Ragnhildur Steinunn til Egyptalands 21. nóvember 2008 06:15 Sjónvarpskonan knáa er á leiðinni til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til að kynna myndina Astrópíu. „Ég hlakka mikið til. Ef maður fær frítíma reynir maður að skoða píramídana en það verður bara að koma í ljós," segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem er á leiðinni á kvikmyndahátíð í Egyptalandi til að kynna myndina Astrópíu. Flýgur hún í dag til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hátíðin fer fram og dvelur þar í fimm daga. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ragnhildur kynnir Astrópíu á erlendri grundu en myndin var sýnd hér heima í fyrra við miklar vinsældir. „Þeir eru búnir að fara út og suður með myndina. Leikstjórinn var síðast í Texas og ég ætlaði að koma með en komst ekki vegna þess að tökur á þættinum mínum voru á sama tíma," segir hún og á þar við sjónvarpsþáttinn Gott kvöld. „Það hitti þannig á að ég var að klára tökur í gær (miðvikudag) og átti nokkra daga eftir af sumarfríinu sem ég gat nýtt." Ragnhildur hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við undirbúning ferðarinnar. Síðast í gær sótti hún nýjan og stórglæsilegan kjól sem fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir saumaði á hana, sem hún mun klæðast í Kaíró. „Maður verður að vera í einhverju íslensku, það þýðir ekkert annað." Þátturinn Gott kvöld verður sýndur fram að jólum en hættir þá göngu sinni. Ragnhildur segir óvíst hvað taki þá við hjá sér. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en alveg ógeðslega mikil vinna. Þetta var eins og að vera búin í stóru prófi þegar við kláruðum," segir Ragnhildur áður hún heldur á vit ævintýranna. - fb Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Ég hlakka mikið til. Ef maður fær frítíma reynir maður að skoða píramídana en það verður bara að koma í ljós," segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem er á leiðinni á kvikmyndahátíð í Egyptalandi til að kynna myndina Astrópíu. Flýgur hún í dag til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hátíðin fer fram og dvelur þar í fimm daga. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ragnhildur kynnir Astrópíu á erlendri grundu en myndin var sýnd hér heima í fyrra við miklar vinsældir. „Þeir eru búnir að fara út og suður með myndina. Leikstjórinn var síðast í Texas og ég ætlaði að koma með en komst ekki vegna þess að tökur á þættinum mínum voru á sama tíma," segir hún og á þar við sjónvarpsþáttinn Gott kvöld. „Það hitti þannig á að ég var að klára tökur í gær (miðvikudag) og átti nokkra daga eftir af sumarfríinu sem ég gat nýtt." Ragnhildur hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við undirbúning ferðarinnar. Síðast í gær sótti hún nýjan og stórglæsilegan kjól sem fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir saumaði á hana, sem hún mun klæðast í Kaíró. „Maður verður að vera í einhverju íslensku, það þýðir ekkert annað." Þátturinn Gott kvöld verður sýndur fram að jólum en hættir þá göngu sinni. Ragnhildur segir óvíst hvað taki þá við hjá sér. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en alveg ógeðslega mikil vinna. Þetta var eins og að vera búin í stóru prófi þegar við kláruðum," segir Ragnhildur áður hún heldur á vit ævintýranna. - fb
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein