Andfélagslegur og kynlaus 30. október 2008 04:00 Fyrsta plata hljómsveitar Steina, Human Comfort, er komin út. „Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eiginleikar sem pandabirnir hafa," segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki poppsveitarinnar Steini. Ný plata hennar, Human Comfort, er komin út og á umslaginu er mynd af pandabirni. Segir Þorsteinn hana tilvísun í þetta „alteregó" hans sem syngur á plötunni. Tólf lög eru á henni, þar af fjögur sem komu út á fyrstu plötu Steina sem kom út í fyrra. Fyrr á árinu vann hljómsveitin keppnina Þorskastríðið sem útgáfufyrirtækið Cod Music stóð fyrir og í framhaldinu varð þessi nýja plata að veruleika. „Þetta byrjaði sem einstaklingsverkefni þegar ég gerði demó fyrir tveimur árum. Núna hafa tveir bæst við hljómsveitina, þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Pétur Sigurðsson bassaleikari. „Ég er með stórkostlega tónlistarmenn með mér," segir Þorsteinn, sem er undir áhrifum frá sjötta áratugnum í tónlist sinni. „Eddie Cochran og Alice Cooper, þetta er blanda af þeim tveimur. Alice Cooper útlitslega og Eddie Cochran tónlistarlega." Útgáfutónleikar með Steina eru fyrirhugaðir á næstunni og þar verður sýnd heimildarmynd um sveitina sem Þorsteinn bjó til í Kvikmyndaskóla Íslands. Einnig hefur Þorsteinn gert nokkur myndbönd með sveitinni sem hægt er að skoða á Youtube. - fb Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eiginleikar sem pandabirnir hafa," segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki poppsveitarinnar Steini. Ný plata hennar, Human Comfort, er komin út og á umslaginu er mynd af pandabirni. Segir Þorsteinn hana tilvísun í þetta „alteregó" hans sem syngur á plötunni. Tólf lög eru á henni, þar af fjögur sem komu út á fyrstu plötu Steina sem kom út í fyrra. Fyrr á árinu vann hljómsveitin keppnina Þorskastríðið sem útgáfufyrirtækið Cod Music stóð fyrir og í framhaldinu varð þessi nýja plata að veruleika. „Þetta byrjaði sem einstaklingsverkefni þegar ég gerði demó fyrir tveimur árum. Núna hafa tveir bæst við hljómsveitina, þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Pétur Sigurðsson bassaleikari. „Ég er með stórkostlega tónlistarmenn með mér," segir Þorsteinn, sem er undir áhrifum frá sjötta áratugnum í tónlist sinni. „Eddie Cochran og Alice Cooper, þetta er blanda af þeim tveimur. Alice Cooper útlitslega og Eddie Cochran tónlistarlega." Útgáfutónleikar með Steina eru fyrirhugaðir á næstunni og þar verður sýnd heimildarmynd um sveitina sem Þorsteinn bjó til í Kvikmyndaskóla Íslands. Einnig hefur Þorsteinn gert nokkur myndbönd með sveitinni sem hægt er að skoða á Youtube. - fb
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira