Litlir kassar orðnir tómir kassar 7. nóvember 2008 08:00 Í suðurgötukirkjugarði 1974 Þokkabót tók oft æfingar í garðinum á þessum árum og þá varð til orðið „Bongóblíða“. Frá vinstri: Magnús Einarsson, Halldór Gunnarsson, Ingólfur Steinsson og Gylfi Gunnarsson. Kreppan hefur ýmsar aukaverkanir. Ein þeirra er að hljómsveitin Þokkabót hefur búið til nýjan texta við vinsælasta lag sitt, „Litlir kassar". Núna heitir það „Tómir kassar" og er á leið í spilun. „Ég sá á netinu að áttundi áratugurinn væri að koma aftur. Að hér yrði óðaverðbólga, við í stríði við Breta og Abba og Villi Vill vinsælasta poppið. Þá hugsaði ég með mér að kannski yrði Þokkabót bara vinsæl aftur, enda var þetta okkar tímabili. Þá fór ég að hugsa um alla þessa tómu kassa í tómum bönkum fullum af dingaling," segir Ingólfur Steinsson, einn Þokkabótar-manna. Hljómsveitin gerði fjórar plötur á áttunda áratugnum, þar á meðal Fráfærur, sem jafnan er talið meistaraverk bandsins. Mest spilaða lagið með bandinu er þó „Litlir kassar", íslensk útgáfa af vinsælum slagara Petes Seeger. „Diskóið fór langt með að drepa bandið á sínum tíma, en pönkið gekk endanlega frá því," segir Ingólfur. „Okkar vinstri sinnaða þjóðlaga-progg varð alveg úr takti við stemninguna í pönkinu. Núna hafa tímarnir hins vegar breyst í einu vetfangi og það er komin stemning sem passar okkur vel. Ég meina, við áttum meira að segja nokkur lög á safnplötunni „Í kreppu" á sínum tíma." Eins og margir horfði Ingólfur upp á góðærið í forundran. „Maður botnaði ekkert í því hvað sumir voru rosalega sniðugir og ríkir og alltaf að græða og græða. Það þótti ekkert sniðugt að gagnrýna þetta. Nú er hins vegar sannleikurinn að koma í ljós og þá getur maður komið og sagt: Við höfðum rétt fyrir okkur! Svona svipað og Hannes Hólmsteinn gat gert þegar kommúnisminn féll." Þokkabót hefur komið fram annað slagið undanfarin ár, en um eiginlegt „kombakk" hefur ekki verið að ræða. Ingólfur útilokar þó ekkert í því sambandi: „Kannski verðum við bara að byrja aftur á fullu til þess einfaldlega að eiga fyrir salti í grautinn og komast einstaka sinnum út í búð!" Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Kreppan hefur ýmsar aukaverkanir. Ein þeirra er að hljómsveitin Þokkabót hefur búið til nýjan texta við vinsælasta lag sitt, „Litlir kassar". Núna heitir það „Tómir kassar" og er á leið í spilun. „Ég sá á netinu að áttundi áratugurinn væri að koma aftur. Að hér yrði óðaverðbólga, við í stríði við Breta og Abba og Villi Vill vinsælasta poppið. Þá hugsaði ég með mér að kannski yrði Þokkabót bara vinsæl aftur, enda var þetta okkar tímabili. Þá fór ég að hugsa um alla þessa tómu kassa í tómum bönkum fullum af dingaling," segir Ingólfur Steinsson, einn Þokkabótar-manna. Hljómsveitin gerði fjórar plötur á áttunda áratugnum, þar á meðal Fráfærur, sem jafnan er talið meistaraverk bandsins. Mest spilaða lagið með bandinu er þó „Litlir kassar", íslensk útgáfa af vinsælum slagara Petes Seeger. „Diskóið fór langt með að drepa bandið á sínum tíma, en pönkið gekk endanlega frá því," segir Ingólfur. „Okkar vinstri sinnaða þjóðlaga-progg varð alveg úr takti við stemninguna í pönkinu. Núna hafa tímarnir hins vegar breyst í einu vetfangi og það er komin stemning sem passar okkur vel. Ég meina, við áttum meira að segja nokkur lög á safnplötunni „Í kreppu" á sínum tíma." Eins og margir horfði Ingólfur upp á góðærið í forundran. „Maður botnaði ekkert í því hvað sumir voru rosalega sniðugir og ríkir og alltaf að græða og græða. Það þótti ekkert sniðugt að gagnrýna þetta. Nú er hins vegar sannleikurinn að koma í ljós og þá getur maður komið og sagt: Við höfðum rétt fyrir okkur! Svona svipað og Hannes Hólmsteinn gat gert þegar kommúnisminn féll." Þokkabót hefur komið fram annað slagið undanfarin ár, en um eiginlegt „kombakk" hefur ekki verið að ræða. Ingólfur útilokar þó ekkert í því sambandi: „Kannski verðum við bara að byrja aftur á fullu til þess einfaldlega að eiga fyrir salti í grautinn og komast einstaka sinnum út í búð!"
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“