Röng viðbrögð Þorvaldur Gylfason skrifar 12. júní 2008 08:00 Frestur ríkisstjórnarinnar til að bregðast við úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðistjórnarkerfið er liðinn. Nefndin veitti ríkisstjórninni 180 daga frest til að gera grein fyrir, hvernig stjórnin hygðist sníða mannréttindabrotalömina burt úr fiskveiðistjórnarkerfinu og hvernig hún hygðist bæta skaða sjómannanna tveggja, sem kærðu ríkið fyrir mannréttindabrot eftir að hafa verið fundnir sekir hér heima samkvæmt gildandi ólögum og rúnir aleigunni. Margt benti lengi vel til þess, að ríkisstjórnin ætlaði að láta frestinn líða án þess að svara nefndinni, enda bárust engar efnislegar fréttir af fyrirhuguðum viðbrögðum stjórnarinnar. Ýmis ummæli oddvita ríkisstjórnarinnar í þá veru, að úrskurður nefndarinnar væri ekki bindandi, hlutu að sá tortryggni, því að skuldbinding Íslands gagnvart mannréttindanefndinni er ótvíræð. Enda segir í greinargerð við frumvarp um lögfestingu mannréttindasáttmála Evrópu: „Ísland er eitt þeirra ríkja sem hefur skuldbundið sig til að hlíta kærum einstaklinga á hendur sér samkvæmt þessari bókun." Það vakti einnig tortryggni, að þingsályktunartillaga hæstaréttarlögmannanna Jóns Magnússonar og Atla Gíslasonar um það, að Alþingi hygðist breyta fiskveiðistjórnarlögunum til samræmis við úrskurð mannréttindanefndarinnar, fékkst ekki rædd á Alþingi fyrr en seint og um síðir og var síðan kæfð í nefnd og kom því aldrei til afgreiðslu. Þrátt fyrir þessar vísbendingar sendi ríkisstjórnin nefndinni að endingu svar, sem hægt er nú að nálgast á vef landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins. Svarið er ríkisstjórninni til vansæmdar.Misskilningur? Nei, hrokiMeginhluti svars ríkisstjórnarinnar til mannréttindanefndarinnar er endurtekning á röksemdum fyrir óbreyttri skipan, sem nefndin hefur þegar hafnað og Hæstiréttur hafði áður hafnað 1998. Það, sem ríkisstjórnin segir í svari sínu til nefndarinnar, þar sem sitja margir helztu mannréttindasérfræðingar heims, er í reyndinni þetta: Úrskurður ykkar var reistur á misskilningi, við vitum betur. Með þessu viðhorfi sýnir ríkisstjórnin mannréttindanefndinni hroka, sem engum árangri getur skilað. Ríkisstjórnin sýnir einnig Alþingi hroka og yfirgang með því að birta svarbréfið ekki fyrr en eftir þingslit. Alþingi gafst því ekki færi á að fjalla um efni bréfsins, áður en það var sent út. Málsmeðferðin er afleit.Enn verra en málsmeðferðin er þó inntak svarsins, sem er tvíþætt. Í fyrsta lagi segir orðrétt í svarbréfi ríkisstjórnarinnar: „Að mati íslenska ríkisins standa ekki forsendur til þess að greiddar verði skaðabætur til viðkomandi kærenda, enda gæti slíkt leitt til þess að fjöldi manns gerði skaðabótakröfur á hendur ríkinu." Hvað er ríkisstjórnin að segja? Ef þjófur brýzt inn í mörg hús, er þá ekki hægt að krefja hann um að skila þýfinu úr fyrsta húsinu, þar eð þá myndu eigendur hinna húsanna, sem hann brauzt inn í, gera sömu kröfu? Fyrir hvaða rétti væri slík röksemdafærsla tekin gild? Þessi rök ríkisstjórnarinnar vitna óþyrmilega skýrt um þá siðblindu, sem hefur frá öndverðu fylgt gjafakvótakerfinu eins og skuggi. Það var brotið á sjómönnunum tveim, og það ber að bæta þeim skaðann samkvæmt úrskurði mannréttindanefndarinnar. Nokkrar líkur benda til, að „fjöldi manns" muni gera áþekkar bótakröfur, rétt er það. Ríkinu ber þá einnig að virða þær kröfur. Ríkið getur ekki skotið sér undan ábyrgð sinni, úr því sem komið er. Ríkið braut af sér, virti nær allar viðvaranir að vettugi og verður nú að bæta skaðann.SæmdarmissirÍ öðru lagi segir í svari ríkisstjórnarinnar: „Íslenska ríkið lýsir yfir vilja sínum til að huga að lengri tíma áætlun um endurskoðun á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu eða aðlögun í átt að áliti mannréttindanefndarinnar. Ljóst er þó að slíkt gerist ekki í einu vetfangi, enda hlýtur nefndin að hafa á því skilning að kerfi sem mótast hefur á áratugum er ekki hægt að umbylta á sex mánuðum." Í bréfinu er ekkert um það sagt, hvernig ríkisstjórnin hyggst fjarlægja mannréttindabrotalömina, þótt stjórnin hafi haft 180 daga til að hugleiða það. Ríkisstjórnin biður um framlengdan frest um óákveðinn tíma og lætur skína í þá skoðun, að stjórn fiskveiða við Ísland útheimti enn um sinn mismunun og mannréttindabrot og ekki sé hægt að hverfa frá uppteknum hætti án þess að kollvarpa sjávarútveginum. Hvort tveggja er rangt. Við, sem höfum frá fyrstu tíð gagnrýnt ranglætið og óhagkvæmnina í fiskveiðistjórninni, tefldum á sínum tíma fram fullbúnu lagafrumvarpi (sjá www.hi.is/~gylfason/skjalasafn.htm). Hefði Alþingi samþykkt frumvarpið, hefði þingið komizt hjá mannréttindabrotum þaðan í frá og komizt hjá því að kalla vansæmd yfir Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Frestur ríkisstjórnarinnar til að bregðast við úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðistjórnarkerfið er liðinn. Nefndin veitti ríkisstjórninni 180 daga frest til að gera grein fyrir, hvernig stjórnin hygðist sníða mannréttindabrotalömina burt úr fiskveiðistjórnarkerfinu og hvernig hún hygðist bæta skaða sjómannanna tveggja, sem kærðu ríkið fyrir mannréttindabrot eftir að hafa verið fundnir sekir hér heima samkvæmt gildandi ólögum og rúnir aleigunni. Margt benti lengi vel til þess, að ríkisstjórnin ætlaði að láta frestinn líða án þess að svara nefndinni, enda bárust engar efnislegar fréttir af fyrirhuguðum viðbrögðum stjórnarinnar. Ýmis ummæli oddvita ríkisstjórnarinnar í þá veru, að úrskurður nefndarinnar væri ekki bindandi, hlutu að sá tortryggni, því að skuldbinding Íslands gagnvart mannréttindanefndinni er ótvíræð. Enda segir í greinargerð við frumvarp um lögfestingu mannréttindasáttmála Evrópu: „Ísland er eitt þeirra ríkja sem hefur skuldbundið sig til að hlíta kærum einstaklinga á hendur sér samkvæmt þessari bókun." Það vakti einnig tortryggni, að þingsályktunartillaga hæstaréttarlögmannanna Jóns Magnússonar og Atla Gíslasonar um það, að Alþingi hygðist breyta fiskveiðistjórnarlögunum til samræmis við úrskurð mannréttindanefndarinnar, fékkst ekki rædd á Alþingi fyrr en seint og um síðir og var síðan kæfð í nefnd og kom því aldrei til afgreiðslu. Þrátt fyrir þessar vísbendingar sendi ríkisstjórnin nefndinni að endingu svar, sem hægt er nú að nálgast á vef landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins. Svarið er ríkisstjórninni til vansæmdar.Misskilningur? Nei, hrokiMeginhluti svars ríkisstjórnarinnar til mannréttindanefndarinnar er endurtekning á röksemdum fyrir óbreyttri skipan, sem nefndin hefur þegar hafnað og Hæstiréttur hafði áður hafnað 1998. Það, sem ríkisstjórnin segir í svari sínu til nefndarinnar, þar sem sitja margir helztu mannréttindasérfræðingar heims, er í reyndinni þetta: Úrskurður ykkar var reistur á misskilningi, við vitum betur. Með þessu viðhorfi sýnir ríkisstjórnin mannréttindanefndinni hroka, sem engum árangri getur skilað. Ríkisstjórnin sýnir einnig Alþingi hroka og yfirgang með því að birta svarbréfið ekki fyrr en eftir þingslit. Alþingi gafst því ekki færi á að fjalla um efni bréfsins, áður en það var sent út. Málsmeðferðin er afleit.Enn verra en málsmeðferðin er þó inntak svarsins, sem er tvíþætt. Í fyrsta lagi segir orðrétt í svarbréfi ríkisstjórnarinnar: „Að mati íslenska ríkisins standa ekki forsendur til þess að greiddar verði skaðabætur til viðkomandi kærenda, enda gæti slíkt leitt til þess að fjöldi manns gerði skaðabótakröfur á hendur ríkinu." Hvað er ríkisstjórnin að segja? Ef þjófur brýzt inn í mörg hús, er þá ekki hægt að krefja hann um að skila þýfinu úr fyrsta húsinu, þar eð þá myndu eigendur hinna húsanna, sem hann brauzt inn í, gera sömu kröfu? Fyrir hvaða rétti væri slík röksemdafærsla tekin gild? Þessi rök ríkisstjórnarinnar vitna óþyrmilega skýrt um þá siðblindu, sem hefur frá öndverðu fylgt gjafakvótakerfinu eins og skuggi. Það var brotið á sjómönnunum tveim, og það ber að bæta þeim skaðann samkvæmt úrskurði mannréttindanefndarinnar. Nokkrar líkur benda til, að „fjöldi manns" muni gera áþekkar bótakröfur, rétt er það. Ríkinu ber þá einnig að virða þær kröfur. Ríkið getur ekki skotið sér undan ábyrgð sinni, úr því sem komið er. Ríkið braut af sér, virti nær allar viðvaranir að vettugi og verður nú að bæta skaðann.SæmdarmissirÍ öðru lagi segir í svari ríkisstjórnarinnar: „Íslenska ríkið lýsir yfir vilja sínum til að huga að lengri tíma áætlun um endurskoðun á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu eða aðlögun í átt að áliti mannréttindanefndarinnar. Ljóst er þó að slíkt gerist ekki í einu vetfangi, enda hlýtur nefndin að hafa á því skilning að kerfi sem mótast hefur á áratugum er ekki hægt að umbylta á sex mánuðum." Í bréfinu er ekkert um það sagt, hvernig ríkisstjórnin hyggst fjarlægja mannréttindabrotalömina, þótt stjórnin hafi haft 180 daga til að hugleiða það. Ríkisstjórnin biður um framlengdan frest um óákveðinn tíma og lætur skína í þá skoðun, að stjórn fiskveiða við Ísland útheimti enn um sinn mismunun og mannréttindabrot og ekki sé hægt að hverfa frá uppteknum hætti án þess að kollvarpa sjávarútveginum. Hvort tveggja er rangt. Við, sem höfum frá fyrstu tíð gagnrýnt ranglætið og óhagkvæmnina í fiskveiðistjórninni, tefldum á sínum tíma fram fullbúnu lagafrumvarpi (sjá www.hi.is/~gylfason/skjalasafn.htm). Hefði Alþingi samþykkt frumvarpið, hefði þingið komizt hjá mannréttindabrotum þaðan í frá og komizt hjá því að kalla vansæmd yfir Ísland.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun