Gore-áhrifin Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 18. apríl 2008 06:00 Það var sól og sunnanvindur, þegar Gore reið í garð mánudagskvöldið 7. apríl. Þegar hann kvaddi sólarhring síðar, snjóaði í Reykjavík. Gárungarnir kalla þetta Gore-áhrifin, því að hvarvetna, þar sem þessi farandprédikari hefur komið við á einkaþotu sinni í því skyni að vara við hlýnun jarðar, kólnar snögglega. Hvað sem því líður, hefur Gore fjörugt ímyndunarafl. Hann fræddi íslenska fréttamenn á því, að Ólafur Ragnar Grímsson hefði fundið upp hitaveituna. Sjálfur kveðst hann hafa fundið upp netið sem frægt er og telur, að skáldsagan Love Story eftir Erich Segal sé um þau Tipper Gore (en Segal hefur leiðrétt það). Skoðum þó málstaðinn fremur en manninn. Á Íslandi talaði Gore í boði Háskóla Íslands, enda fjölmenntu háskólamenn á fyrirlestur hans. Enginn minntist á það, að í nýlegu dómsmáli í Bretlandi hafði fjöldi missagna hans verið leiðréttur, en hann endurtók þær flestar hér í fyrirlestrinum. Ein er sú, að snjóhettan á Kilimanjaro-fjalli í Blálandi hinu mikla sé að hverfa vegna hlýnunar jarðar. Það er rangt. Hún hóf að minnka fyrir röskri öld af allt öðrum ástæðum. Önnur missögn er, að Chad-vatn í sömu álfu sé að hverfa vegna hlýnunar jarðar. Það er líka rangt. Vatnið hefur aðallega minnkað vegna áveituframkvæmda. Raunar hefur það horfið nokkrum sinnum áður. Þriðja missögnin er, að eyjaskeggjar í Kyrrahafi séu að flytjast á brott vegna sjávarhækkunar. Fyrir því er enginn fótur. Gore sýnir einnig yfirgefna ísbirni á glærum sínum. En engin gögn styðja það, að ísbirnir hafi lent í erfiðleikum vegna hlýnunar jarðar. Þeim fjölgar fremur en fækkar um þessar mundir. Ein mesta missögn Gore er, að yfirborð sjávar eigi líklega eftir að hækka um 6 metra sökum hlýnunar jarðar. Samkvæmt útreikningum loftslagsnefndar SÞ gæti hugsanleg bráðnun jökla hækkað sjávarmál um 6 sm á næstu áratugum. Breski dómarinn, sem þurfti að meta gögn Gores, segir einnig, að honum takist ekki að sýna fram á, að samband koltvísýrings í andrúmsloftinu og hlýnunar jarðar sé á þann veg, sem hann vill vera láta. Raunar er athyglisvert, að vart hefur hlýnað á jörðinni frá 1998, þótt losun koltvísýrings hafi aukist. Þeir, sem heittrúaðastir eru á hugsanlegan heimsendi, svara því til, að horfa verði á lengra tímabil og segja að hafstraumar hafi kælt jörðina. Ef til vill er það rétt hjá þeim. En það jafngildir viðurkenningu á því, að miklu breytir, við hvaða tímabil er miðað, og einnig á hinu, að málið er miklu flóknara en svo, að einn áhrifaþáttur ráði úrslitum. Sjálfur efast ég ekki um þær niðurstöður vísindaheimsins, að jörðin hafi hlýnað um tæpt eitt stig síðustu 100 árin, að koltvísýringur í andrúmslofti hafi aukist um 30% á sama tímabili og að eitthvert samband sé á milli þessa. En heimsendir er ekki í nánd. Þegar sannleikurinn missir stjórn á sér. Á það ekki við um boðskap Als Gores? Aðalatriðið er, hvað skynsamlegast er að gera. Það er háskalegur misskilningur, að við getum stjórnað veðurfari. Við mennirnir búum hins vegar yfir mikilli aðlögunarhæfni. Þess vegna eigum við að laga okkur að nýjum aðstæðum, ekki gerbreyta lífsháttum okkar eða reyna að endurskapa heiminn. Það má Gore hins vegar eiga, að hann skilur, hversu nauðsynlegt okkur Íslendingum er að virkja hér vatnsafl og jarðvarma, enda eru orkugjafar okkar miklu umhverfisvænni en annars staðar. Þess vegna var heimsókn hans ekki til einskis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Það var sól og sunnanvindur, þegar Gore reið í garð mánudagskvöldið 7. apríl. Þegar hann kvaddi sólarhring síðar, snjóaði í Reykjavík. Gárungarnir kalla þetta Gore-áhrifin, því að hvarvetna, þar sem þessi farandprédikari hefur komið við á einkaþotu sinni í því skyni að vara við hlýnun jarðar, kólnar snögglega. Hvað sem því líður, hefur Gore fjörugt ímyndunarafl. Hann fræddi íslenska fréttamenn á því, að Ólafur Ragnar Grímsson hefði fundið upp hitaveituna. Sjálfur kveðst hann hafa fundið upp netið sem frægt er og telur, að skáldsagan Love Story eftir Erich Segal sé um þau Tipper Gore (en Segal hefur leiðrétt það). Skoðum þó málstaðinn fremur en manninn. Á Íslandi talaði Gore í boði Háskóla Íslands, enda fjölmenntu háskólamenn á fyrirlestur hans. Enginn minntist á það, að í nýlegu dómsmáli í Bretlandi hafði fjöldi missagna hans verið leiðréttur, en hann endurtók þær flestar hér í fyrirlestrinum. Ein er sú, að snjóhettan á Kilimanjaro-fjalli í Blálandi hinu mikla sé að hverfa vegna hlýnunar jarðar. Það er rangt. Hún hóf að minnka fyrir röskri öld af allt öðrum ástæðum. Önnur missögn er, að Chad-vatn í sömu álfu sé að hverfa vegna hlýnunar jarðar. Það er líka rangt. Vatnið hefur aðallega minnkað vegna áveituframkvæmda. Raunar hefur það horfið nokkrum sinnum áður. Þriðja missögnin er, að eyjaskeggjar í Kyrrahafi séu að flytjast á brott vegna sjávarhækkunar. Fyrir því er enginn fótur. Gore sýnir einnig yfirgefna ísbirni á glærum sínum. En engin gögn styðja það, að ísbirnir hafi lent í erfiðleikum vegna hlýnunar jarðar. Þeim fjölgar fremur en fækkar um þessar mundir. Ein mesta missögn Gore er, að yfirborð sjávar eigi líklega eftir að hækka um 6 metra sökum hlýnunar jarðar. Samkvæmt útreikningum loftslagsnefndar SÞ gæti hugsanleg bráðnun jökla hækkað sjávarmál um 6 sm á næstu áratugum. Breski dómarinn, sem þurfti að meta gögn Gores, segir einnig, að honum takist ekki að sýna fram á, að samband koltvísýrings í andrúmsloftinu og hlýnunar jarðar sé á þann veg, sem hann vill vera láta. Raunar er athyglisvert, að vart hefur hlýnað á jörðinni frá 1998, þótt losun koltvísýrings hafi aukist. Þeir, sem heittrúaðastir eru á hugsanlegan heimsendi, svara því til, að horfa verði á lengra tímabil og segja að hafstraumar hafi kælt jörðina. Ef til vill er það rétt hjá þeim. En það jafngildir viðurkenningu á því, að miklu breytir, við hvaða tímabil er miðað, og einnig á hinu, að málið er miklu flóknara en svo, að einn áhrifaþáttur ráði úrslitum. Sjálfur efast ég ekki um þær niðurstöður vísindaheimsins, að jörðin hafi hlýnað um tæpt eitt stig síðustu 100 árin, að koltvísýringur í andrúmslofti hafi aukist um 30% á sama tímabili og að eitthvert samband sé á milli þessa. En heimsendir er ekki í nánd. Þegar sannleikurinn missir stjórn á sér. Á það ekki við um boðskap Als Gores? Aðalatriðið er, hvað skynsamlegast er að gera. Það er háskalegur misskilningur, að við getum stjórnað veðurfari. Við mennirnir búum hins vegar yfir mikilli aðlögunarhæfni. Þess vegna eigum við að laga okkur að nýjum aðstæðum, ekki gerbreyta lífsháttum okkar eða reyna að endurskapa heiminn. Það má Gore hins vegar eiga, að hann skilur, hversu nauðsynlegt okkur Íslendingum er að virkja hér vatnsafl og jarðvarma, enda eru orkugjafar okkar miklu umhverfisvænni en annars staðar. Þess vegna var heimsókn hans ekki til einskis.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun