Fjórir fremstu stefna á sigur 28. september 2008 09:11 Fremstu menn í tímatökunni og á ráslínu í Singapúr í dag. mynd: Getty Images Forystumennirir í stigamótinu í Formúlu 1 ræsa fremstir af stað í kappakstrinum í Singapór í dag og stefna allir á sigur. Bein útsending frá mótinu hefst kl 11.30 á Stöð 2 Sport. Felipe Massa, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Robert Kubica eru efstir í stigamótinu og röðuðu sér fremst á ráslínu í tímatökunni í gær. Lítil hætta er á rigningu eins og spáð var fyrir helgina, en hitinn verður í kringum 32 gráður, sem gæti komið Ferrari til góða. Þegar kaldara er í veðri virðast ökumenn eiga erfitt með að koma hita í dekkin. ,,Ég tel að við séum með góða keppnisáætlun. Ég náði fullkomnum hring í tímatökunni og því varð munurinn á mér og Hamilton 0.6 sekúndur", sagði Massa sem ræsir fremstur á undan Hamilton. ,,Nú ríður á að halda 100% einbeitingu í mótinu sem verður langt og strangt. Það er mikið af mishæðum í brautinni sem truflar aksturinn, sérstaklega milli beygju fimm og sjö. Það verður stórmál að hafa þol í 61 hring. Þá verður ræsingin mikilvæg og lykilatriði að byrja mótið af krafti", sagði Massa. Sex ökumenn eiga möguleika á titlinum þegar fjórum mótum er ólokið og Massa hefur eins stigs forskot á Hamilton. Kubica og Raikkönen eiga ágæta möguleika og er ljóst að hörð barátta verður á milli þessara kappa í dag.Sjá ummæli ökumanna Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Forystumennirir í stigamótinu í Formúlu 1 ræsa fremstir af stað í kappakstrinum í Singapór í dag og stefna allir á sigur. Bein útsending frá mótinu hefst kl 11.30 á Stöð 2 Sport. Felipe Massa, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Robert Kubica eru efstir í stigamótinu og röðuðu sér fremst á ráslínu í tímatökunni í gær. Lítil hætta er á rigningu eins og spáð var fyrir helgina, en hitinn verður í kringum 32 gráður, sem gæti komið Ferrari til góða. Þegar kaldara er í veðri virðast ökumenn eiga erfitt með að koma hita í dekkin. ,,Ég tel að við séum með góða keppnisáætlun. Ég náði fullkomnum hring í tímatökunni og því varð munurinn á mér og Hamilton 0.6 sekúndur", sagði Massa sem ræsir fremstur á undan Hamilton. ,,Nú ríður á að halda 100% einbeitingu í mótinu sem verður langt og strangt. Það er mikið af mishæðum í brautinni sem truflar aksturinn, sérstaklega milli beygju fimm og sjö. Það verður stórmál að hafa þol í 61 hring. Þá verður ræsingin mikilvæg og lykilatriði að byrja mótið af krafti", sagði Massa. Sex ökumenn eiga möguleika á titlinum þegar fjórum mótum er ólokið og Massa hefur eins stigs forskot á Hamilton. Kubica og Raikkönen eiga ágæta möguleika og er ljóst að hörð barátta verður á milli þessara kappa í dag.Sjá ummæli ökumanna
Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira