Sigur Rós lýkur tónleikaferðinni heima 25. október 2008 09:00 Hljómsveitin Sigur Rós lýkur tónleikferð sinni um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll 23. nóvember.fréttablaðið/gva Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 23. nóvember. Þar munu þeir Jónsi, Kjartan, Georg og Orri, stíga einir og óstuddir á svið í fyrsta sinn á Íslandi síðan 2001. „Þetta hefur verið í pípunum síðan í sumar. Þeir vildu alltaf enda tónleikaferðina hérna," segir Kjartan Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. „Seinni hlutann á tónleikaferðinni hafa þeir verið að hverfa aftur til fortíðar, hafa verið fjórir á sviði, og þeir sem hafa séð þá hafa talað um mikinn kraft og mikið sjónarspil" Þeir félagar eru staddir í Japan ásamt fylgdarliði þar sem þeir komu fram á fernum tónleikum sem uppselt var á, í Nagoya, Osaka og Tókýó. Í byrjun nóvember spila þeir svo aftur í Evrópu áður en þeir koma heim og halda lokatónleikana sína. Tónleikaferð Sigur Rósar um heiminn í ár til stuðnings útgáfu Með suð í eyrum við spilum endalaust hófst í Mexíkó 5. júní. Ferðin hljómsveitarinnar lá um Bandaríkin, Evrópu og Asíu þar sem hún spilaði fyrir fimm til tíu þúsund manns í hvert sinn við frábærar undirtektir. Plata þeirra hefur nú selst í um hálfri milljón eintaka víða um heim. Hér á landi hefur hún selst í sjö þúsund eintökum. Forsala miða á tónleikana hefst 4. nóvember og kostar miðarnir 3.900 og 4.900 krónur. Einnig verða í boði miðar á bekkina fyrir neðan stúkuna fyrir unglinga á grunnskólaaldri. Kosta þeir eitt þúsund krónur. „Það má búast við frábærum tónleikum. Það er rosa hugur í strákunum enda hefur þeim gengið virkilega vel í ár og eru án efa ein af sterkari útfluningsvörum okkar," segir Kári. - fb Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 23. nóvember. Þar munu þeir Jónsi, Kjartan, Georg og Orri, stíga einir og óstuddir á svið í fyrsta sinn á Íslandi síðan 2001. „Þetta hefur verið í pípunum síðan í sumar. Þeir vildu alltaf enda tónleikaferðina hérna," segir Kjartan Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. „Seinni hlutann á tónleikaferðinni hafa þeir verið að hverfa aftur til fortíðar, hafa verið fjórir á sviði, og þeir sem hafa séð þá hafa talað um mikinn kraft og mikið sjónarspil" Þeir félagar eru staddir í Japan ásamt fylgdarliði þar sem þeir komu fram á fernum tónleikum sem uppselt var á, í Nagoya, Osaka og Tókýó. Í byrjun nóvember spila þeir svo aftur í Evrópu áður en þeir koma heim og halda lokatónleikana sína. Tónleikaferð Sigur Rósar um heiminn í ár til stuðnings útgáfu Með suð í eyrum við spilum endalaust hófst í Mexíkó 5. júní. Ferðin hljómsveitarinnar lá um Bandaríkin, Evrópu og Asíu þar sem hún spilaði fyrir fimm til tíu þúsund manns í hvert sinn við frábærar undirtektir. Plata þeirra hefur nú selst í um hálfri milljón eintaka víða um heim. Hér á landi hefur hún selst í sjö þúsund eintökum. Forsala miða á tónleikana hefst 4. nóvember og kostar miðarnir 3.900 og 4.900 krónur. Einnig verða í boði miðar á bekkina fyrir neðan stúkuna fyrir unglinga á grunnskólaaldri. Kosta þeir eitt þúsund krónur. „Það má búast við frábærum tónleikum. Það er rosa hugur í strákunum enda hefur þeim gengið virkilega vel í ár og eru án efa ein af sterkari útfluningsvörum okkar," segir Kári. - fb
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið