Saga eftir Palahniuk í bíó 23. október 2008 08:00 Auglýsingaplakat fyrir þekktustu mynd sem gerð hefur verið eftir sögu Chucks Palahniuk. Þær fregnir bárust nýverið frá draumaverksmiðjunni í Hollywood að til stæði að kvikmynda enn eina af sögum rithöfundarins Chuck Palahniuk, en hann er þekktastur á meðal kvikmynda-áhugafólks fyrir að hafa skrifað söguna sem kvikmyndin Fight Club var gerð eftir. Myndin sú hefur allt frá frumsýningu notið gríðarlegra vinsælda og virðingar og hefur meðal annars reglulega birst á listum kvikmyndaaðdáenda um heim allan yfir bestu myndir allra tíma. Nú stendur til að kvikmynda söguna Haunted sem kom út árið 2005, en í henni segir frá hópi rithöfunda sem sækjast eftir að komast að í afskekktu listamanaathvarfi til þess að leggja stund á skriftir. Þegar þeir koma á staðinn renna á þá tvær grímur, enda kemur í ljós að þeir eru, gegn vilja sínum, orðnir þátttakendur í raunveruleikasjónvarpsþætti sem reynir svo um munar á þolrif þeirra. Stjórnendur þáttarins skrúfa fyrir hita, vatn og rafmagn og rithöfundarnir verða sífellt skapstirðari. Eins og Palahniuks er von og vísa endar ævintýrið svo á óvæntan hátt, en nánari upplýsingar um endinn liggja þó hvergi á lausu. Nokkuð er í að tökur á Haunted hefjist, en þeir sem eiga bágt með að bíða eftir næstu Palahniuk-kvikmynd þurfa þó ekki að örvænta þar sem kvikmynd byggð á sögunni Choke er væntanleg í kvikmyndahús síðar í vetur. Einnig er verið að vinna að kvikmyndagerðum af sögunum Invisible Monsters og Survivor. - vþ Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þær fregnir bárust nýverið frá draumaverksmiðjunni í Hollywood að til stæði að kvikmynda enn eina af sögum rithöfundarins Chuck Palahniuk, en hann er þekktastur á meðal kvikmynda-áhugafólks fyrir að hafa skrifað söguna sem kvikmyndin Fight Club var gerð eftir. Myndin sú hefur allt frá frumsýningu notið gríðarlegra vinsælda og virðingar og hefur meðal annars reglulega birst á listum kvikmyndaaðdáenda um heim allan yfir bestu myndir allra tíma. Nú stendur til að kvikmynda söguna Haunted sem kom út árið 2005, en í henni segir frá hópi rithöfunda sem sækjast eftir að komast að í afskekktu listamanaathvarfi til þess að leggja stund á skriftir. Þegar þeir koma á staðinn renna á þá tvær grímur, enda kemur í ljós að þeir eru, gegn vilja sínum, orðnir þátttakendur í raunveruleikasjónvarpsþætti sem reynir svo um munar á þolrif þeirra. Stjórnendur þáttarins skrúfa fyrir hita, vatn og rafmagn og rithöfundarnir verða sífellt skapstirðari. Eins og Palahniuks er von og vísa endar ævintýrið svo á óvæntan hátt, en nánari upplýsingar um endinn liggja þó hvergi á lausu. Nokkuð er í að tökur á Haunted hefjist, en þeir sem eiga bágt með að bíða eftir næstu Palahniuk-kvikmynd þurfa þó ekki að örvænta þar sem kvikmynd byggð á sögunni Choke er væntanleg í kvikmyndahús síðar í vetur. Einnig er verið að vinna að kvikmyndagerðum af sögunum Invisible Monsters og Survivor. - vþ
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein