Honda staðfestir að liðið sé hætt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. desember 2008 10:01 Framtíð Jensen Button er í óvissu. Nordic Photos / Getty Images Honda hefur staðfest að liðið sé hætt þátttöku í Formúlu 1 og segir að það sé vegna efnahagskreppunnar sem ríkir í heiminum. Þetta þýðir að þeir Jensen Button og Rubens Barrichello eru án keppnisliða fyrir næsta tímabil. Þar að auki var tilkynnt að Honda myndi ekki heldur sjá Formúlu 1-bifreiðum fyrir vélum. Þó er ekki útilokað að liðið finni sér kaupanda í tæka tíð fyrir næsta keppnistímabil en Honda hefur gefið sér frest fram í janúar til þess. Ef það tekst ekki verða aðeins níu keppnislið í Formúlunni á næsta ári. Kostnaður Honda vegna Formúlu 1 hefur verið um 300 milljónir punda á ári eða 56 milljarðar króna. Starfsmönnum keppnisliðs Honda hefur verið tilkynnt að þeir megi búast við uppsagnarbréfum fyrir jól. Honda sagði enn fremur að keppt yrði á Suzuka-brautinni í Japan á næsta ári eins og áætlað var. Formúla Tengdar fréttir Honda að hætta á morgun? Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld. 4. desember 2008 21:47 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Honda hefur staðfest að liðið sé hætt þátttöku í Formúlu 1 og segir að það sé vegna efnahagskreppunnar sem ríkir í heiminum. Þetta þýðir að þeir Jensen Button og Rubens Barrichello eru án keppnisliða fyrir næsta tímabil. Þar að auki var tilkynnt að Honda myndi ekki heldur sjá Formúlu 1-bifreiðum fyrir vélum. Þó er ekki útilokað að liðið finni sér kaupanda í tæka tíð fyrir næsta keppnistímabil en Honda hefur gefið sér frest fram í janúar til þess. Ef það tekst ekki verða aðeins níu keppnislið í Formúlunni á næsta ári. Kostnaður Honda vegna Formúlu 1 hefur verið um 300 milljónir punda á ári eða 56 milljarðar króna. Starfsmönnum keppnisliðs Honda hefur verið tilkynnt að þeir megi búast við uppsagnarbréfum fyrir jól. Honda sagði enn fremur að keppt yrði á Suzuka-brautinni í Japan á næsta ári eins og áætlað var.
Formúla Tengdar fréttir Honda að hætta á morgun? Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld. 4. desember 2008 21:47 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Honda að hætta á morgun? Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld. 4. desember 2008 21:47