Arnaldur besti rithöfundurinn Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2008 06:00 Tæp 40 prósent telja hann besta núlifandi rithöfund landsins. Vísir/Valli „Já, ég er auðvitað mjög ánægður með að fólk skuli taka svona vel undir það sem ég hef verið að gera,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Þó umdeilanlegt sé hvort yfirleitt sé hægt að keppa í listum er óhætt að segja að Arnaldur beri höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda á Íslandi og er þá ekki bara verið að vísa í sölutölur. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var 23. febrúar var einfaldlega spurt: „Hvern telur þú vera besta núlifandi rithöfund landsins?“ Hringt var í 800 manns á kosningaaldri sem skiptist jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Svarhlutfall var 62 prósent og niðurstaðan er afgerandi. Arnaldur nýtur fáheyrðra yfirburða en alls nefndu 38,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku Arnald sem besta rithöfund þjóðarinnar. Vinsældir hans deilast nokkuð jafnt sé litið til þess hvaða stjórnmálaflokka svarendur styðja. En heldur á hann meira inni hjá konum en körlum því tæp 42 prósent kvenna nefna Arnald en um 35 prósent karla. Næstur í röðinni er Einar Már Guðmundsson en hann nefna 7,7 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Einar Kárason með 6,3 prósent. Mun fleiri karlar telja Einar Kárason bestan eða tíu prósent aðspurða en aðeins tvö prósent kvenna. „Ég hef fundið þennan stuðning í gegnum árin og er afskaplega glaður með hann. Ég hef alltaf sagst vera að skrifa fyrir íslenska lesendur fyrst og fremst. Og þeir hafa alltaf sýnt mér mikla virðingu,“ segir Arnaldur sem nú vinnur að næstu bók í seríunni um Erlend lögregluforingja. Arnaldur sendi frá sér bók um Erlend fyrir síðustu jól, Harðskafa, sem hlaut gríðarlega góðar viðtökur. Seldist bókin hátt í á 30 þúsund eintök. Sé könnunin skoðuð nánar virðist sem almenningur gefi lítið fyrir álit bókmenntaelítunnar, ef svo má að orði komast, og standi með sér og smekk sínum. Þannig vermir Sigurður Pálsson, sem sæmdur var Íslensku bókmenntaverðlaununum í síðasta mánuði, neðsta sætið ásamt reyndar fleiri höfundum með 0,2 prósent. Harðskafi var ekki svo mikið sem tilnefndur. Eini höfundurinn sem tilnefndur var til verðlaunanna og nýtur jafnframt þeirrar virðingar meðal almennings að komast á topp tíu lista er Vigdís Grímsdóttir. Nánar verður greint frá könnuninni í helgarblaði Fréttablaðsins. Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Já, ég er auðvitað mjög ánægður með að fólk skuli taka svona vel undir það sem ég hef verið að gera,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Þó umdeilanlegt sé hvort yfirleitt sé hægt að keppa í listum er óhætt að segja að Arnaldur beri höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda á Íslandi og er þá ekki bara verið að vísa í sölutölur. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var 23. febrúar var einfaldlega spurt: „Hvern telur þú vera besta núlifandi rithöfund landsins?“ Hringt var í 800 manns á kosningaaldri sem skiptist jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Svarhlutfall var 62 prósent og niðurstaðan er afgerandi. Arnaldur nýtur fáheyrðra yfirburða en alls nefndu 38,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku Arnald sem besta rithöfund þjóðarinnar. Vinsældir hans deilast nokkuð jafnt sé litið til þess hvaða stjórnmálaflokka svarendur styðja. En heldur á hann meira inni hjá konum en körlum því tæp 42 prósent kvenna nefna Arnald en um 35 prósent karla. Næstur í röðinni er Einar Már Guðmundsson en hann nefna 7,7 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Einar Kárason með 6,3 prósent. Mun fleiri karlar telja Einar Kárason bestan eða tíu prósent aðspurða en aðeins tvö prósent kvenna. „Ég hef fundið þennan stuðning í gegnum árin og er afskaplega glaður með hann. Ég hef alltaf sagst vera að skrifa fyrir íslenska lesendur fyrst og fremst. Og þeir hafa alltaf sýnt mér mikla virðingu,“ segir Arnaldur sem nú vinnur að næstu bók í seríunni um Erlend lögregluforingja. Arnaldur sendi frá sér bók um Erlend fyrir síðustu jól, Harðskafa, sem hlaut gríðarlega góðar viðtökur. Seldist bókin hátt í á 30 þúsund eintök. Sé könnunin skoðuð nánar virðist sem almenningur gefi lítið fyrir álit bókmenntaelítunnar, ef svo má að orði komast, og standi með sér og smekk sínum. Þannig vermir Sigurður Pálsson, sem sæmdur var Íslensku bókmenntaverðlaununum í síðasta mánuði, neðsta sætið ásamt reyndar fleiri höfundum með 0,2 prósent. Harðskafi var ekki svo mikið sem tilnefndur. Eini höfundurinn sem tilnefndur var til verðlaunanna og nýtur jafnframt þeirrar virðingar meðal almennings að komast á topp tíu lista er Vigdís Grímsdóttir. Nánar verður greint frá könnuninni í helgarblaði Fréttablaðsins.
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira