Liðskönnun landans Hallgrímur Helgason skrifar 24. maí 2008 06:00 Úrslitaleikur meistaradeildarinnar í knattspyrnu var stór skemmtun. Manchester United fáninn blakti á þaki frystihússins í Hrísey fram að leik og starfsmenn þess höfðu fyllt neðri hæðina á veitingahúsinu Brekku þegar Hörður Magnússon, yfirlýsari Íslands, hrópaði alla leið frá Moskvu að leikurinn væri hafinn. Knattspyrna er falleg íþrótt sem sameinar alla heimsins landa, og sundrar: Í Brekku sátu United-menn á einu borði en Arsenal-menn á öðru. Þeir fyrrnefndu hlógu, pöntuðu bjór og höfðu hátt, hinir síðarnefndu þögðu og átu pizzu. Chelsea-drengur fannst ekki í eyjunni þennan daginn en stríðnispúkinn í hópnum, Púlarinn, fór á milli borða og tók púlsinn á hörðustu Man Jú mönnum þegar Ronaldo klikkaði á vítinu. „Nauj! Það slær eins og sláttuvél, drengur!" Eitt sinn skiptust Íslendingar í Sturlunga og rest. Þá komu heimastjórnarmenn og valtýingar. Síðar voru menn annaðhvort kapítalistar eða kommúnistar. Nú er öldin léttari. Nú skiptast landsmenn í United, Arsenal, Liverpool og Chelsea.Man. Utd og ArsenalMan Jú á flesta að. United-maðurinn er meirihlutamaður í eðli sínu. Hann vill tilheyra þeim sem gengur vel. Liðið er kraftmikið, alþýðlegt, sigrandi. Væri Man. Utd tónlist væri það U2. Fylgjendur þess fylgja fjöldanum, þrá öryggi í óvissu leiksins, taka minnsta sénsinn. Þið þekkið þessa menn. Í hverju plássi er það aðeins of feiti náunginn sem rekur bensínstöðina, á sjoppuna og flottasta bílinn. Er örlítið óheppinn í einkamálum en finnur hamingjuna flæða þegar Tevez kemst inn í teig. Á sjónum er það skipstjórinn sem ber ekki virðingu fyrir neinum nema hafinu og Alex Ferguson. „Sjáið hann! Sextíu og sex ára gamall!" hrópaði Höddi Magg hvað eftir annað í Moskvuvímu sinni, þegar rauðþrútið andlit framkvæmdastjórans kom í mynd. Fyrir helmingi Íslendinga er Ferguson maðurinn og Manchester liðið. Sjálfstæðisflokkur fótboltans.Arsenal-aðdáendur eru aðeins annar þjóðflokkur. Hér er að finna gáfumenn sem huga að fagurfræði leiksins. Liðið spilar fínlegan bolta og bætir upp skortinn á baráttuanda með því að röfla í dómaranum, sem yfirleitt er á bandi meirihlutans (United). Þjálfarinn er franskur og liðið fjölmenningarlegt. Væri Arsenal tónlist væri það heimstónlist.Gönnerar taka fegurð leiksins fram yfir völd og sigra. Þeir eru því ekki meirihlutamenn í eðli sínu. Þið kannist við klúbbinn: Eilítið fínlegir menn, oft með gleraugu, sem sitja ekki fremst á sportbarnum (United-félagið alltaf fyrst á staðinn) heldur standa þeir aðeins aftar og eru svosem ekki alveg á kafi í boltanum, eiga sér líka líf. Ef illa gengur er líka gott að hafa afsökun: Var búinn að lofa konunni að kíkja á blómasýninguna í Hveragerði, þarf að þjóta. Arsenal-menn eru sýnu mýkri en United-hópurinn. Samfylking fótboltans.Liverpool og ChelseaSvo eru það Púlararnir. Þetta er sauðtryggur mannskapur en samt eilítið á skjön við hina stóru tvo. Eilítið hógværari, eilítið færri og með aðeins meiri húmor fyrir sjálfum sér. Púlarinn er einfari í eðli sínu, rómantísk uppreisnarsál sem drekkir sigrum sínum jafnt sem sorgum; harmar og fagnar á sama hátt; með því að bresta grátandi í söng. Liverpool ER tónlist. "You‘ll Never Walk Alone." Það væri illa gert að skipa Púlurum í flokk Frjálslyndra. Eigum við ekki að kalla þá menn sem fara eigin leiðir, í stjórnmálum sem öðru.Chelsea er hinsvegar hreinræktuð Framsókn. Tækifærismenn og -konur. Því stuðningsmenn Chelsea voru fáir sem engir á Íslandi þar til Eiður Smári fór í bláa búninginn og rússagullið tók að streyma inn á Brúna. Þeir fáu sem voru bláir frá barnsbeini þurfa að taka það sérstaklega fram, því hinir eru allir nýkeyptir yfir eða gerðust blámenn í nafni lands og þjóðar, urðu svo hálfvolgir eftir að Eiður fór, en snarhitna aftur um leið og liðið kemst í úrslit. Væri Chelsea tónlist væri það Eurovision. Þú fílar lagið ef það vinnur.Þá eru bara eftir vinstri grænir stuðningsmenn Wigan, Leeds og Birmingham, West Ham og Newcastle; sannir minnihlutamenn sem fagna sínum titli á 67 ára fresti, í einrúmi með pulsu og kók á Bæjarins bestu. Sjálfur verð ég að teljast í þeim hópi. Þótt kominn sé af Arsenal-mönnum langt aftur í ættir gerðist ég snemma öðruvísi og tók prakkaralegu en afar skammsýnu ástfóstri við Derby County þegar þeir komu, sáu og sigruðu, upp úr annarri deild og beint á toppinn. En síðan eru liðin 36 ár. Og nú erum við vanari að falla en fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Úrslitaleikur meistaradeildarinnar í knattspyrnu var stór skemmtun. Manchester United fáninn blakti á þaki frystihússins í Hrísey fram að leik og starfsmenn þess höfðu fyllt neðri hæðina á veitingahúsinu Brekku þegar Hörður Magnússon, yfirlýsari Íslands, hrópaði alla leið frá Moskvu að leikurinn væri hafinn. Knattspyrna er falleg íþrótt sem sameinar alla heimsins landa, og sundrar: Í Brekku sátu United-menn á einu borði en Arsenal-menn á öðru. Þeir fyrrnefndu hlógu, pöntuðu bjór og höfðu hátt, hinir síðarnefndu þögðu og átu pizzu. Chelsea-drengur fannst ekki í eyjunni þennan daginn en stríðnispúkinn í hópnum, Púlarinn, fór á milli borða og tók púlsinn á hörðustu Man Jú mönnum þegar Ronaldo klikkaði á vítinu. „Nauj! Það slær eins og sláttuvél, drengur!" Eitt sinn skiptust Íslendingar í Sturlunga og rest. Þá komu heimastjórnarmenn og valtýingar. Síðar voru menn annaðhvort kapítalistar eða kommúnistar. Nú er öldin léttari. Nú skiptast landsmenn í United, Arsenal, Liverpool og Chelsea.Man. Utd og ArsenalMan Jú á flesta að. United-maðurinn er meirihlutamaður í eðli sínu. Hann vill tilheyra þeim sem gengur vel. Liðið er kraftmikið, alþýðlegt, sigrandi. Væri Man. Utd tónlist væri það U2. Fylgjendur þess fylgja fjöldanum, þrá öryggi í óvissu leiksins, taka minnsta sénsinn. Þið þekkið þessa menn. Í hverju plássi er það aðeins of feiti náunginn sem rekur bensínstöðina, á sjoppuna og flottasta bílinn. Er örlítið óheppinn í einkamálum en finnur hamingjuna flæða þegar Tevez kemst inn í teig. Á sjónum er það skipstjórinn sem ber ekki virðingu fyrir neinum nema hafinu og Alex Ferguson. „Sjáið hann! Sextíu og sex ára gamall!" hrópaði Höddi Magg hvað eftir annað í Moskvuvímu sinni, þegar rauðþrútið andlit framkvæmdastjórans kom í mynd. Fyrir helmingi Íslendinga er Ferguson maðurinn og Manchester liðið. Sjálfstæðisflokkur fótboltans.Arsenal-aðdáendur eru aðeins annar þjóðflokkur. Hér er að finna gáfumenn sem huga að fagurfræði leiksins. Liðið spilar fínlegan bolta og bætir upp skortinn á baráttuanda með því að röfla í dómaranum, sem yfirleitt er á bandi meirihlutans (United). Þjálfarinn er franskur og liðið fjölmenningarlegt. Væri Arsenal tónlist væri það heimstónlist.Gönnerar taka fegurð leiksins fram yfir völd og sigra. Þeir eru því ekki meirihlutamenn í eðli sínu. Þið kannist við klúbbinn: Eilítið fínlegir menn, oft með gleraugu, sem sitja ekki fremst á sportbarnum (United-félagið alltaf fyrst á staðinn) heldur standa þeir aðeins aftar og eru svosem ekki alveg á kafi í boltanum, eiga sér líka líf. Ef illa gengur er líka gott að hafa afsökun: Var búinn að lofa konunni að kíkja á blómasýninguna í Hveragerði, þarf að þjóta. Arsenal-menn eru sýnu mýkri en United-hópurinn. Samfylking fótboltans.Liverpool og ChelseaSvo eru það Púlararnir. Þetta er sauðtryggur mannskapur en samt eilítið á skjön við hina stóru tvo. Eilítið hógværari, eilítið færri og með aðeins meiri húmor fyrir sjálfum sér. Púlarinn er einfari í eðli sínu, rómantísk uppreisnarsál sem drekkir sigrum sínum jafnt sem sorgum; harmar og fagnar á sama hátt; með því að bresta grátandi í söng. Liverpool ER tónlist. "You‘ll Never Walk Alone." Það væri illa gert að skipa Púlurum í flokk Frjálslyndra. Eigum við ekki að kalla þá menn sem fara eigin leiðir, í stjórnmálum sem öðru.Chelsea er hinsvegar hreinræktuð Framsókn. Tækifærismenn og -konur. Því stuðningsmenn Chelsea voru fáir sem engir á Íslandi þar til Eiður Smári fór í bláa búninginn og rússagullið tók að streyma inn á Brúna. Þeir fáu sem voru bláir frá barnsbeini þurfa að taka það sérstaklega fram, því hinir eru allir nýkeyptir yfir eða gerðust blámenn í nafni lands og þjóðar, urðu svo hálfvolgir eftir að Eiður fór, en snarhitna aftur um leið og liðið kemst í úrslit. Væri Chelsea tónlist væri það Eurovision. Þú fílar lagið ef það vinnur.Þá eru bara eftir vinstri grænir stuðningsmenn Wigan, Leeds og Birmingham, West Ham og Newcastle; sannir minnihlutamenn sem fagna sínum titli á 67 ára fresti, í einrúmi með pulsu og kók á Bæjarins bestu. Sjálfur verð ég að teljast í þeim hópi. Þótt kominn sé af Arsenal-mönnum langt aftur í ættir gerðist ég snemma öðruvísi og tók prakkaralegu en afar skammsýnu ástfóstri við Derby County þegar þeir komu, sáu og sigruðu, upp úr annarri deild og beint á toppinn. En síðan eru liðin 36 ár. Og nú erum við vanari að falla en fagna.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun