Áfallastreitu- röskun Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 25. júní 2008 06:30 Á víðáttum vefsins var nýlega frétt um rannsókn sem segir að áttundi hver nágranni World Trade Center finni enn til streitu eftir atburðina 11. september 2001. Í notalegri fjarlægð er hægt að láta sér fátt um finnast langvarandi eftirstöðvar lífsháska hjá öðrum, en bara Suðurlandsskjálftinn um daginn rifjaði upp frumstæða varnarþörf sem sjálfkrafa lifnar í hættuástandi. Jafnvel þótt ég hafi í það sinn verið akandi og því misst af raunverulegri upplifun jarðskjálftans, spratt upp meðvirknisleg samúðarstreita jafnskjótt og útvarpið sagði fréttirnar. Ég varð strax á varðbergi og fann þörf til að fá börnin til að ræða upplifun sína og tilfinningar til að minnka líkur á hugsanlegri áfallastreituröskun. Sem var jafngott að ég lét vera, því í ljós kom að blessuð börnin höfðu verið upptekin við að róla og renna og alveg misst af náttúruhamförunum. Lengi eftir þjóðhátíðarskjálftann á aldamótaárinu var ég í viðbragðsstöðu af minnsta tilefni. Samt hafði upplifunin verið frekar hugguleg miðað við margra annarra og kostaði ekki svo mikið sem einn kristalsvasa úr hillu. Spurning hvort taugaveiklunin er einkenni á manneskju sem hefur svigrúm til að dúlla við fíngerðari tilfinningar. Að minnsta kosti getur hún skotið upp kollinum við ýmsar aðstæður. Þegar fjölskyldan flutti af heimilinu hér um árið vegna byggingarframkvæmda leið mér eins og dauðans alvöru flóttamanni. Ofurviðkvæmni þess sem alls nýtur í lífinu var slík, að tímabundnir flutningar úr 101 í gestaherbergi hjá mömmu urðu eftirminnileg óþægindi. Samt kom öllum ljómandi vel saman og allt gekk prýðilega. Aðstæður í útlegðinni voru mjög svo mannsæmandi, heitar máltíðir daglega, hreinlætisaðstaða á heimsmælikvarða, umtalsverð aðstoð við barna- og þvottastúss. En rosa pirrandi að búa svona í ferðatöskum og finna hvergi hárblásarann, svo lengi á eftir var ég auðvitað soldið skekin á sálinni. Ótrúlegir hæfileikar manneskjunnar til að lifa af ítrustu reynslu kristallast kannski frekar í fólki sem stöðugt stendur frammi fyrir raunverulegum lífsháska. Munaðarleysingjar í Úganda, mæður og feður í Palestínu, konur í afskekktum héruðum Afganistans. Kannski hafa þau aldrei heyrt um áfallastreituröskun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Á víðáttum vefsins var nýlega frétt um rannsókn sem segir að áttundi hver nágranni World Trade Center finni enn til streitu eftir atburðina 11. september 2001. Í notalegri fjarlægð er hægt að láta sér fátt um finnast langvarandi eftirstöðvar lífsháska hjá öðrum, en bara Suðurlandsskjálftinn um daginn rifjaði upp frumstæða varnarþörf sem sjálfkrafa lifnar í hættuástandi. Jafnvel þótt ég hafi í það sinn verið akandi og því misst af raunverulegri upplifun jarðskjálftans, spratt upp meðvirknisleg samúðarstreita jafnskjótt og útvarpið sagði fréttirnar. Ég varð strax á varðbergi og fann þörf til að fá börnin til að ræða upplifun sína og tilfinningar til að minnka líkur á hugsanlegri áfallastreituröskun. Sem var jafngott að ég lét vera, því í ljós kom að blessuð börnin höfðu verið upptekin við að róla og renna og alveg misst af náttúruhamförunum. Lengi eftir þjóðhátíðarskjálftann á aldamótaárinu var ég í viðbragðsstöðu af minnsta tilefni. Samt hafði upplifunin verið frekar hugguleg miðað við margra annarra og kostaði ekki svo mikið sem einn kristalsvasa úr hillu. Spurning hvort taugaveiklunin er einkenni á manneskju sem hefur svigrúm til að dúlla við fíngerðari tilfinningar. Að minnsta kosti getur hún skotið upp kollinum við ýmsar aðstæður. Þegar fjölskyldan flutti af heimilinu hér um árið vegna byggingarframkvæmda leið mér eins og dauðans alvöru flóttamanni. Ofurviðkvæmni þess sem alls nýtur í lífinu var slík, að tímabundnir flutningar úr 101 í gestaherbergi hjá mömmu urðu eftirminnileg óþægindi. Samt kom öllum ljómandi vel saman og allt gekk prýðilega. Aðstæður í útlegðinni voru mjög svo mannsæmandi, heitar máltíðir daglega, hreinlætisaðstaða á heimsmælikvarða, umtalsverð aðstoð við barna- og þvottastúss. En rosa pirrandi að búa svona í ferðatöskum og finna hvergi hárblásarann, svo lengi á eftir var ég auðvitað soldið skekin á sálinni. Ótrúlegir hæfileikar manneskjunnar til að lifa af ítrustu reynslu kristallast kannski frekar í fólki sem stöðugt stendur frammi fyrir raunverulegum lífsháska. Munaðarleysingjar í Úganda, mæður og feður í Palestínu, konur í afskekktum héruðum Afganistans. Kannski hafa þau aldrei heyrt um áfallastreituröskun.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun