Dramatík á Stamford Bridge - Chelsea í úrslit 30. apríl 2008 21:07 Fyrir mömmu. Frank Lampard mun líklega aldrei gleyma leiknum í kvöld NordcPhotos/GettyImages Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Liverpool í æsilegum undanúrslitaleik í Lundúnum. Liðið mætir Manchester United í úrslitaleik í Moskvu. Chelsea 3 - Liverpool 2 (4-3 samanlagt) 1-0 D. Drogba ('33) 1-1 F. Torres ('64) 2-1 F. Lampard ('98, víti) 3-1 D. Drogba ('105) 3-2 R. Babel ('117) Það voru heimamenn í Chelsea sem réðu ferðinni í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma og Didier Drogba kom liðinu á bragðið á 33. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Salomon Kalou. Liverpool hresstist heldur betur eftir hlé og eftir rúmlega klukkustundarleik var hinn magnaði Fernando Torres búinn að jafna. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram niðurstöðu í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja í stöðunni 1-1 eftir að fyrri leiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli. Það var svo í framlengingunni sem dró heldur betur til tíðinda. Michael Essien skoraði þá glæsilegt mark fyrir Chelsea sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu, en aðeins augnabliki síðar var dæmd vítaspyrna á Sami Hyypia fyrir að sparka Michael Ballack niður í teignum. Það var miðjumaðurinn Frank Lampard sem fékk það erfiða verkefni að taka spyrnuna, nýkominn til leiks með liðinu á ný eftir leyfi vegna fráfalls móður sinnar. Lampard sýndi mikla skapfestu þegar hann steig á punktinn og þrumaði boltanum í hægra hornið framhjá Reina í marki Liverpool og kom Chelsea í lykilstöðu. Lampard var í mikilli geðshræringu eftir markið og sendi föður sínum í stúkunni kveðju með bendingu eftir markið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar náði svo varamaðurinn Nicolas Anelka að slíta sig lausan frá varnarmönnum og renndi boltanum á Didier Drogba sem skoraði öðru sinni og fór langt með að tryggja Chelsea sæti í úrslitaleiknum. Eins og Liverpool-manna er von og vísa voru þeir þó ekki hættir og í síðari hálfleik framlengingar skoraði Ryan Babel fallegt mark með þrumuskoti langt fyrir utan teig. Petr Cech hefði ef til vill átt að gera betur í þessu tilviki. Liverpool sótti svo án afláts síðustu 3-4 mínúturnar, en allt kom fyrir ekki. Chelsea er komið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þar sem það mætir Manchester United. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sjá meira
Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Liverpool í æsilegum undanúrslitaleik í Lundúnum. Liðið mætir Manchester United í úrslitaleik í Moskvu. Chelsea 3 - Liverpool 2 (4-3 samanlagt) 1-0 D. Drogba ('33) 1-1 F. Torres ('64) 2-1 F. Lampard ('98, víti) 3-1 D. Drogba ('105) 3-2 R. Babel ('117) Það voru heimamenn í Chelsea sem réðu ferðinni í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma og Didier Drogba kom liðinu á bragðið á 33. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Salomon Kalou. Liverpool hresstist heldur betur eftir hlé og eftir rúmlega klukkustundarleik var hinn magnaði Fernando Torres búinn að jafna. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram niðurstöðu í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja í stöðunni 1-1 eftir að fyrri leiknum lauk einnig með 1-1 jafntefli. Það var svo í framlengingunni sem dró heldur betur til tíðinda. Michael Essien skoraði þá glæsilegt mark fyrir Chelsea sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu, en aðeins augnabliki síðar var dæmd vítaspyrna á Sami Hyypia fyrir að sparka Michael Ballack niður í teignum. Það var miðjumaðurinn Frank Lampard sem fékk það erfiða verkefni að taka spyrnuna, nýkominn til leiks með liðinu á ný eftir leyfi vegna fráfalls móður sinnar. Lampard sýndi mikla skapfestu þegar hann steig á punktinn og þrumaði boltanum í hægra hornið framhjá Reina í marki Liverpool og kom Chelsea í lykilstöðu. Lampard var í mikilli geðshræringu eftir markið og sendi föður sínum í stúkunni kveðju með bendingu eftir markið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingar náði svo varamaðurinn Nicolas Anelka að slíta sig lausan frá varnarmönnum og renndi boltanum á Didier Drogba sem skoraði öðru sinni og fór langt með að tryggja Chelsea sæti í úrslitaleiknum. Eins og Liverpool-manna er von og vísa voru þeir þó ekki hættir og í síðari hálfleik framlengingar skoraði Ryan Babel fallegt mark með þrumuskoti langt fyrir utan teig. Petr Cech hefði ef til vill átt að gera betur í þessu tilviki. Liverpool sótti svo án afláts síðustu 3-4 mínúturnar, en allt kom fyrir ekki. Chelsea er komið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þar sem það mætir Manchester United.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn