Sigurður frumflytur á Háskólatónleikum í dag 15. október 2008 07:00 Sigurður Flosason kemur fram á Háskólatónleikum í dag ásamt kvartetti sínum. Hádegistónleikaröð á vegum Háskóla Íslands hefur síðustu vetur gert sitt til að gleðja tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu enda metnaðarfull og áhugaverð dagskrá. Það er því mörgum eflaust fagnaðarefni að tónleikaröðin fer af stað á nýjan leik með tónleikum Kvartetts Sigurðar Flosasonar í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Kvartettinn mun þar frumflytja nýja tónlist eftir Sigurð. Nýju verkin eru fjögur talsins og segir Sigurður þau nokkuð ólík innbyrðis. „Oft er það þannig að maður er að semja tónlist með eitthvert tiltekið tilefni eða flytjanda í huga og þá myndast einhver sameiginlegur þráður sem tengir verkin í það og það skiptið. Þessi nýju lög eru aftur á móti öll samin meðfram öðrum verkefnum og því er lítið sem sameinar þau." Sigurður hefur annars í nógu að snúast þessa dagana því auk þess að koma fram með sínum eigin kvartett sem og ýmsum öðrum hljómsveitum stendur hann einnig í tónlistarútgáfu. „Helsta verkefnið hjá mér um þessar mundir er að reyna að koma út diski þar sem ég leik einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Sigurður. „Upptökum er lokið, en verkefnið er reyndar í smá hléi núna vegna efnahagsástandsins. Það þarf náttúrulega að framleiða sjálfan diskinn erlendis og það er erfitt og dýrt í augnablikinu að koma framleiðslunni af stað. En við bíðum bara og sjáum hvað setur." Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.000 krónur. Eldri borgarar og öryrkjar fá miðann á 500 kr., en aðgangur er ókeypis fyrir nemendur við Háskóla Íslands. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 12.30.- vþ Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hádegistónleikaröð á vegum Háskóla Íslands hefur síðustu vetur gert sitt til að gleðja tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu enda metnaðarfull og áhugaverð dagskrá. Það er því mörgum eflaust fagnaðarefni að tónleikaröðin fer af stað á nýjan leik með tónleikum Kvartetts Sigurðar Flosasonar í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Kvartettinn mun þar frumflytja nýja tónlist eftir Sigurð. Nýju verkin eru fjögur talsins og segir Sigurður þau nokkuð ólík innbyrðis. „Oft er það þannig að maður er að semja tónlist með eitthvert tiltekið tilefni eða flytjanda í huga og þá myndast einhver sameiginlegur þráður sem tengir verkin í það og það skiptið. Þessi nýju lög eru aftur á móti öll samin meðfram öðrum verkefnum og því er lítið sem sameinar þau." Sigurður hefur annars í nógu að snúast þessa dagana því auk þess að koma fram með sínum eigin kvartett sem og ýmsum öðrum hljómsveitum stendur hann einnig í tónlistarútgáfu. „Helsta verkefnið hjá mér um þessar mundir er að reyna að koma út diski þar sem ég leik einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Sigurður. „Upptökum er lokið, en verkefnið er reyndar í smá hléi núna vegna efnahagsástandsins. Það þarf náttúrulega að framleiða sjálfan diskinn erlendis og það er erfitt og dýrt í augnablikinu að koma framleiðslunni af stað. En við bíðum bara og sjáum hvað setur." Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.000 krónur. Eldri borgarar og öryrkjar fá miðann á 500 kr., en aðgangur er ókeypis fyrir nemendur við Háskóla Íslands. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 12.30.- vþ
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira