Leggur Indland að fótum sér 5. febrúar 2008 06:30 Við landsbókasafn Indverja Indverjar tóku Ármanni með kostum og kynjum og er í skoðun að þýða verk hans á hindí, malayala, kanada, tamil, bengali og pundjabi. Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson ferðaðist um þvert Indland í um tvo mánuði til þess að viða að sér efni og fá nýtt blóð í sagnabrunninn. Vinjettur Ármanns féllu Indverjum almennt mjög vel í geð. Þegar rektor Banaras Hindu University í hinni heilögu borg Varanasi frétti af heimsókninni bauð hann Ármanni þegar að halda fyrirlestur um vinjetturnar og íslenskar bókmenntir. „Já, þann 10. januar depúteraði Ármann Reynisson sem fyrirlesari við háskóla. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara var yfirfullt af fræðimönnum og nemendum á annað hundrað talsins. Mikið var um fyrirspurnir og urðu 45 mínúturnar að tveimur klukkustundum," segir Ármann. Talið er að hann sé fyrsti Íslendingurinn til að ávarpa þennan heimsfræga háskóla og gerði dagblaðið Hindi atburðinum góð skil. „Ég dvaldist hjá fimmtán indverskum fjölskyldum á jafnmörgum völdum stöðum og kannaði nánar þau svæði hvað varðar menningu, mannlíf, viðskipti og fleira. Þetta varð ekki síður glíma við eigin persónu þar sem flest á Indlandi er ólíkt því sem við eigum að venjast." Bókmenntafræðingar, útgefendur og blaðamenn reyndust áhugasamir um norðurslóðir. „Já, sem þeir þekkja lítið sem ekkert til nema í draumsýn einni saman. Undantekningarlaust var ég fyrsti Íslendingurinn sem þeir hittu að máli." Tekin voru tvö blaðaviðtöl við Ármann, annað birtist í Manorama, einu elsta og virtasta dagblaði á Indlandi og fékk það góð viðbrögð. Þá ræddi hinn þekkti blaðamaður Sashi Nair lengi við Ármann og mun viðtal birtast á ensku í því útbreidda blaði Business Line - Live nú á næstunni. Nokkrir bókmennta- og tungumálafræðingar sýna því áhuga, að sögn Ármanns, að þýða úrval af vinjettunum yfir á hindí, malayala, kanada, tamil, bengali og pundjabi. Útgefendur skoða málin og þykir þeim áskorun að opna augu Indverja fyrir nýjum bókmenntaheimi. Í Kolkata tók landsbókavörður á móti Ármanni í Landsbókasafni Indlands. Landsbókasafnið á vinjettuútgáfuna I-VII sem heita þá einu bækur íslensks rithöfundar í eigu safnsins. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson ferðaðist um þvert Indland í um tvo mánuði til þess að viða að sér efni og fá nýtt blóð í sagnabrunninn. Vinjettur Ármanns féllu Indverjum almennt mjög vel í geð. Þegar rektor Banaras Hindu University í hinni heilögu borg Varanasi frétti af heimsókninni bauð hann Ármanni þegar að halda fyrirlestur um vinjetturnar og íslenskar bókmenntir. „Já, þann 10. januar depúteraði Ármann Reynisson sem fyrirlesari við háskóla. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara var yfirfullt af fræðimönnum og nemendum á annað hundrað talsins. Mikið var um fyrirspurnir og urðu 45 mínúturnar að tveimur klukkustundum," segir Ármann. Talið er að hann sé fyrsti Íslendingurinn til að ávarpa þennan heimsfræga háskóla og gerði dagblaðið Hindi atburðinum góð skil. „Ég dvaldist hjá fimmtán indverskum fjölskyldum á jafnmörgum völdum stöðum og kannaði nánar þau svæði hvað varðar menningu, mannlíf, viðskipti og fleira. Þetta varð ekki síður glíma við eigin persónu þar sem flest á Indlandi er ólíkt því sem við eigum að venjast." Bókmenntafræðingar, útgefendur og blaðamenn reyndust áhugasamir um norðurslóðir. „Já, sem þeir þekkja lítið sem ekkert til nema í draumsýn einni saman. Undantekningarlaust var ég fyrsti Íslendingurinn sem þeir hittu að máli." Tekin voru tvö blaðaviðtöl við Ármann, annað birtist í Manorama, einu elsta og virtasta dagblaði á Indlandi og fékk það góð viðbrögð. Þá ræddi hinn þekkti blaðamaður Sashi Nair lengi við Ármann og mun viðtal birtast á ensku í því útbreidda blaði Business Line - Live nú á næstunni. Nokkrir bókmennta- og tungumálafræðingar sýna því áhuga, að sögn Ármanns, að þýða úrval af vinjettunum yfir á hindí, malayala, kanada, tamil, bengali og pundjabi. Útgefendur skoða málin og þykir þeim áskorun að opna augu Indverja fyrir nýjum bókmenntaheimi. Í Kolkata tók landsbókavörður á móti Ármanni í Landsbókasafni Indlands. Landsbókasafnið á vinjettuútgáfuna I-VII sem heita þá einu bækur íslensks rithöfundar í eigu safnsins.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira