Þjóðverjar veita hjálparhönd 14. nóvember 2008 09:00 Baldvin Esra Einarsson segir að uppátæki þýsks kollega síns hafi komið skemmtilega á óvart. Mynd/Heiða.is Þýska fyrirtækið A Number of Small Things, sem selur plötur á heimasíðunni anost.net, ætlar að koma Íslendingum til bjargar með því að selja í tonnatali plötur frá íslenska útgáfufyrirtækinu Kimi Records. Í fréttabréfi sínu hvetur fyrirtækið viðskiptavini sína til að kaupa plötur frá Kimi, þar á meðal með hljómsveitunum Hjaltalín og Benna Hemm Hemm: „Kæru vinir. Eins og þið vitið er Ísland á barmi gjaldþrots. Nú er tími til að sýna náungakærleikann í verki. Við höfum bætt nýju útgáfufyrirtæki á lista okkar, Kimi Records. Hjálpið okkur að bjarga Íslandi!," segir í fréttabréfinu. Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records segir að stjórnandi síðunnar sé samstarfsaðili Kimi. „Ég hef alltaf sent þeim plöturnar mínar til að eiga og selja og kynna í Þýskalandi fyrir fólki sem hefur áhuga á íslenskri tónlist. Það hefur verið upp og ofan hvort þetta hefur komið inn á síðuna," segir Baldvin. „Það er svo gríðarleg umræða örugglega í þýsku miðlunum um ástandið á Íslandi að hann hefur greinilega tekið upp á sitt einsdæmi að auglýsa íslenska tónlist til sölu til að rétta okkur hjálparhönd," segir hann og játar að þetta hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Þetta var svolítið fyndið en þetta var svo sem alveg honum líkt svona sprell. Þetta er gaman því maður fær aðra sýn á viðhorf útlendinga til Íslands. Það er svo rosalega sterkt í umræðunni að við séum algjörir drulluhalar en það er ekkert alltaf þannig." - fb Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þýska fyrirtækið A Number of Small Things, sem selur plötur á heimasíðunni anost.net, ætlar að koma Íslendingum til bjargar með því að selja í tonnatali plötur frá íslenska útgáfufyrirtækinu Kimi Records. Í fréttabréfi sínu hvetur fyrirtækið viðskiptavini sína til að kaupa plötur frá Kimi, þar á meðal með hljómsveitunum Hjaltalín og Benna Hemm Hemm: „Kæru vinir. Eins og þið vitið er Ísland á barmi gjaldþrots. Nú er tími til að sýna náungakærleikann í verki. Við höfum bætt nýju útgáfufyrirtæki á lista okkar, Kimi Records. Hjálpið okkur að bjarga Íslandi!," segir í fréttabréfinu. Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records segir að stjórnandi síðunnar sé samstarfsaðili Kimi. „Ég hef alltaf sent þeim plöturnar mínar til að eiga og selja og kynna í Þýskalandi fyrir fólki sem hefur áhuga á íslenskri tónlist. Það hefur verið upp og ofan hvort þetta hefur komið inn á síðuna," segir Baldvin. „Það er svo gríðarleg umræða örugglega í þýsku miðlunum um ástandið á Íslandi að hann hefur greinilega tekið upp á sitt einsdæmi að auglýsa íslenska tónlist til sölu til að rétta okkur hjálparhönd," segir hann og játar að þetta hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Þetta var svolítið fyndið en þetta var svo sem alveg honum líkt svona sprell. Þetta er gaman því maður fær aðra sýn á viðhorf útlendinga til Íslands. Það er svo rosalega sterkt í umræðunni að við séum algjörir drulluhalar en það er ekkert alltaf þannig." - fb
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira