Erlent

Sýrlendingar styðja Rússa í Georgíu

Óli Tynes skrifar
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.

Forseti Sýrlands sagðist styðja hernaðaraðgerðir Rússa gegn Georgíu, á fundi með fréttamönnum í dag.

Bashar al-Assad er í vopnakaupaleiðangri í Rússlandi og átti meðal annars fund með Dmitry Medvedev, forseta Rússlands.

Að honum loknum sagði Assad á fundi með fréttamönnum; "Ég vil lýsa stuðningi við afstöðu Rússlands í Abkasíu og Suður-Ossetíu. Ég er andvígur því að sverta málstað Rússa."

Sýrlendingar vilja kaupa bæði loftvarnaeldflaugar og herþotur af Rússum. Aðeins eitt annað ríki hefur lýst stuðningi við aðgerðir Rússa, það er Hvíta Rússland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×