Timburmenn mótmælanna Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 25. apríl 2008 06:00 Ég hef aðeins einu sinni á ævinni átt frumkvæði að mótmælaaðgerðum. Ætli ég hafi ekki verið svona þrettán ára, alla vega nógu gömul til að finnast á mér brotið og of ung til að hugsa dæmið til enda. Eins og í svo mörgum stríðum sem háð hafa verið snerist baráttan um mat. Við bekkjarsysturnar vorum aðeins of lengi að klæða okkur eftir sundtíma og þegar við loksins höfðum okkur í mötuneyti skólans í hádegismat var allur maturinn búinn. Okkur var gróflega misboðið. Svangt fólk hugsar ekki rökrétt og í stað þess að kvarta við skólastjórnendur skrifuðum við harðort nafnlaust kvörtunarbréf til kvennanna indælu sem störfuðu í mötuneytinu. Þar kvörtuðum við ekki aðeins undan því að fá ekki að borða heldur notuðum tækifærið og lýstum frati á flesta þá rétti sem okkur hafði verið boðið upp á þann veturinn. Það var ég sem skrifaði bréfið og þótt ég muni alls ekki hvað stóð í því veit ég að lýsingarorðin voru ekki spöruð. Gott ef klausan "viðurstyggilegt óæti sem bragðast eins og æla" var ekki fest á blað. Þegar hungrið hafði verið satt og baráttuandinn var runninn af okkur dauðskammaðist ég mín. Undir bréfið höfðum við ritað "Matarmafían" en einhvern veginn tókst strax að rekja skrifin til mín. Þvílíkur bömmer. Þetta hafði allt virst svo skynsamlegt í hita leiksins en daginn eftir langaði mig að grenja. Mig grunar að einmitt þannig hafi einhverjum liðið í gær, að morgni sumardagsins fyrsta. Miðað við þá timburmenn sem fylgdu matarmafíubréfinu hljóta timburmenn mótmælanna við Suðurlandsveg á miðvikudag að vera skelfilegir. Kauðinn sem kastaði steini í lögregluna nagar sig eflaust í handarbökin og lögregluþjónninn sem hrópaði gas, gas! að því er virtist viti sínu fjær, hlýtur að hafa vaknað með dúndrandi höfuðverk. Svo er það bannsett tæknin. Það er eitt að missa stjórn á sér í mótmælum, fyllast eftirsjá og reyna að gleyma því en að missa stjórn á sér, sjá eftir því og vera sífellt minntur á það með endursýningum í sjónvarpi, misgáfulegum bloggskrifum og upptökum á Youtube. Ég þakka Guði fyrir að orðið veraldarvefur var varla komið í íslenska orðabók þegar ég stofnaði matarmafíuna. Þótt syndir fortíðar vilji gjarnan læðast aftan að manni er ég nokkuð viss um að bannsett kvörtunarbréfið með öllum sínum fúkyrðum mun aldrei rata á netið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Ég hef aðeins einu sinni á ævinni átt frumkvæði að mótmælaaðgerðum. Ætli ég hafi ekki verið svona þrettán ára, alla vega nógu gömul til að finnast á mér brotið og of ung til að hugsa dæmið til enda. Eins og í svo mörgum stríðum sem háð hafa verið snerist baráttan um mat. Við bekkjarsysturnar vorum aðeins of lengi að klæða okkur eftir sundtíma og þegar við loksins höfðum okkur í mötuneyti skólans í hádegismat var allur maturinn búinn. Okkur var gróflega misboðið. Svangt fólk hugsar ekki rökrétt og í stað þess að kvarta við skólastjórnendur skrifuðum við harðort nafnlaust kvörtunarbréf til kvennanna indælu sem störfuðu í mötuneytinu. Þar kvörtuðum við ekki aðeins undan því að fá ekki að borða heldur notuðum tækifærið og lýstum frati á flesta þá rétti sem okkur hafði verið boðið upp á þann veturinn. Það var ég sem skrifaði bréfið og þótt ég muni alls ekki hvað stóð í því veit ég að lýsingarorðin voru ekki spöruð. Gott ef klausan "viðurstyggilegt óæti sem bragðast eins og æla" var ekki fest á blað. Þegar hungrið hafði verið satt og baráttuandinn var runninn af okkur dauðskammaðist ég mín. Undir bréfið höfðum við ritað "Matarmafían" en einhvern veginn tókst strax að rekja skrifin til mín. Þvílíkur bömmer. Þetta hafði allt virst svo skynsamlegt í hita leiksins en daginn eftir langaði mig að grenja. Mig grunar að einmitt þannig hafi einhverjum liðið í gær, að morgni sumardagsins fyrsta. Miðað við þá timburmenn sem fylgdu matarmafíubréfinu hljóta timburmenn mótmælanna við Suðurlandsveg á miðvikudag að vera skelfilegir. Kauðinn sem kastaði steini í lögregluna nagar sig eflaust í handarbökin og lögregluþjónninn sem hrópaði gas, gas! að því er virtist viti sínu fjær, hlýtur að hafa vaknað með dúndrandi höfuðverk. Svo er það bannsett tæknin. Það er eitt að missa stjórn á sér í mótmælum, fyllast eftirsjá og reyna að gleyma því en að missa stjórn á sér, sjá eftir því og vera sífellt minntur á það með endursýningum í sjónvarpi, misgáfulegum bloggskrifum og upptökum á Youtube. Ég þakka Guði fyrir að orðið veraldarvefur var varla komið í íslenska orðabók þegar ég stofnaði matarmafíuna. Þótt syndir fortíðar vilji gjarnan læðast aftan að manni er ég nokkuð viss um að bannsett kvörtunarbréfið með öllum sínum fúkyrðum mun aldrei rata á netið.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun