The Godfather númer eitt 16. desember 2008 04:15 Hin sígilda mafíumynd The Godfather er í efsta sæti á lista Kvikmyndastofnunar Bandaríkjanna yfir bestu glæpamyndirnar. Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman lista yfir bestu myndir allra tíma í landinu í tíu flokkum. Ekki kemur á óvart að mafíumyndin The Godfather náði einu af toppsætunum. Tíu myndir voru valdar í hvern þeirra tíu flokka sem voru í boði. Auk The Godfather komust á toppinn stórvirki á borð við The Wizard of Oz, 2001: A Space Oddissey, Vertigo og Lawrence of the Arabia. Athygli vekur að meistari spennumyndanna, Alfred Hitchcock, á fjórar myndir í Ráðgátu-flokknum og að City Lights eftir Charles Chaplin var valin besta rómantíska gamanmyndin. Bar hún þar sigurorð af vinsælum myndum á borð við Annie Hall, When Harry Met Sally og Sleepless in Seattle. Einu myndirnar frá þessum áratug sem komst á listann voru The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, Shrek og Finding Nemo. „Það er út af þessu sem listar sem þessir eru svona mikilvægir. Þeir halda þessum myndum inni í menningarlegri umræðu," sagði Bob Gazzale, forseti stofnunarinnar. „Þegar City Lights er heiðruð sem besta rómantíska gamanmyndin munu milljónir manna gefa henni gaum og horfa á hana." Leikarar, kvikmyndagerðarmenn, gagnrýnendur og aðrir í Hollywood tóku þátt í að velja myndirnar. Kvikmyndastofnunin hefur einnig valið tíu bestu bandarísku myndir þessa árs. Þær eru: Wall-E, Milk, The Dark Knight, Frost/Nixon, The Wrestler, Gran Torino, Iron Man, The Curious Case of Benjamin Button, Frozen River og Wendy and Lucy. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman lista yfir bestu myndir allra tíma í landinu í tíu flokkum. Ekki kemur á óvart að mafíumyndin The Godfather náði einu af toppsætunum. Tíu myndir voru valdar í hvern þeirra tíu flokka sem voru í boði. Auk The Godfather komust á toppinn stórvirki á borð við The Wizard of Oz, 2001: A Space Oddissey, Vertigo og Lawrence of the Arabia. Athygli vekur að meistari spennumyndanna, Alfred Hitchcock, á fjórar myndir í Ráðgátu-flokknum og að City Lights eftir Charles Chaplin var valin besta rómantíska gamanmyndin. Bar hún þar sigurorð af vinsælum myndum á borð við Annie Hall, When Harry Met Sally og Sleepless in Seattle. Einu myndirnar frá þessum áratug sem komst á listann voru The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, Shrek og Finding Nemo. „Það er út af þessu sem listar sem þessir eru svona mikilvægir. Þeir halda þessum myndum inni í menningarlegri umræðu," sagði Bob Gazzale, forseti stofnunarinnar. „Þegar City Lights er heiðruð sem besta rómantíska gamanmyndin munu milljónir manna gefa henni gaum og horfa á hana." Leikarar, kvikmyndagerðarmenn, gagnrýnendur og aðrir í Hollywood tóku þátt í að velja myndirnar. Kvikmyndastofnunin hefur einnig valið tíu bestu bandarísku myndir þessa árs. Þær eru: Wall-E, Milk, The Dark Knight, Frost/Nixon, The Wrestler, Gran Torino, Iron Man, The Curious Case of Benjamin Button, Frozen River og Wendy and Lucy.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira