Fræbbblarnir þrjátíu ára 25. nóvember 2008 06:00 Fræbbblarnir pönka í árdaga. Í dag er stór dagur fyrir íslenska pönkáhugamenn því þrjátíu ár eru liðin síðan Fræbbblarnir komu fram í fyrsta skipti. „Þetta var í Kópavogsbíói á Myrkramessu MK," segir Valgarður Guðjónsson, Valli í Fræbbblunum. „Það var menningarleg samkoma, ræður, ljóðalestur og kórinn söng. Við vorum auðvitað alveg út úr kú. Þurftum að hafa mikið fyrir því að fá að spila því skemmtinefndin reyndi með öllum tiltækum ráðum að útiloka okkur. Sem betur fer áttum við hauk í horni sem kom okkur inn." Fræbbblarnir spiluðu tvö Sex Pistols-lög og „Police & Thieves" með The Clash. Síðar skrifaði Ingólfur A. Þorkelsson, skólameistari í Sögu MK: „Hávaðinn var ærandi og hljóðfærin voru barin án miskunnar. Söngurinn var sem öskur úr ungum bola og söngstíllinn harður, allt að því ógnandi og framkoma sveitarinnar öll hin fáránlegasta." „Það voru samt einhverjir í salnum sem höfðu gaman af þessu og meira að segja mamma eins vinar okkar, man ég," segir Valli. Fræbbblarnir starfa enn og 87 lög liggja eftir sveitina á plötum. „Við ætlum að þrjóskast við og gera allavega eina plötu í viðbót. Hún kemur líklega út á næsta ári og vinnuheitið er Puttinn. Textarnir voru upphaflega hugsaðir sem minningargreinar um drullusokka, bæði raunverulega og skáldaða, en ég veit ekki hvort ég held það þema út á heilli plötu." Fræbbblarnir spila á Grand Rokk á fimmtudagskvöldið, aðallega nýtt efni, en nokkra klassíkera í bland. Aðgangur er ókeypis. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Í dag er stór dagur fyrir íslenska pönkáhugamenn því þrjátíu ár eru liðin síðan Fræbbblarnir komu fram í fyrsta skipti. „Þetta var í Kópavogsbíói á Myrkramessu MK," segir Valgarður Guðjónsson, Valli í Fræbbblunum. „Það var menningarleg samkoma, ræður, ljóðalestur og kórinn söng. Við vorum auðvitað alveg út úr kú. Þurftum að hafa mikið fyrir því að fá að spila því skemmtinefndin reyndi með öllum tiltækum ráðum að útiloka okkur. Sem betur fer áttum við hauk í horni sem kom okkur inn." Fræbbblarnir spiluðu tvö Sex Pistols-lög og „Police & Thieves" með The Clash. Síðar skrifaði Ingólfur A. Þorkelsson, skólameistari í Sögu MK: „Hávaðinn var ærandi og hljóðfærin voru barin án miskunnar. Söngurinn var sem öskur úr ungum bola og söngstíllinn harður, allt að því ógnandi og framkoma sveitarinnar öll hin fáránlegasta." „Það voru samt einhverjir í salnum sem höfðu gaman af þessu og meira að segja mamma eins vinar okkar, man ég," segir Valli. Fræbbblarnir starfa enn og 87 lög liggja eftir sveitina á plötum. „Við ætlum að þrjóskast við og gera allavega eina plötu í viðbót. Hún kemur líklega út á næsta ári og vinnuheitið er Puttinn. Textarnir voru upphaflega hugsaðir sem minningargreinar um drullusokka, bæði raunverulega og skáldaða, en ég veit ekki hvort ég held það þema út á heilli plötu." Fræbbblarnir spila á Grand Rokk á fimmtudagskvöldið, aðallega nýtt efni, en nokkra klassíkera í bland. Aðgangur er ókeypis.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira