Píanóverk Þorkels í Salnum 6. september 2008 04:00 Píanistinn og tónskáldið. Kristín Jónína Taylor og Þorkell Sigurbjörnsson við æfingar í Salnum.Fréttablaðið/Arnþór Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötugum fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Kristín, sem á ættir að rekja bæði til Íslands og Bandaríkjanna, er prófessor við Waldorf College í Iowa-ríki og deildarstjóri tónlistardeildar skólans. Hún hefur mikið fjallað um norræna tónlist á fræðilegum vettvangi; doktorsritgerð hennar fjallaði um píanókonsert Jóns Nordal og hún hefur einnig lagt áherslu á að flytja norræna tónlist á tónleikum sínum. „Ég kynntist Þorkeli fyrir nokkrum árum þegar ég var stödd hér á landi við rannsóknarvinnu,“ segir Kristín. „Það leið ekki á löngu þar til ég heillaðist algerlega af verkum hans; sérlega kann ég að meta húmorinn sem er gegnumgangandi í tónlistinni.“ Kristín kveður það afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að heiðra Þorkel á þessum tímamótum. „Ég held að allir íslenskir tónlistarmenn hafi orðið fyrir áhrifum frá Þorkeli og að áhrif hans á íslenskt menningarlíf séu meiri en margan grunar. Til að mynda hafa flestir Íslendingar sem hafa farið í kirkju sungið sálm eftir hann. Það er mér því mikill heiður og sannkölluð ánægja að fá að leika tónlist hans við þetta tækifæri.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld. Miðaverð er 2.500 kr.- vþ Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötugum fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Kristín, sem á ættir að rekja bæði til Íslands og Bandaríkjanna, er prófessor við Waldorf College í Iowa-ríki og deildarstjóri tónlistardeildar skólans. Hún hefur mikið fjallað um norræna tónlist á fræðilegum vettvangi; doktorsritgerð hennar fjallaði um píanókonsert Jóns Nordal og hún hefur einnig lagt áherslu á að flytja norræna tónlist á tónleikum sínum. „Ég kynntist Þorkeli fyrir nokkrum árum þegar ég var stödd hér á landi við rannsóknarvinnu,“ segir Kristín. „Það leið ekki á löngu þar til ég heillaðist algerlega af verkum hans; sérlega kann ég að meta húmorinn sem er gegnumgangandi í tónlistinni.“ Kristín kveður það afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að heiðra Þorkel á þessum tímamótum. „Ég held að allir íslenskir tónlistarmenn hafi orðið fyrir áhrifum frá Þorkeli og að áhrif hans á íslenskt menningarlíf séu meiri en margan grunar. Til að mynda hafa flestir Íslendingar sem hafa farið í kirkju sungið sálm eftir hann. Það er mér því mikill heiður og sannkölluð ánægja að fá að leika tónlist hans við þetta tækifæri.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld. Miðaverð er 2.500 kr.- vþ
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira