Ætlar að syngja á íslensku 4. desember 2008 05:00 Alan Jones söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í X-factor keppninni í fyrra og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Fréttablaðið/stefán „Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig," segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. „Ég er að vinna plötuna með Andra Ramizer, pródúsent og plötusnúð. Ég byrjaði að semja lögin í sumar og þau eru svona blanda af r&b, gospel og poppi," útskýrir Alan sem starfar sem kokkur á Café Bleu í Kringlunni meðfram tónlistinni. Hann segist þó nota mestallan frítíma sinn til að vinna að væntanlegri plötu. „Ég vildi taka minn tíma og gera þetta vel, frekar en að flýta mér að gera plötu sem ég yrði svo óánægður með. Flest lögin eru á ensku, en ég ætla líka að semja lag og syngja á íslensku," segir Alan og stefnir á að koma sínu fyrsta lagi í útvarpsspilun í janúar. Aðspurður segir hann þátttöku sína í X-factor hafa opnað margar dyr. „Það er frekar skrítið að ókunnugt fólk skuli vita hver maður er núna. Ég hef fengið tækifæri til að syngja út um allt land, kynnast nýju fólki og koma fram á stöðum sem ég hefði ekki ímyndað mér að fara á," segir Alan brosandi. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig," segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. „Ég er að vinna plötuna með Andra Ramizer, pródúsent og plötusnúð. Ég byrjaði að semja lögin í sumar og þau eru svona blanda af r&b, gospel og poppi," útskýrir Alan sem starfar sem kokkur á Café Bleu í Kringlunni meðfram tónlistinni. Hann segist þó nota mestallan frítíma sinn til að vinna að væntanlegri plötu. „Ég vildi taka minn tíma og gera þetta vel, frekar en að flýta mér að gera plötu sem ég yrði svo óánægður með. Flest lögin eru á ensku, en ég ætla líka að semja lag og syngja á íslensku," segir Alan og stefnir á að koma sínu fyrsta lagi í útvarpsspilun í janúar. Aðspurður segir hann þátttöku sína í X-factor hafa opnað margar dyr. „Það er frekar skrítið að ókunnugt fólk skuli vita hver maður er núna. Ég hef fengið tækifæri til að syngja út um allt land, kynnast nýju fólki og koma fram á stöðum sem ég hefði ekki ímyndað mér að fara á," segir Alan brosandi.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira