Nóg að gera hjá Bang Gang 18. júlí 2008 06:00 Barði á fleygiferð í sumar Bang Gang spilar á laugardaginn á LungA. Hljómsveitin Bang Gang verður mikið á ferð og flugi næstu daga. Í gær var hún stödd í Frakklandi til að spila á rokktónlistarhátíðinni Plage de Rock sem haldin er rétt fyrir utan St. Tropez. Bang Gang heldur svo til Parísar í dag þar sem hljómsveitin verður með útgáfutónleika og að þeim loknum er ferðinni heitið alla leið austur á land þar sem hljómsveitin spilar á LungA á Seyðisfirði. Tónleikarnir á Seyðisfirði verða jafnframt þeir fyrstu sem hljómsveitin heldur hér á landi í rúm tvö ár. „Bang Gang kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir stuttu en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem hljómsveitin kemur fram ein og óstudd. Það er gaman að þessir fyrstu tónleikar verði á Seyðisfirði þar sem ég er hálfur Seyðfirðingur og löngu orðið tímabært að ég haldi tónleika fyrir austan,“ segir Barði Jóhannsson tónlistarmaður. Barði mun ekki sitja auðum höndum í sumar því eftir tónleikana á Seyðisfirði mun hann taka að sér að semja tónlistina fyrir nýjustu kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík/Rotterdam og því næst heldur hann út á ný í tónleikaferðalag um Evrópu. „Ég er með bókara úti sem sér um að bóka mig á tónleika. Ég mun spila á milli tuttugu til þrjátíu tónleikum í september og október, þannig að þetta er nokkuð strangt prógram sem er framundan,“ segir Barði áður en hann rýkur í hljóðprufu. - sm Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Bang Gang verður mikið á ferð og flugi næstu daga. Í gær var hún stödd í Frakklandi til að spila á rokktónlistarhátíðinni Plage de Rock sem haldin er rétt fyrir utan St. Tropez. Bang Gang heldur svo til Parísar í dag þar sem hljómsveitin verður með útgáfutónleika og að þeim loknum er ferðinni heitið alla leið austur á land þar sem hljómsveitin spilar á LungA á Seyðisfirði. Tónleikarnir á Seyðisfirði verða jafnframt þeir fyrstu sem hljómsveitin heldur hér á landi í rúm tvö ár. „Bang Gang kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir stuttu en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem hljómsveitin kemur fram ein og óstudd. Það er gaman að þessir fyrstu tónleikar verði á Seyðisfirði þar sem ég er hálfur Seyðfirðingur og löngu orðið tímabært að ég haldi tónleika fyrir austan,“ segir Barði Jóhannsson tónlistarmaður. Barði mun ekki sitja auðum höndum í sumar því eftir tónleikana á Seyðisfirði mun hann taka að sér að semja tónlistina fyrir nýjustu kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík/Rotterdam og því næst heldur hann út á ný í tónleikaferðalag um Evrópu. „Ég er með bókara úti sem sér um að bóka mig á tónleika. Ég mun spila á milli tuttugu til þrjátíu tónleikum í september og október, þannig að þetta er nokkuð strangt prógram sem er framundan,“ segir Barði áður en hann rýkur í hljóðprufu. - sm
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira