Pastrana forfallast vegna meiðsla 12. desember 2008 18:20 Travis Pastrna er þekktur fyrir áhættuatriði á mótorhjólum. Hann átti að keppa á Wmbley á sunnudaginn en meiddist í vikunni. Mynd: Getty Images Frægur bandarískur ökumaður, Travis Pastrana getur ekki keppt í meistaramóti ökumanna á Wembley á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann hlaut á mótorhjóli í vikunni. Pastrana er þekktur fyrir áhættusöm atriði á mótorhjólum, en hefur keppt í rallakstri í Bandaríkjunum að undanförnu. Pastrana féll af mótorhjóli sínu í hjólaferð með vini sínum. "Ég var að æfa mig á moto-kross braut, þegar ég féll við og feitur vinur minn hreinlega keyrði yfir mig. Ég sat bara í rykinu og meiddist á hné og mjöðm", sagði Pastrana. "Ég er því ekki hæfur í meistaramótið á Wembley og mun sakna þess sárt að keppa ekki. Það er svo góður andi meðal keppenda og mótið er frábær skemmtun og mikill stríðni á milli ökumanna", sagði Pastrana. 18 ökumenn keppa í meistaramóti ökumanna á sunnudaginn, m.a. fjöldi Formúlu 1 ökumanna og staðgengill Pastrana verður Tanner Foust, sem er amerískur meistari í "drift" kappakstri, sem er keppnisgrein sem er ættuð frá Japan. "Mér finnst frábært að Tanner er valinn í minn stað fyrir bandaríska liðið. Það eru fáir sem ráða eins við bíla og Tanner", sagði Pastrana. Mótið á Wembley er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 14.00 á sunnudaginn. Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Frægur bandarískur ökumaður, Travis Pastrana getur ekki keppt í meistaramóti ökumanna á Wembley á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann hlaut á mótorhjóli í vikunni. Pastrana er þekktur fyrir áhættusöm atriði á mótorhjólum, en hefur keppt í rallakstri í Bandaríkjunum að undanförnu. Pastrana féll af mótorhjóli sínu í hjólaferð með vini sínum. "Ég var að æfa mig á moto-kross braut, þegar ég féll við og feitur vinur minn hreinlega keyrði yfir mig. Ég sat bara í rykinu og meiddist á hné og mjöðm", sagði Pastrana. "Ég er því ekki hæfur í meistaramótið á Wembley og mun sakna þess sárt að keppa ekki. Það er svo góður andi meðal keppenda og mótið er frábær skemmtun og mikill stríðni á milli ökumanna", sagði Pastrana. 18 ökumenn keppa í meistaramóti ökumanna á sunnudaginn, m.a. fjöldi Formúlu 1 ökumanna og staðgengill Pastrana verður Tanner Foust, sem er amerískur meistari í "drift" kappakstri, sem er keppnisgrein sem er ættuð frá Japan. "Mér finnst frábært að Tanner er valinn í minn stað fyrir bandaríska liðið. Það eru fáir sem ráða eins við bíla og Tanner", sagði Pastrana. Mótið á Wembley er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 14.00 á sunnudaginn.
Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira