Rallmeistarinn snöggur í Formúlu 1 18. nóvember 2008 09:22 Sebastian Loeb setur á sig hjálminn á Barcelona brautinni þar sem hann er við æfingar með Formúlu 1 liði Red Bull. Mynd: Getty Images Frakkinn Sebastian Loeb, sem er fimmfaldur heimsmeistari í rallakstri æfir á Formúlu 1 bíl í Barcelona í dag og hann ók einnig í gær. Hann náði mjög frambærilegum tíma á Red Bill í samkeppni við reynda kappaksturskappa. Loeb tryggði sér nýverið meistaratitilinn í fimmta sinn, en hann ekur með Citroen. Lið hans er styrkt af Red Bull og sem verðlaun fyrir titilinn fékk hann prufu með Red Bull. Hann ók líka á Silverstone í síðustu, en var þá einn síns liðs. Núna fær hann samanburð við reynslubolta í kappakstri. "Það sem er erfiðast að venjast er að það er bara drif að aftan, ekki fjórhjóladrif eins og í rallbílnum mínum. Svo er stórt mál að skilja hvað bremsurnar eru öflugar í Formúlu 1 bíl, að meta hraðann og hvenær á að stoppa", sagði Loeb um akstur Formúlu 1 bíls. Loeb náði áttunda besta tíma í gær, en sautján ökumenn æfðu af kappi á Barcleona brautinni. "Ég held ég sé of gamall til að fá sæti í Formúlu 1 og keppi í rallakstri á næsta ári. En ég gæti vel hugsað mér brautar kappakstur þegar rall ferli mínum líkur", sagði Loeb. Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Frakkinn Sebastian Loeb, sem er fimmfaldur heimsmeistari í rallakstri æfir á Formúlu 1 bíl í Barcelona í dag og hann ók einnig í gær. Hann náði mjög frambærilegum tíma á Red Bill í samkeppni við reynda kappaksturskappa. Loeb tryggði sér nýverið meistaratitilinn í fimmta sinn, en hann ekur með Citroen. Lið hans er styrkt af Red Bull og sem verðlaun fyrir titilinn fékk hann prufu með Red Bull. Hann ók líka á Silverstone í síðustu, en var þá einn síns liðs. Núna fær hann samanburð við reynslubolta í kappakstri. "Það sem er erfiðast að venjast er að það er bara drif að aftan, ekki fjórhjóladrif eins og í rallbílnum mínum. Svo er stórt mál að skilja hvað bremsurnar eru öflugar í Formúlu 1 bíl, að meta hraðann og hvenær á að stoppa", sagði Loeb um akstur Formúlu 1 bíls. Loeb náði áttunda besta tíma í gær, en sautján ökumenn æfðu af kappi á Barcleona brautinni. "Ég held ég sé of gamall til að fá sæti í Formúlu 1 og keppi í rallakstri á næsta ári. En ég gæti vel hugsað mér brautar kappakstur þegar rall ferli mínum líkur", sagði Loeb.
Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira