Sölumenn óttans Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 13. febrúar 2008 06:00 Stundum er fullyrt að með hækkandi aldri fylgi ákveðin fríðindi. Þá er ekki verið að vísa í forréttindi ellilífeyrisþega sem fá afslátt í sund og ókeypis rútuferðir í Bónus, heldur sérstaka tegund af sálarró sem kemur ekki sjálfkrafa en eykst samkvæmt kenningunni í réttu hlutfalli við fjölgandi hrukkur. Þessi innri friður er niðurstaða marga ára sjálfsgagnrýni sem hundeltir konur frekar en karla vegna þess að við erum svo meðvirkar, það er löng hefð fyrir því. Niðurrif sjálfsins styðst framan af við sífelldar leiðbeiningar til dæmis kvennablaða um hvernig við getum orðið nógu mjóar til að komast í kjólinn eða á almennilegt deit, náð í kærasta, fengið betri fullnægingar, orðið þolinmóðari mæður, frumlegri kokkar og blásið lífi í glæðurnar. Aldrei alveg nógu góðar þræðum við delluna og reynum í gríð og erg að tileinka okkur trixin. Þar til sannleikurinn opinberast seint og um síðir: Okkur mun aldrei takast þetta. Þá er ekki um annað að ræða en að sætta sig við orðinn hlut. Við erum semsagt akkúrat svona eða hinsegin gerðar, getum snikkað okkur dálítið til og frá en hvorki skipt um ham né persónuleika, sama hvað. En ef við komumst yfir vonbrigðin á annað borð, fylgir í kjölfarið umrædd sálarró blandin góðlátlegri kímni í garð þeirra sem enn hafa ekki séð ljósið. Einmitt þegar við ætlum að fara að uppskera ávöxt áralangra sjálfspyntinga og njóta þess að vera ófullkomnar og skítsama, hefst næsti kafli áróðursstríðsins. Í unaðslega fallegri auglýsingu frá tryggingafélagi leynast eitruð skilaboð um allt sem við eigum að framkvæma fyrir fertugt. Það er að segja allt sem við ættum að vera búnar að gera en er nú orðið of seint. Þar sem við liggjum útflattar í lazyboyinum, alveg mátulega tilbúnar í líf án samviskubits, kviknar í maganum lævís ótti og grunur um yfirvofandi hörmungar. Sem fæst einmitt staðfestur í símtali við sölumann trygginga. Á undraskömmum tíma breytist nýfengin vellíðan í sjokk yfir að hafa næstum komið fjölskyldunni á vonarvöl með því að deyja ólíftryggðar. Því þótt óttinn við öryggisleysið verði seint friðaður getum við með hjálp tryggingafélags þó fengið tækifæri til að andast rólegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Stundum er fullyrt að með hækkandi aldri fylgi ákveðin fríðindi. Þá er ekki verið að vísa í forréttindi ellilífeyrisþega sem fá afslátt í sund og ókeypis rútuferðir í Bónus, heldur sérstaka tegund af sálarró sem kemur ekki sjálfkrafa en eykst samkvæmt kenningunni í réttu hlutfalli við fjölgandi hrukkur. Þessi innri friður er niðurstaða marga ára sjálfsgagnrýni sem hundeltir konur frekar en karla vegna þess að við erum svo meðvirkar, það er löng hefð fyrir því. Niðurrif sjálfsins styðst framan af við sífelldar leiðbeiningar til dæmis kvennablaða um hvernig við getum orðið nógu mjóar til að komast í kjólinn eða á almennilegt deit, náð í kærasta, fengið betri fullnægingar, orðið þolinmóðari mæður, frumlegri kokkar og blásið lífi í glæðurnar. Aldrei alveg nógu góðar þræðum við delluna og reynum í gríð og erg að tileinka okkur trixin. Þar til sannleikurinn opinberast seint og um síðir: Okkur mun aldrei takast þetta. Þá er ekki um annað að ræða en að sætta sig við orðinn hlut. Við erum semsagt akkúrat svona eða hinsegin gerðar, getum snikkað okkur dálítið til og frá en hvorki skipt um ham né persónuleika, sama hvað. En ef við komumst yfir vonbrigðin á annað borð, fylgir í kjölfarið umrædd sálarró blandin góðlátlegri kímni í garð þeirra sem enn hafa ekki séð ljósið. Einmitt þegar við ætlum að fara að uppskera ávöxt áralangra sjálfspyntinga og njóta þess að vera ófullkomnar og skítsama, hefst næsti kafli áróðursstríðsins. Í unaðslega fallegri auglýsingu frá tryggingafélagi leynast eitruð skilaboð um allt sem við eigum að framkvæma fyrir fertugt. Það er að segja allt sem við ættum að vera búnar að gera en er nú orðið of seint. Þar sem við liggjum útflattar í lazyboyinum, alveg mátulega tilbúnar í líf án samviskubits, kviknar í maganum lævís ótti og grunur um yfirvofandi hörmungar. Sem fæst einmitt staðfestur í símtali við sölumann trygginga. Á undraskömmum tíma breytist nýfengin vellíðan í sjokk yfir að hafa næstum komið fjölskyldunni á vonarvöl með því að deyja ólíftryggðar. Því þótt óttinn við öryggisleysið verði seint friðaður getum við með hjálp tryggingafélags þó fengið tækifæri til að andast rólegar.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun