Förðunarbók vinsælust í Eyjum 7. desember 2008 06:00 Eyjamærin Anna Ester segist næstum því hafa klesst á þegar hún sá andlit sitt á stórri auglýsingu í strætóskýli. Hún er ánægð með þær góðu viðtökur sem bókin hefur fengið. „Þegar fólk uppgötvaði þetta fór bókin að seljast rosalega vel," segir Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson í Vestmanneyjum, um bókina Förðun - þín stund. Þrátt fyrir vinsældir um allt land hefur bókin hlutfallslega selst best í Vestmanneyjum og má eflaust rekja þær vinsældir til Eyjameyjarinnar Önnu Esterar Óttarsdóttur sem prýðir forsíðuna. „Fólkið hérna var svolitla stund að átta sig á að þetta var Anna Ester sem var framan á bókinni og þegar maður fer til Reykjavíkur upplifir maður bara Sex and the city við að sjá hana í strætóskýlum borgarinnar," segir Erla og hlær, en Anna Ester var kjörin sumarstúlka Vestmanneyja 2007. „Þetta er bók sem hefur vantað á markaðinn lengi og verður án efa ein vinsælasta jólagjöfin til stelpna og kvenna á öllum aldri í Vestmanneyjum," bætir hún við og segist viss um að bækur verði ein aðalgjöfin í ár þar sem sala hafi aukist gífurlega. Anna Ester segir sér hafa brugðið töluvert þegar hún sá andlit sitt á stórum auglýsingum. „Mér brá svo fyrst þegar ég sá auglýsinguna í strætóskýli að ég var næsum því búin að klessa á, ég bjóst ekki við að þetta yrði svona stórt," segir Anna sem er nú búsett í Reykjavík og stundar nám í hársnyrtiiðn við Tækniskólann í Reykjavík. „Ég er gjarnan spurð hvort ég eigi dökkhærða systur því ég er ljóshærð í dag, en það eru margir búnir að hrósa myndinni og það er mjög gaman að hafa tekið þátt í þessu," segir Anna. - ag Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þegar fólk uppgötvaði þetta fór bókin að seljast rosalega vel," segir Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson í Vestmanneyjum, um bókina Förðun - þín stund. Þrátt fyrir vinsældir um allt land hefur bókin hlutfallslega selst best í Vestmanneyjum og má eflaust rekja þær vinsældir til Eyjameyjarinnar Önnu Esterar Óttarsdóttur sem prýðir forsíðuna. „Fólkið hérna var svolitla stund að átta sig á að þetta var Anna Ester sem var framan á bókinni og þegar maður fer til Reykjavíkur upplifir maður bara Sex and the city við að sjá hana í strætóskýlum borgarinnar," segir Erla og hlær, en Anna Ester var kjörin sumarstúlka Vestmanneyja 2007. „Þetta er bók sem hefur vantað á markaðinn lengi og verður án efa ein vinsælasta jólagjöfin til stelpna og kvenna á öllum aldri í Vestmanneyjum," bætir hún við og segist viss um að bækur verði ein aðalgjöfin í ár þar sem sala hafi aukist gífurlega. Anna Ester segir sér hafa brugðið töluvert þegar hún sá andlit sitt á stórum auglýsingum. „Mér brá svo fyrst þegar ég sá auglýsinguna í strætóskýli að ég var næsum því búin að klessa á, ég bjóst ekki við að þetta yrði svona stórt," segir Anna sem er nú búsett í Reykjavík og stundar nám í hársnyrtiiðn við Tækniskólann í Reykjavík. „Ég er gjarnan spurð hvort ég eigi dökkhærða systur því ég er ljóshærð í dag, en það eru margir búnir að hrósa myndinni og það er mjög gaman að hafa tekið þátt í þessu," segir Anna. - ag
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira