem nú fær til liðs við sig Drengjakór kirkjunnar.Mynd Fréttablaðið Á morgun hefst 27. starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju. Eins og undanfarin ár fer nýtt starfsár af stað með myndlistarsýningu og Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju. Sigurlaug Jóhannesdóttir sýnir verk tengd íslenskri náttúru undir yfirskriftinni Smáblóm, sýningin verður opnuð í lok hátíðarmessu klukkan 12 á morgun. Um kvöldið eru fyrstu Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju og Drengjakórs Reykjavíkur þar sem fluttar verða margar aðventu- og jólaperlur, en þetta er í fyrsta sinn sem þessir kórar leggja saman krafta sína á jólatónleikum, en tónleikarnir verða endurteknir tvívegis, á miðvikudag og næsta sunnudag. Dagskrá félagsins er eins og áður mjög metnaðarfull. Tónlist, myndlist, leiklist og ritlist mynda samfellda dagskrá, sem nær fram að aðventu 2009. Af fjölda dagskráratriða má nefna þrjár óratóríur, Messías eftir Handel, Hallgrímspassíu eftir Sigurð Sævarsson og frumflutning á óratóríunni Cecilía eftir Áskel Másson, Jólatónlistarhátíð í desember, fimm Sigurbjörnsvökur og minningardagskrá um Sigurbjörn Einarsson á föstu, frumflutning fimm kóra á 50 lögum við Passíusálmana eftir Jón Ásgeirsson á föstudaginn langa, Alþjóðlegt orgelsumar og þrjár myndistarsýningar. Listvinafélagið hefur fengið fjölda listafólks til liðs við sig, bæði innlent og erlent. Það kann einhverjum að þykja að það skjóti skökku við í því efnahagslega árferði sem nú er að bjóða upp á svo metnaðarfulla dagskrá segja þau hjá Listvinafélaginu en undirbúningur fyrir þessa viðamiklu dagskrá sem miðast við kirkjuárið stendur alla jafna frá vori til byrjunar vetrar. Þar er sú skoðun ofan á, að oft sé þörf en nú nauðsyn, að halda uppi öflugu félags-, menningar-, og listastarfi. Með samstilltu átaki og miklu sjálfboðaliðastarfi vill Listvinafélagið leggja sitt af mörkum til þess. pbb@frettabladid.is Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Á morgun hefst 27. starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju. Eins og undanfarin ár fer nýtt starfsár af stað með myndlistarsýningu og Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju. Sigurlaug Jóhannesdóttir sýnir verk tengd íslenskri náttúru undir yfirskriftinni Smáblóm, sýningin verður opnuð í lok hátíðarmessu klukkan 12 á morgun. Um kvöldið eru fyrstu Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju og Drengjakórs Reykjavíkur þar sem fluttar verða margar aðventu- og jólaperlur, en þetta er í fyrsta sinn sem þessir kórar leggja saman krafta sína á jólatónleikum, en tónleikarnir verða endurteknir tvívegis, á miðvikudag og næsta sunnudag. Dagskrá félagsins er eins og áður mjög metnaðarfull. Tónlist, myndlist, leiklist og ritlist mynda samfellda dagskrá, sem nær fram að aðventu 2009. Af fjölda dagskráratriða má nefna þrjár óratóríur, Messías eftir Handel, Hallgrímspassíu eftir Sigurð Sævarsson og frumflutning á óratóríunni Cecilía eftir Áskel Másson, Jólatónlistarhátíð í desember, fimm Sigurbjörnsvökur og minningardagskrá um Sigurbjörn Einarsson á föstu, frumflutning fimm kóra á 50 lögum við Passíusálmana eftir Jón Ásgeirsson á föstudaginn langa, Alþjóðlegt orgelsumar og þrjár myndistarsýningar. Listvinafélagið hefur fengið fjölda listafólks til liðs við sig, bæði innlent og erlent. Það kann einhverjum að þykja að það skjóti skökku við í því efnahagslega árferði sem nú er að bjóða upp á svo metnaðarfulla dagskrá segja þau hjá Listvinafélaginu en undirbúningur fyrir þessa viðamiklu dagskrá sem miðast við kirkjuárið stendur alla jafna frá vori til byrjunar vetrar. Þar er sú skoðun ofan á, að oft sé þörf en nú nauðsyn, að halda uppi öflugu félags-, menningar-, og listastarfi. Með samstilltu átaki og miklu sjálfboðaliðastarfi vill Listvinafélagið leggja sitt af mörkum til þess. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira