Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber slasaðist á reiðhjóli þegar hann lenti í árekstri við bíl í þríþrautarkeppni í Tasmaníu.
Webber var fluttur á spítala með þyrlu og reyndist fótbrotinn á öðrum fæti og verður á spítala næstu daga. Hann var að keppa í þríþrautarkeppni til styrktar veikum börnum þegar hann hjólaði framan á aðvífandi bíl.
Webber hefur keppt í mótinu á hverju ári, en hann notar drjúga hluta af tíma sínum til að sinna veikum börnum á ýmsan hátt. Í ljósi þessa frétta er ljóst að hann mun ekki æfa með Red Bull liðinu á næstu vikum, en Formúlu 1 lið undirbúa sig fyrir næsta ár af kappi.
