Skýin eru eins og þang Einar Már Jónsson skrifar 24. desember 2008 06:00 Skömmu eftir að þess var minnst að níutíu ár voru liðin síðan heimsstyrjöldinni fyrri lauk og fáum mánuðum eftir að síðasti hermaðurinn sem þá hafði barist í franska hernum hvarf inn í skugganna ríki, slæddist ég inn í bókabúð utarlega í 19. hverfi Parísarborgar. Þar var á ferðinni rithöfundurinn og fræðimaðurinn Claude Duneton með nokkuð sérstaka bókmenntakynningu. Sú saga sem Claude Duneton hafði að segja var furðuleg. Síðastliðið vor var einn af kunningjum hans staddur á „flóamarkaði" í smábæ og rakst þar af hreinni tilviljun á gamalt ljóðakver, gefið út árið 1917, sem lá í óreiðu á jörðinni innan um sprungna postulínsbolla og slíkt og hafði jafnvel ekki verið skorið upp. Nafn höfundarins vakti athygli hans, það var „Albert-Paul Granier, lautinant í stórskotaliði", og kverið hét „Hanarnir og gammarnir". Þar sem Claude Duneton hafði skrifað heimildaskáldsögu um menn úr heimaþorpi hans sem barist höfðu í fyrra stríði, datt kunningjanum í hug að kaupa kverið og gefa honum sem hálfgildings glens, aðallega út af starfsheiti skáldsins, „lautinant í stórskotaliði". Hvað gæti slíkur maður farið að yrkja? En Claude Duneton uppgötvaði nú, eins og hann sagði, að „vegir forsjónarinnar liggja stundum gegnum glens". Þegar hann fór að lesa í kverinu varð hann meira en lítið hissa, kvæðin voru mjög góð og talsvert óvenjuleg miðað við það sem gerðist á þessum tíma; þarna kom allt í einu í ljós mikið skáld, og alveg óþekkt. Claude Duneton lá yfir bókinni langa kvöldstund og arkaði með hana daginn eftir á blaðið „Le Figaro", þar sem hann skrifar vikulegan dálk í bókmenntakálfinn um franska tungu. Þar urðu menn jafn hissa og hann, og fundu útgefanda að kverinu. En þá var eftir að grafa eitthvað upp um þetta gleymda skáld. Nafn þess var á lista sem hafði verið gerður skömmu eftir stríðið yfir þau skáld sem þar höfðu fallið, en ekkert meir. Eftir talsverða leit komst Claude Duneton í samband við bróðurdætur þess, og þá komu upplýsingarnar fram. Albert-Paul Granier var fæddur 1888, sonur nótaríuss í smábæ á Bretagne, og stundaði nám til að taka við starfi föður síns. En þetta var menningarfjölskylda, sem var m.a. í kunningskap við tónskáldið Gabriel Fauré. En nú vildi svo til, að þegar þessi tilvonandi nótaríus hafði lokið námi, gegnt herþjónustu og lifað bóhemlífi í París smástund, skall styrjöldin á og þá hlaut hann það starf að draga fallbyssur fram og aftur og skjóta úr þeim. Um leið varð mikil breyting: við að vera mitt í ógnum styrjaldarinnar varð ungi maðurinn allt í einu skáld, öll kvæðin í kverinu eru tengd stríðinu með mjög sterkum svipmyndum af lífi og dauða hermanna, og þau eru dagsett á árunum 1914-1916: „Verdun, í Bois des Fosses og Bois d'Hardaumont, 21.-24. febrúar 1916" o.s.frv. Einhvern tíma árið 1917 ákvað hann að gefa kvæðin út, kannske af því að þá fékk hann það alveg nýja hlutverk að njósna um stöðu óvinanna úr flugvél; sat hann þá fyrir aftan flugmanninn og sendi upplýsingar gegnum talstöð. En þessu hlutverki gegndi hann ekki lengi, 17. ágúst 1917 varð flugvélin fyrir þýskri sprengikúlu og leystist bókstaflega upp ásamt áhöfninni. Á kynningunni í bókabúðinni voru bróðurdæturnar báðar mættar ásamt ýmsum afkomendum sínum, og voru þær ekki alltaf sammála lýsingu Claude Dunetons á skáldinu og fjölskyldu þess, og reyndar ekki alltaf sammála hvor annarri. Með kynninum var leikari sem las upp úr ljóðakverinu, en nú var það komið aftur út í fallegri útgáfu, ásamt kvæði sem skáldið hafði ort eftir að fyrsta útgáfan birtist og fannst í pappírum þess: það hét „Skýin", en eins og Duneton sagði var Granier vafalaust eitt fyrsta ljóðskáldið, ef ekki það allra fyrsta, sem orti um skýin eftir að hafa séð þau ofan frá. „Skýin eru eins og breitt þang sem bylgjast í öldunum..." Eftir kynninguna spurði ég Claude Duneton spurningar sem ég var mjög farinn að velta fyrir mér: Hvernig stendur á því að Frakkar hafa sýnt skáldum sínum úr fyrri heimsstyrjöld svona lítinn sóma og stundum gleymt þeim algerlega, þar sem Englendingar hafa hvað eftir annað gefið út ljóðasöfn sinna heimsstyrjaldarskálda og alls kyns söfn úrvalsljóða í handhægum útgáfum? Claude Duneton tókst á loft: „Ég vildi ekki fara inn á það í fyrirlestrinum," sagði hann, „en það stafar af því að strax eftir stríðið ruddi súrrealisminn sér til rúms í bókmenntunum, og hann hafnaði með öllu skáldskap af þessu tagi, honum var þá vísað út í ystu myrkur, þar sem hann hefur verið síðan." Þessi dapurlega gleymska er sem sé eitt sem verður að skrifast á reikning „módernismans" franska. En meðal annarra orða: hvenær tekur einhver sig til og gefur aftur út „Vígslóða" eftir Stephan G. einn og sér í lipurlegri útgáfu, kannske með skýringum, svo menn geti haft í höndunum verk þessa íslensk-kanadíska heimsstyrjaldarskálds eins og það birtist upphaflega? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skömmu eftir að þess var minnst að níutíu ár voru liðin síðan heimsstyrjöldinni fyrri lauk og fáum mánuðum eftir að síðasti hermaðurinn sem þá hafði barist í franska hernum hvarf inn í skugganna ríki, slæddist ég inn í bókabúð utarlega í 19. hverfi Parísarborgar. Þar var á ferðinni rithöfundurinn og fræðimaðurinn Claude Duneton með nokkuð sérstaka bókmenntakynningu. Sú saga sem Claude Duneton hafði að segja var furðuleg. Síðastliðið vor var einn af kunningjum hans staddur á „flóamarkaði" í smábæ og rakst þar af hreinni tilviljun á gamalt ljóðakver, gefið út árið 1917, sem lá í óreiðu á jörðinni innan um sprungna postulínsbolla og slíkt og hafði jafnvel ekki verið skorið upp. Nafn höfundarins vakti athygli hans, það var „Albert-Paul Granier, lautinant í stórskotaliði", og kverið hét „Hanarnir og gammarnir". Þar sem Claude Duneton hafði skrifað heimildaskáldsögu um menn úr heimaþorpi hans sem barist höfðu í fyrra stríði, datt kunningjanum í hug að kaupa kverið og gefa honum sem hálfgildings glens, aðallega út af starfsheiti skáldsins, „lautinant í stórskotaliði". Hvað gæti slíkur maður farið að yrkja? En Claude Duneton uppgötvaði nú, eins og hann sagði, að „vegir forsjónarinnar liggja stundum gegnum glens". Þegar hann fór að lesa í kverinu varð hann meira en lítið hissa, kvæðin voru mjög góð og talsvert óvenjuleg miðað við það sem gerðist á þessum tíma; þarna kom allt í einu í ljós mikið skáld, og alveg óþekkt. Claude Duneton lá yfir bókinni langa kvöldstund og arkaði með hana daginn eftir á blaðið „Le Figaro", þar sem hann skrifar vikulegan dálk í bókmenntakálfinn um franska tungu. Þar urðu menn jafn hissa og hann, og fundu útgefanda að kverinu. En þá var eftir að grafa eitthvað upp um þetta gleymda skáld. Nafn þess var á lista sem hafði verið gerður skömmu eftir stríðið yfir þau skáld sem þar höfðu fallið, en ekkert meir. Eftir talsverða leit komst Claude Duneton í samband við bróðurdætur þess, og þá komu upplýsingarnar fram. Albert-Paul Granier var fæddur 1888, sonur nótaríuss í smábæ á Bretagne, og stundaði nám til að taka við starfi föður síns. En þetta var menningarfjölskylda, sem var m.a. í kunningskap við tónskáldið Gabriel Fauré. En nú vildi svo til, að þegar þessi tilvonandi nótaríus hafði lokið námi, gegnt herþjónustu og lifað bóhemlífi í París smástund, skall styrjöldin á og þá hlaut hann það starf að draga fallbyssur fram og aftur og skjóta úr þeim. Um leið varð mikil breyting: við að vera mitt í ógnum styrjaldarinnar varð ungi maðurinn allt í einu skáld, öll kvæðin í kverinu eru tengd stríðinu með mjög sterkum svipmyndum af lífi og dauða hermanna, og þau eru dagsett á árunum 1914-1916: „Verdun, í Bois des Fosses og Bois d'Hardaumont, 21.-24. febrúar 1916" o.s.frv. Einhvern tíma árið 1917 ákvað hann að gefa kvæðin út, kannske af því að þá fékk hann það alveg nýja hlutverk að njósna um stöðu óvinanna úr flugvél; sat hann þá fyrir aftan flugmanninn og sendi upplýsingar gegnum talstöð. En þessu hlutverki gegndi hann ekki lengi, 17. ágúst 1917 varð flugvélin fyrir þýskri sprengikúlu og leystist bókstaflega upp ásamt áhöfninni. Á kynningunni í bókabúðinni voru bróðurdæturnar báðar mættar ásamt ýmsum afkomendum sínum, og voru þær ekki alltaf sammála lýsingu Claude Dunetons á skáldinu og fjölskyldu þess, og reyndar ekki alltaf sammála hvor annarri. Með kynninum var leikari sem las upp úr ljóðakverinu, en nú var það komið aftur út í fallegri útgáfu, ásamt kvæði sem skáldið hafði ort eftir að fyrsta útgáfan birtist og fannst í pappírum þess: það hét „Skýin", en eins og Duneton sagði var Granier vafalaust eitt fyrsta ljóðskáldið, ef ekki það allra fyrsta, sem orti um skýin eftir að hafa séð þau ofan frá. „Skýin eru eins og breitt þang sem bylgjast í öldunum..." Eftir kynninguna spurði ég Claude Duneton spurningar sem ég var mjög farinn að velta fyrir mér: Hvernig stendur á því að Frakkar hafa sýnt skáldum sínum úr fyrri heimsstyrjöld svona lítinn sóma og stundum gleymt þeim algerlega, þar sem Englendingar hafa hvað eftir annað gefið út ljóðasöfn sinna heimsstyrjaldarskálda og alls kyns söfn úrvalsljóða í handhægum útgáfum? Claude Duneton tókst á loft: „Ég vildi ekki fara inn á það í fyrirlestrinum," sagði hann, „en það stafar af því að strax eftir stríðið ruddi súrrealisminn sér til rúms í bókmenntunum, og hann hafnaði með öllu skáldskap af þessu tagi, honum var þá vísað út í ystu myrkur, þar sem hann hefur verið síðan." Þessi dapurlega gleymska er sem sé eitt sem verður að skrifast á reikning „módernismans" franska. En meðal annarra orða: hvenær tekur einhver sig til og gefur aftur út „Vígslóða" eftir Stephan G. einn og sér í lipurlegri útgáfu, kannske með skýringum, svo menn geti haft í höndunum verk þessa íslensk-kanadíska heimsstyrjaldarskálds eins og það birtist upphaflega?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun