Hrifin af ítölskum mat 4. september 2008 03:00 Elísabet Ásberg er hrifin af Ítalíu og er nýsnúin heim úr fríi þar í landi. fréttablaðið/anton Hönnuðurinn Elísabet Ásberg er hrifin af Ítalíu. Hún hélt á matreiðslunámskeið í Toskana síðasta vetur og eldar mikið af ítölskum mat heima við. „Það er eitthvað sem togar mig alltaf aftur þangað. Núna var ég bara að ferðast um Ítalíu en ég hef líka farið á listanámskeið í Flórens og matreiðslunámskeið í Toskana,“ segir Elísabet Ásberg hönnuður, sem hannar allt frá veggskúlptúrum til skartgripa á verkstæði sínu við Hverfisgötu. „Ég og vinkona mín fórum á helgarnámskeið í nóvember í fyrra. Við fundum það bara á netinu og ákváðum að drífa okkur. Það var haldið í litlum kastala í Toskana, þar sem við elduðum fullt af ítölskum mat og allir borðuðu saman,“ útskýrir Elísabet, sem segist mæla með slíkum námskeiðum. „Þetta er eina matreiðslunámskeiðið sem ég hef farið á, en alls ekki það síðasta. Ég myndi meira að segja vilja fara aftur þangað. Við lærðum að gera ferskt pasta og búa allt til frá grunni, fórum út í jurtagarð og kynntumst jurtunum. Þetta var alveg frábært,“ segir Elísabet. ástfanginn kjúklingur Kjúklingur, hvítlaukur, sólþurrkaðir tómatar og ferskt pasta eru á meðal innihalds í ítölskum rétti Elísabetar. Í anda þess eldar Elísabet mikið af ítölskum mat heima við og hefur alveg lagt þurrkað pasta á hilluna. „Ég er bara í fersku pasta núna, því maður finnur sko algjörlega mun á því,“ segir hún. Rétturinn hér að neðan er sköpunarverk Elísabetar. „Ég er að hugsa um að kalla hann Ástfanginn kjúkling – af pasta,“ segir hún og hlær. Námskeiðið sem Elísabet fór á má kynna sér á síðunni www.cookingintuscany.net og hönnun Elísabetar má sjá á asberg-design.com. Aðferð: Innihald í maríneringu skorið smátt og bringurnar látnar marínerast í tvo tíma. Þær eru þá bakaðar í ofni í eldföstu móti. Á meðan er maríneringin hituð á pönnu og smjörklípu bætt út í. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er svolitlu af vökvanum sem af honum kom bætt út í maríneringuna. Pastað sett á disk, kjúklingurinn í miðjuna og maríneringu hellt yfir. Rífið parmesanost yfir og berið fram.sunna@frettabladid.is Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Hönnuðurinn Elísabet Ásberg er hrifin af Ítalíu. Hún hélt á matreiðslunámskeið í Toskana síðasta vetur og eldar mikið af ítölskum mat heima við. „Það er eitthvað sem togar mig alltaf aftur þangað. Núna var ég bara að ferðast um Ítalíu en ég hef líka farið á listanámskeið í Flórens og matreiðslunámskeið í Toskana,“ segir Elísabet Ásberg hönnuður, sem hannar allt frá veggskúlptúrum til skartgripa á verkstæði sínu við Hverfisgötu. „Ég og vinkona mín fórum á helgarnámskeið í nóvember í fyrra. Við fundum það bara á netinu og ákváðum að drífa okkur. Það var haldið í litlum kastala í Toskana, þar sem við elduðum fullt af ítölskum mat og allir borðuðu saman,“ útskýrir Elísabet, sem segist mæla með slíkum námskeiðum. „Þetta er eina matreiðslunámskeiðið sem ég hef farið á, en alls ekki það síðasta. Ég myndi meira að segja vilja fara aftur þangað. Við lærðum að gera ferskt pasta og búa allt til frá grunni, fórum út í jurtagarð og kynntumst jurtunum. Þetta var alveg frábært,“ segir Elísabet. ástfanginn kjúklingur Kjúklingur, hvítlaukur, sólþurrkaðir tómatar og ferskt pasta eru á meðal innihalds í ítölskum rétti Elísabetar. Í anda þess eldar Elísabet mikið af ítölskum mat heima við og hefur alveg lagt þurrkað pasta á hilluna. „Ég er bara í fersku pasta núna, því maður finnur sko algjörlega mun á því,“ segir hún. Rétturinn hér að neðan er sköpunarverk Elísabetar. „Ég er að hugsa um að kalla hann Ástfanginn kjúkling – af pasta,“ segir hún og hlær. Námskeiðið sem Elísabet fór á má kynna sér á síðunni www.cookingintuscany.net og hönnun Elísabetar má sjá á asberg-design.com. Aðferð: Innihald í maríneringu skorið smátt og bringurnar látnar marínerast í tvo tíma. Þær eru þá bakaðar í ofni í eldföstu móti. Á meðan er maríneringin hituð á pönnu og smjörklípu bætt út í. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er svolitlu af vökvanum sem af honum kom bætt út í maríneringuna. Pastað sett á disk, kjúklingurinn í miðjuna og maríneringu hellt yfir. Rífið parmesanost yfir og berið fram.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira