Finnska leiðin og heilbrigðisþjónusta María Bragadóttir skrifar 15. nóvember 2008 06:00 Ísland er lítið land. Við erum stolt þjóð og dugleg, en þurfum engu að síður að vera raunsæ. Við getum einfaldlega ekki verið best í öllu. Við verðum að greina styrkleika okkar og ákveða hvert við viljum beina kröftum okkar. Einn af okkar helstu styrkleikum er tvímælalaust góð menntun heilbrigðisstarfsmanna, óumdeilanleg gæði heilbrigðisþjónustu á Íslandi og ímynd landsins sem land hreystis og heilsu. Þegar Finnland gekk í gegnum miklar efnahagslegar þrengingar í upphafi 10. áratugar síðustu aldar brugðust stjórnvöld við meðal annars með því að virkja frumkvöðlaanda og sköpunarkraft þjóðarinnar. Afraksturinn varð sá að þjóð sem horfði fram á miklar efnahagslegar hamfarir náði sér fljótt á strik og stóð jafnvel sterkari eftir. Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn hafa undanfarin ár leitað í síauknum mæli til útlanda, hvort heldur sem er í grunnnám eða framhaldsnám. Þessi þróun er vissulega jákvæð en íslenskt atvinnulíf verður að bjóða þeim upp á spennandi atvinnutækifæri að námi loknu til þess að þjóðfélagið njóti ávaxta þeirrar miklu menntunar og reynslu sem þetta fólk hefur sótt sér. Nú er lag að virkja hina miklu þekkingu og kraft sem býr í þessum fagstéttum. Hvað þarf að koma til? - Aðgangur frumkvöðla að stefnumótandi aðilum/stofnunum í heilbrigðiskerfinu til að koma hugmyndum sínum og reynslu á framfæri - Aðgangur frumkvöðla að fjármagni til þess umbreyta góðum hugmyndum sínum í raunverulega þjónustu - Möguleikar á fjölbreyttara rekstrarformi innan heilbrigðisþjónustunnar til að virkja frumkvöðlaanda fagaðila á sem víðtækastan hátt og tryggja þannig bestu mögulegu þjónustu við landsmenn alla, sem og laða að erlenda aðila í leit að bestu þjónustu sem völ er á. Sjúkratryggingastofnun er stofnun sem ætti að geta mætt þessari þörf. Lög um stofnunina voru samþykkt í september síðastliðnum, og stofnunin tók til starfa 1. október þannig að grunnur uppbyggingarinnar er nú þegar til. Ég hvet stjórnvöld til þess að hraða uppbyggingu stofnunarinnar og beita sér fyrir umboði hennar til þess að setja fé í nýsköpunarverkefni á sviði heilbrigðisþjónustu. Á Íslandi eru gæði heilbrigðisþjónustu mikil en okkur skortir tæki til að sýna fram á þau á alþjóðlega viðurkenndan hátt. Vilji Íslendingar bjóða upp á heilbrigðisþjónustu sem væri ekki einungis rómuð innanlands, heldur einnig eftirsótt erlendis frá, þarf að innleiða hér alþjóðlega vottuð gæðakerfi, árangursmatskerfi og upplýsingatæknikerfi. Í öllum breytingum felast tækifæri, en við þurfum að hafa hugarflug, dugnað og hugrekki til þess að greina þau og nýta. Ísland getur tekið að sér leiðandi hlutverk við rannsóknir og þróun í læknisfræði og/eða lyfjafræði. Slíkar rannsóknir eru oft mannaflsfrekar og því skynsamlegar í núverandi efnahagsumhverfi. Með öflugri uppbyggingu heilbrigðisþjónustu, alþjóðlegri gæðavottun og samræmdu árangursmati, má skapa ákjósanlegan valkost fyrir erlenda aðila sem vilja fá bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu - Heilbrigðisstarfsemi er í eðli sínu mannaflsfrek. Á tímum vaxandi atvinnuleysis er því hagkvæmt að auka vægi heilbrigðisþjónustu í atvinnulífinu með því að laða hingað til lands erlenda sjúklinga til meðferðar. Með komu erlendra sjúklinga yrði mikil fjölgun á beinum störfum í heilbrigðisgeiranum, en ekki yrði síður mikið um afleidd störf t.d. með þjónustu við aðstandendur sjúklinga. Þess utan væru sóknarfæri fyrir bæjarfélög að byggja upp heilsutengda þjónustu í kringum slíkan rekstur. - Víða á landsbyggðinni eru góð sjúkrahús sem nýta mætti betur. - Erlendir aðilar - opinberir aðilar, tryggingafélög eða einstaklingar myndu greiða fyrir þjónustuna í erlendri mynt sem skapar gjaldeyristekjur inn í landið. Niðurstaða þessa erindis er sú að með nýsköpun á sviði heilbrigðisþjónustu, eflingu rannsóknar- og vísindastarfs og samvinnu einstaklinga, fyrirtækja og stofnana megi á stuttum tíma byggja upp sterka heilbrigðiskjarna þar sem þjónusta er veitt til Íslendinga og erlendra aðila. Með því að auka vægi heilbrigðisþjónustu í atvinnulífinu myndi störfum fjölga, rannsóknarstarf eflast, sóknarfæri skapast á landsbyggðinni og gjaldeyristekjur inn í landið aukast. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Ísland er lítið land. Við erum stolt þjóð og dugleg, en þurfum engu að síður að vera raunsæ. Við getum einfaldlega ekki verið best í öllu. Við verðum að greina styrkleika okkar og ákveða hvert við viljum beina kröftum okkar. Einn af okkar helstu styrkleikum er tvímælalaust góð menntun heilbrigðisstarfsmanna, óumdeilanleg gæði heilbrigðisþjónustu á Íslandi og ímynd landsins sem land hreystis og heilsu. Þegar Finnland gekk í gegnum miklar efnahagslegar þrengingar í upphafi 10. áratugar síðustu aldar brugðust stjórnvöld við meðal annars með því að virkja frumkvöðlaanda og sköpunarkraft þjóðarinnar. Afraksturinn varð sá að þjóð sem horfði fram á miklar efnahagslegar hamfarir náði sér fljótt á strik og stóð jafnvel sterkari eftir. Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn hafa undanfarin ár leitað í síauknum mæli til útlanda, hvort heldur sem er í grunnnám eða framhaldsnám. Þessi þróun er vissulega jákvæð en íslenskt atvinnulíf verður að bjóða þeim upp á spennandi atvinnutækifæri að námi loknu til þess að þjóðfélagið njóti ávaxta þeirrar miklu menntunar og reynslu sem þetta fólk hefur sótt sér. Nú er lag að virkja hina miklu þekkingu og kraft sem býr í þessum fagstéttum. Hvað þarf að koma til? - Aðgangur frumkvöðla að stefnumótandi aðilum/stofnunum í heilbrigðiskerfinu til að koma hugmyndum sínum og reynslu á framfæri - Aðgangur frumkvöðla að fjármagni til þess umbreyta góðum hugmyndum sínum í raunverulega þjónustu - Möguleikar á fjölbreyttara rekstrarformi innan heilbrigðisþjónustunnar til að virkja frumkvöðlaanda fagaðila á sem víðtækastan hátt og tryggja þannig bestu mögulegu þjónustu við landsmenn alla, sem og laða að erlenda aðila í leit að bestu þjónustu sem völ er á. Sjúkratryggingastofnun er stofnun sem ætti að geta mætt þessari þörf. Lög um stofnunina voru samþykkt í september síðastliðnum, og stofnunin tók til starfa 1. október þannig að grunnur uppbyggingarinnar er nú þegar til. Ég hvet stjórnvöld til þess að hraða uppbyggingu stofnunarinnar og beita sér fyrir umboði hennar til þess að setja fé í nýsköpunarverkefni á sviði heilbrigðisþjónustu. Á Íslandi eru gæði heilbrigðisþjónustu mikil en okkur skortir tæki til að sýna fram á þau á alþjóðlega viðurkenndan hátt. Vilji Íslendingar bjóða upp á heilbrigðisþjónustu sem væri ekki einungis rómuð innanlands, heldur einnig eftirsótt erlendis frá, þarf að innleiða hér alþjóðlega vottuð gæðakerfi, árangursmatskerfi og upplýsingatæknikerfi. Í öllum breytingum felast tækifæri, en við þurfum að hafa hugarflug, dugnað og hugrekki til þess að greina þau og nýta. Ísland getur tekið að sér leiðandi hlutverk við rannsóknir og þróun í læknisfræði og/eða lyfjafræði. Slíkar rannsóknir eru oft mannaflsfrekar og því skynsamlegar í núverandi efnahagsumhverfi. Með öflugri uppbyggingu heilbrigðisþjónustu, alþjóðlegri gæðavottun og samræmdu árangursmati, má skapa ákjósanlegan valkost fyrir erlenda aðila sem vilja fá bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu - Heilbrigðisstarfsemi er í eðli sínu mannaflsfrek. Á tímum vaxandi atvinnuleysis er því hagkvæmt að auka vægi heilbrigðisþjónustu í atvinnulífinu með því að laða hingað til lands erlenda sjúklinga til meðferðar. Með komu erlendra sjúklinga yrði mikil fjölgun á beinum störfum í heilbrigðisgeiranum, en ekki yrði síður mikið um afleidd störf t.d. með þjónustu við aðstandendur sjúklinga. Þess utan væru sóknarfæri fyrir bæjarfélög að byggja upp heilsutengda þjónustu í kringum slíkan rekstur. - Víða á landsbyggðinni eru góð sjúkrahús sem nýta mætti betur. - Erlendir aðilar - opinberir aðilar, tryggingafélög eða einstaklingar myndu greiða fyrir þjónustuna í erlendri mynt sem skapar gjaldeyristekjur inn í landið. Niðurstaða þessa erindis er sú að með nýsköpun á sviði heilbrigðisþjónustu, eflingu rannsóknar- og vísindastarfs og samvinnu einstaklinga, fyrirtækja og stofnana megi á stuttum tíma byggja upp sterka heilbrigðiskjarna þar sem þjónusta er veitt til Íslendinga og erlendra aðila. Með því að auka vægi heilbrigðisþjónustu í atvinnulífinu myndi störfum fjölga, rannsóknarstarf eflast, sóknarfæri skapast á landsbyggðinni og gjaldeyristekjur inn í landið aukast. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og heilsuhagfræðingur.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun