Heimsins stórasta handboltalið! Þráinn Bertelsson skrifar 25. ágúst 2008 08:00 Ef góður hjarta- eða heilaspesíalisti hefði tekið línurit af þjóðinni nokkur síðustu ár - og sömuleiðis undanfarna daga - væru til vísindalegar mælingar á því hvernig heil þjóð hefur sveiflast milli þeirrar bjartsýni, spennu, gleði og vonbrigða sem í öðru tilvikinu skildu eftir sig svartsýni - en bjartsýni í hið seinna skipti. Langa línuritið sýnir „góðærið", peninga, lausamuni og fasteignir sem strákar á jakkafötum nýskriðnir út úr skóla töfruðu fram og létu rigna yfir höfuð sér meðan þjóðin stóð höggdofa og fylgdist með drengjunum og upplifði A) BJARTSÝNI - kannski verð ég líka svona heppinn/duglegur. B) SPENNU - skyldi þetta vera varanlegt eða hrynja eins og spilaborg? C) GLEÐI - höfum gaman af þessu svo lengi sem þetta varir; eitthvað af þessari velgengni hlýtur að leka niður til mín einhvern tímann. D) VONBRIGÐI - þegar spilaborgin hrundi eins og menn höfðu alltaf innst inni óttast. Þetta var of gott til að geta verið satt. E) SVARTSÝNI - það er alltaf verið að hafa mann að fífli af ábyrgðarlausum eiginhagsmunaseggjum. Skammtímalínuritið yfir undanfarna daga sýnir stórkostlegan framgang annarra stráka, að þessu sinni ekki á jakkafötum heldur stuttbuxum, við keppni á Ólympíuleikjum í Kína í handknattleik. Línuritið sýnir sama ferli, stórkostlegar sveiflur upp og niður og titrandi og andvaka spennu og væntingar. Skammtímamælingin greinir sig þó frá langtímarannsókninni á hugarástandi þjóðarinnar, því að hún skilur eftir sig BJARTSÝNI en ekki SVARTSÝNI. Það er hugsanlega vegna þess að öllum fannst að þeir hefðu fengið að taka þátt í handboltaævintýrinu stuttbuxnastrákanna í Beijing og finna strax eftir vonbrigðin að þeir eru ekki verr settir á eftir en undan - heldur þvert á móti. Í staðinn fyrir að sitja uppi með botnlausa skuldahít sitja menn uppi með gljáandi silfur. Svona gætu vísindin sýnt að velgengni til lengri eða skemmri tíma byggist fyrst og fremst á hugarfari, samstöðu og sigurvilja en ekki á því hvernig menn ganga klæddir til verka. Stuttbuxur eða jakkaföt skipta ekki máli. Húrra fyrir heimsins stórasta handboltaliði! Takk fyrir ánægjuna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Ef góður hjarta- eða heilaspesíalisti hefði tekið línurit af þjóðinni nokkur síðustu ár - og sömuleiðis undanfarna daga - væru til vísindalegar mælingar á því hvernig heil þjóð hefur sveiflast milli þeirrar bjartsýni, spennu, gleði og vonbrigða sem í öðru tilvikinu skildu eftir sig svartsýni - en bjartsýni í hið seinna skipti. Langa línuritið sýnir „góðærið", peninga, lausamuni og fasteignir sem strákar á jakkafötum nýskriðnir út úr skóla töfruðu fram og létu rigna yfir höfuð sér meðan þjóðin stóð höggdofa og fylgdist með drengjunum og upplifði A) BJARTSÝNI - kannski verð ég líka svona heppinn/duglegur. B) SPENNU - skyldi þetta vera varanlegt eða hrynja eins og spilaborg? C) GLEÐI - höfum gaman af þessu svo lengi sem þetta varir; eitthvað af þessari velgengni hlýtur að leka niður til mín einhvern tímann. D) VONBRIGÐI - þegar spilaborgin hrundi eins og menn höfðu alltaf innst inni óttast. Þetta var of gott til að geta verið satt. E) SVARTSÝNI - það er alltaf verið að hafa mann að fífli af ábyrgðarlausum eiginhagsmunaseggjum. Skammtímalínuritið yfir undanfarna daga sýnir stórkostlegan framgang annarra stráka, að þessu sinni ekki á jakkafötum heldur stuttbuxum, við keppni á Ólympíuleikjum í Kína í handknattleik. Línuritið sýnir sama ferli, stórkostlegar sveiflur upp og niður og titrandi og andvaka spennu og væntingar. Skammtímamælingin greinir sig þó frá langtímarannsókninni á hugarástandi þjóðarinnar, því að hún skilur eftir sig BJARTSÝNI en ekki SVARTSÝNI. Það er hugsanlega vegna þess að öllum fannst að þeir hefðu fengið að taka þátt í handboltaævintýrinu stuttbuxnastrákanna í Beijing og finna strax eftir vonbrigðin að þeir eru ekki verr settir á eftir en undan - heldur þvert á móti. Í staðinn fyrir að sitja uppi með botnlausa skuldahít sitja menn uppi með gljáandi silfur. Svona gætu vísindin sýnt að velgengni til lengri eða skemmri tíma byggist fyrst og fremst á hugarfari, samstöðu og sigurvilja en ekki á því hvernig menn ganga klæddir til verka. Stuttbuxur eða jakkaföt skipta ekki máli. Húrra fyrir heimsins stórasta handboltaliði! Takk fyrir ánægjuna!
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun