CCP margfaldar kúnnahóp sinn 24. janúar 2008 00:01 Magnús og félagar í CCP hafa samið við steamgames, eina stærstu leikjasíðu heims. Tölvuleikurinn EVE online verður í næsta mánuði settur í sölu á vefsíðunni steamgames.com en síðan er einn helsti dreifingaraðili á PC-leikjum í heiminum og er meðal annars framleiðandi Counter Strike, eins vinsælasta net-tölvuleikjar heims. Að sögn Magnúsar Bergssonar, markaðsstjóra CCP, hafa samningaviðræður staðið yfir í níu mánuði. „Við vonum auðvitað að barnið dafni vel en þetta er í fyrsta skipti sem þessi síða tekur leik eins og EVE í sína notkun. Og auðvitað er alltaf gaman að ríða á vaðið,“ segir Magnús. Notendur steamgames.com eru taldir vera tæplega þrettán milljónir en áskrifendur EVE eru í kringum þrjú hundruð þúsund. Magnús segir því ljóst að leikurinn sé að fikra sig inn á nýjan og enn stærri markað. Og það sé engin tilviljun að þeir hafi valið Steamgames. „Við gerðum á sínum tíma könnun hjá notendunum okkar og þar kom í ljós að fjörutíu prósent þeirra sem leika EVE höfðu spilað Counter Strike þannig að þetta er markaður sem við höfðum kynnt okkur vel,“ segir Magnús. Athygli vakti eftir jól þegar greint var frá því að stjórnendur CCP gáfu starfsmönnum sínum Playstation 3 tölvu í jólagjöf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlar fyrirtækið að gera enn betur á árshátíðinni því fyrirtækið hyggst halda til Marakess í Marokkó. Magnús staðfesti þetta og segir að það sé nauðsynlegt fyrir fyrirtæki í svona miklum vexti að halda góðum starfsanda. „Þetta þjappar fólkinu saman,“ segir Magnús. - fgg Leikjavísir Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Tölvuleikurinn EVE online verður í næsta mánuði settur í sölu á vefsíðunni steamgames.com en síðan er einn helsti dreifingaraðili á PC-leikjum í heiminum og er meðal annars framleiðandi Counter Strike, eins vinsælasta net-tölvuleikjar heims. Að sögn Magnúsar Bergssonar, markaðsstjóra CCP, hafa samningaviðræður staðið yfir í níu mánuði. „Við vonum auðvitað að barnið dafni vel en þetta er í fyrsta skipti sem þessi síða tekur leik eins og EVE í sína notkun. Og auðvitað er alltaf gaman að ríða á vaðið,“ segir Magnús. Notendur steamgames.com eru taldir vera tæplega þrettán milljónir en áskrifendur EVE eru í kringum þrjú hundruð þúsund. Magnús segir því ljóst að leikurinn sé að fikra sig inn á nýjan og enn stærri markað. Og það sé engin tilviljun að þeir hafi valið Steamgames. „Við gerðum á sínum tíma könnun hjá notendunum okkar og þar kom í ljós að fjörutíu prósent þeirra sem leika EVE höfðu spilað Counter Strike þannig að þetta er markaður sem við höfðum kynnt okkur vel,“ segir Magnús. Athygli vakti eftir jól þegar greint var frá því að stjórnendur CCP gáfu starfsmönnum sínum Playstation 3 tölvu í jólagjöf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlar fyrirtækið að gera enn betur á árshátíðinni því fyrirtækið hyggst halda til Marakess í Marokkó. Magnús staðfesti þetta og segir að það sé nauðsynlegt fyrir fyrirtæki í svona miklum vexti að halda góðum starfsanda. „Þetta þjappar fólkinu saman,“ segir Magnús. - fgg
Leikjavísir Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira