Íbúðalánasjóður 15. apríl 2008 11:04 Afhverju heyrist ekki lengur í þeim háværu röddum sem kröfðust þess að Íbúðalánasjóður yrði lagður niður í núverandi mynd? Ástæðan er einföld. Hrakspár manna sem sögðu að viðskiptabankarnir réðu ekki við verkefnið hafa gengið eftir. Ofþeynsla. Útrásarfyllerí. Timburmenn. Lausafjárþurrð. Eftir sitja spámenn í eigin föðurlandi. Auðvitað er Íbúðarlánasjóður lífsnauðsynlegur fyrir fasteignamarkaðinn. Og þótt eðlilegt sé að fara varlega í ríkisrekstri er óeðlilegt gefa viðskiptabönkunum eftir mónópólitíska fákeppni á þessu viðkvæma sviði sem varðar lífssparnað fólks. Eiga íbúðakaup að vera lífsins lotterí ... háð spákaupmennsku manna sem kaupauka sig í gegnum góðærið en heimta svo ríkisaðstoð þegar á bjátar? Nei. Frjálshyggjan er auðvitað fín ... en í föstum skorðum. Og frelsi viðskiptalífsins er í rauninni aldrei frjálst ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Afhverju heyrist ekki lengur í þeim háværu röddum sem kröfðust þess að Íbúðalánasjóður yrði lagður niður í núverandi mynd? Ástæðan er einföld. Hrakspár manna sem sögðu að viðskiptabankarnir réðu ekki við verkefnið hafa gengið eftir. Ofþeynsla. Útrásarfyllerí. Timburmenn. Lausafjárþurrð. Eftir sitja spámenn í eigin föðurlandi. Auðvitað er Íbúðarlánasjóður lífsnauðsynlegur fyrir fasteignamarkaðinn. Og þótt eðlilegt sé að fara varlega í ríkisrekstri er óeðlilegt gefa viðskiptabönkunum eftir mónópólitíska fákeppni á þessu viðkvæma sviði sem varðar lífssparnað fólks. Eiga íbúðakaup að vera lífsins lotterí ... háð spákaupmennsku manna sem kaupauka sig í gegnum góðærið en heimta svo ríkisaðstoð þegar á bjátar? Nei. Frjálshyggjan er auðvitað fín ... en í föstum skorðum. Og frelsi viðskiptalífsins er í rauninni aldrei frjálst ... -SER.