Skítatúr Spocks í spinningsal 27. nóvember 2008 07:00 Dr. Spock passaði furðu vel við sveitt fólk á spinninghjólum. Fréttablaðið/Anton Hljómsveitin Dr. Spock var á framandlegum slóðum í hádeginu í gær þegar hún hélt útgáfutónleikana sína í spinningsal Sporthússins í Kópavogi. Múgur og margmenni svitnuðu við grjóthart rokkið með gula hanska á höndunum. Voru gestir ekki bara aumir í afturendanum eins og vanalega eftir spinningtíma heldur flestir með hvínandi són í eyrunum líka. „Þetta var frábærlega skemmtilegt," sagði Óttarr Proppé, sem útilokar ekki frekari spilamennsku fyrir líkamsræktarfólk. Verið var að kynna aðra breiðskífu Spocksins í fullri lengd, Falcon Christ. Fyrsta upplag plötunnar inniheldur auka DVD-disk með tónleikum Dr. Spock á Nasa á Iceland Airwaves í fyrra. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í svokölluðum Skítatúr sem hljómsveitin fer með sveitunum Agent Fresco og Slugs. Báðar þessar sveitir gefa nú út sínar fyrstu plötur. Í kvöld spila sveitirnar á Laugarvatni. Á föstudagskvöldið verða þær á Paddy's í Keflavík og á laugardagskvöldið í félagsmiðstöðinni X-ið á Stykkishólmi. Skítatúrnum lýkur svo í Bíóhöllinni á Akranesi á sunnudagskvöldið. Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Dr. Spock var á framandlegum slóðum í hádeginu í gær þegar hún hélt útgáfutónleikana sína í spinningsal Sporthússins í Kópavogi. Múgur og margmenni svitnuðu við grjóthart rokkið með gula hanska á höndunum. Voru gestir ekki bara aumir í afturendanum eins og vanalega eftir spinningtíma heldur flestir með hvínandi són í eyrunum líka. „Þetta var frábærlega skemmtilegt," sagði Óttarr Proppé, sem útilokar ekki frekari spilamennsku fyrir líkamsræktarfólk. Verið var að kynna aðra breiðskífu Spocksins í fullri lengd, Falcon Christ. Fyrsta upplag plötunnar inniheldur auka DVD-disk með tónleikum Dr. Spock á Nasa á Iceland Airwaves í fyrra. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í svokölluðum Skítatúr sem hljómsveitin fer með sveitunum Agent Fresco og Slugs. Báðar þessar sveitir gefa nú út sínar fyrstu plötur. Í kvöld spila sveitirnar á Laugarvatni. Á föstudagskvöldið verða þær á Paddy's í Keflavík og á laugardagskvöldið í félagsmiðstöðinni X-ið á Stykkishólmi. Skítatúrnum lýkur svo í Bíóhöllinni á Akranesi á sunnudagskvöldið.
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira