Rómantískur Stefán Máni 12. nóvember 2008 06:00 Rómantískur inn við beinið Stefán Máni opinberaði nýja hlið á sér í gærmorgun þegar hann sendi unnustu sinni ástarjátningu í gegnum smáauglýsingu í Fréttablaðinu. fRÉTTABLAÐIÐ/gva fréttablaðið/gva Glæpasagnahöfundurinn Stefán Máni virðist við fyrstu sýn ekki vera hinn dæmigerði mjúki maður. Sögur hans eru uppfullar af hörkutólum og ofbeldisseggjum. Og sjálfur stundar rithöfundurinn sund í köldum sjó, skartar stórglæsilegum húðflúrum og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. En í smáauglýsingadálki Fréttablaðsins í gær sýndi Stefán Máni að hann er kannski ekki allur þar sem hann er séður. Því þar birtist ástarjátning skáldsins til unnustu hans, Þórdísar Filipsdóttur. „Ég er bara ástfanginn maður og þetta er svo sannarlega tíminn til að sýna það,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Stefán segist hafa fundið til einhverrar löngunar til að koma konu sinni á óvart. Og fannst þetta vera besta ráðið. „Ég færði henni blaðið í rúmið og sagði henni að kíkja á einkamálaauglýsingarnar,“ útskýrir Stefán og er augljóslega nokkuð sáttur með uppátækið sitt. Hann bætir því svo við að þetta sé ekkert bónorð í beinni, því hann hafi beðið hennar fyrir nokkru. Og fengið já-svarið. Stefán viðurkennir að fyrir nokkrum árum hefði hann kannski verið smeykur við að gera eitthvað í líkingu við þetta. En nú sé hann algjörlega óhræddur. „Ég vil líka vera „spontant“. Það er svo auðvelt að gera eitthvað svona á konudaginn. Ég vil miklu frekar rækta ástina hina 364 daga ársins,“ segir Stefán. Það má svo fylgja sögunni að Þórdís tók þessu uppátæki ákaflega vel.- fgg Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Glæpasagnahöfundurinn Stefán Máni virðist við fyrstu sýn ekki vera hinn dæmigerði mjúki maður. Sögur hans eru uppfullar af hörkutólum og ofbeldisseggjum. Og sjálfur stundar rithöfundurinn sund í köldum sjó, skartar stórglæsilegum húðflúrum og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. En í smáauglýsingadálki Fréttablaðsins í gær sýndi Stefán Máni að hann er kannski ekki allur þar sem hann er séður. Því þar birtist ástarjátning skáldsins til unnustu hans, Þórdísar Filipsdóttur. „Ég er bara ástfanginn maður og þetta er svo sannarlega tíminn til að sýna það,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Stefán segist hafa fundið til einhverrar löngunar til að koma konu sinni á óvart. Og fannst þetta vera besta ráðið. „Ég færði henni blaðið í rúmið og sagði henni að kíkja á einkamálaauglýsingarnar,“ útskýrir Stefán og er augljóslega nokkuð sáttur með uppátækið sitt. Hann bætir því svo við að þetta sé ekkert bónorð í beinni, því hann hafi beðið hennar fyrir nokkru. Og fengið já-svarið. Stefán viðurkennir að fyrir nokkrum árum hefði hann kannski verið smeykur við að gera eitthvað í líkingu við þetta. En nú sé hann algjörlega óhræddur. „Ég vil líka vera „spontant“. Það er svo auðvelt að gera eitthvað svona á konudaginn. Ég vil miklu frekar rækta ástina hina 364 daga ársins,“ segir Stefán. Það má svo fylgja sögunni að Þórdís tók þessu uppátæki ákaflega vel.- fgg
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira