Bandarískir og íraskir hermenn halda áfram sókn sinni inn í Sadr City utan við Bagdad.
Þar eru tugþúsundir vopnaðra vígamanna. Átta þeirra voru felldir í bardögu þar í gær, auk þess sem tugir manna særðust.
Götubardagar hafa geisað í Sadr City síðan í lok mars. Nokkrar byggingar voru eyðilagðar í átökunum, þar sem beitt var bæði skriðdrekum og urrustuflugvélum.
Um tvær og hálf milljón manna býr í Sadr City.