Tenór á túr 8. október 2008 06:00 Tenórinn Guðmundur Ólafsson í hlutverki sínu. Leikverk Guðmundar Ólafssonar, Tenórinn, var frumsýnd á Berjadögum norður í Ólafsfirði í ágúst 2003 og þá um haustið í Iðnó þar sem sýningin var á fjölunum í tvö ár. Hún var tekin upp haustið 2006 og leikin í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit fyrir troðfullu húsi. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda sem sögðu meðal annars að „lafhægt væri að pissa á sig af hlátri" og ekki voru viðtökur áhorfenda síðri. Nú er Guðmundur aftur kominn á kreik og sækir austur á land með tenórinn viðkvæma eða eins og segir í fréttatilkynningu: „Nú er söngvarinn enn og aftur búinn að ræskja úr sér sumarleyfishæsi og grillbrækju og hefur ákveðið að slíta sig frá stanslausum og innihaldssnauðum slímusetum á kaffihúsum höfuðborgarinnar og ætlar að fara út á landsbyggðina til að leyfa fólkinu þar að njóta göfugrar listar sinnar og gefa þar með sífelldu tali um kreppu, lánsfjárörðugleika, skuldatryggingaálag og slæma stöðu fjármálafyrirtækja hérlendis sem erlendis langt nef." Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson, Guðmundur Ólafsson er tenórinn og undirleikarann leikur Sigursveinn Kr. Magnússon. Sýningar verða á eftirtöldum stöðum: 9. október í Valaskjálf á Egilsstöðum, 10. október í Miklagarði í Vopnafirði, 11. október í Samkomuhúsinu á Húsavík og loks 12. október í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Leikverk Guðmundar Ólafssonar, Tenórinn, var frumsýnd á Berjadögum norður í Ólafsfirði í ágúst 2003 og þá um haustið í Iðnó þar sem sýningin var á fjölunum í tvö ár. Hún var tekin upp haustið 2006 og leikin í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit fyrir troðfullu húsi. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda sem sögðu meðal annars að „lafhægt væri að pissa á sig af hlátri" og ekki voru viðtökur áhorfenda síðri. Nú er Guðmundur aftur kominn á kreik og sækir austur á land með tenórinn viðkvæma eða eins og segir í fréttatilkynningu: „Nú er söngvarinn enn og aftur búinn að ræskja úr sér sumarleyfishæsi og grillbrækju og hefur ákveðið að slíta sig frá stanslausum og innihaldssnauðum slímusetum á kaffihúsum höfuðborgarinnar og ætlar að fara út á landsbyggðina til að leyfa fólkinu þar að njóta göfugrar listar sinnar og gefa þar með sífelldu tali um kreppu, lánsfjárörðugleika, skuldatryggingaálag og slæma stöðu fjármálafyrirtækja hérlendis sem erlendis langt nef." Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson, Guðmundur Ólafsson er tenórinn og undirleikarann leikur Sigursveinn Kr. Magnússon. Sýningar verða á eftirtöldum stöðum: 9. október í Valaskjálf á Egilsstöðum, 10. október í Miklagarði í Vopnafirði, 11. október í Samkomuhúsinu á Húsavík og loks 12. október í Skjólbrekku í Mývatnssveit.
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira